Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Hvað er að gerast í hagkerfinu?

hagvoxtur.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Hvað er að ger­ast í íslenska hag­kerf­inu? Það er stórt spurt að þessu sinni, en ekki að ástæðu­lausu. Hag­stofa Íslands spáði 2,7 pró­senta hag­vexti 14. nóv­em­ber en birti síðan frum­gögn um hag­vöxt þremur vikum síð­ar, sem sýndu að hag­vöxt­ur­inn á fyrstu níu mán­uðum árs­ins hefði verið 0,5 pró­sent og nei­kvæður um 0,2 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi. Þetta er óra­fjarri spám um þrjú pró­sent hag­vöxt á árinu, eins og margir spáðu, meðal ann­ars Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn. Verð­bólga mælist nú eitt pró­sent, og voru stýri­vextir lækk­aðir um 0,5 pró­sentu­stig í morg­un. Stýri­vextir eru 5,25 pró­sent. Margt bendir til þess að verð­hjöðnun geti komið upp á næst­unni, sem er nú næstum óhugs­andi staða hér á landi, þar sem verð­bólgu­draug­ur­inn hefur lifað í vellyst­ing­um. Olíu­verð hefur fallið um 40 pró­sent á skömmum tíma, og slíkar sveiflur á þess­ari grunn­hrá­vöru geta vel leitt til lækk­unar á verð­lagi á tímabil­inu á eft­ir. Til við­bótar koma svo jan­ú­ar­út­söl­urn­ar, en þær hafa yfir­leitt alltaf komið til verð­lækk­unar í tölum Hag­stofu Íslands og leitt til minni verð­bólgu, þó þær vegi nú ekki mjög þungt. Svo ein breyta, sem almenn­ingur tengir sig ágæt­lega við, sé nefnd. Þegar þessi mynd er skoðuð út frá þess­ari stöðu þá er erfitt að svara því hvað sé eig­in­lega að ger­ast í íslenska hag­kerf­in­u...

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None