Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar um Evróputúr Skálmaldar: München

DSCF3969-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Ég vakn­aði kannski sirka tvö og þá fann ég eng­an. Ég ráf­aði aðeins um og end­aði með að róta draslinu okkar inn á venjúið með dyggri hjálp frá stór­kost­legum lókal­mönn­um. Eftir það fann ég mér bak­her­bergi og sett­ist nið­ur. Stuttu síðar mætti mér Þrá­inn, hann hafði vænt­an­lega verið sof­andi í koj­unni sinni en ég bara hrein­lega ekki áttað mig á því. Strák­arnir tínd­ust svo inn smám sam­an, flestir höfðu fundið sér kaffi­hús hér nálægt en Halli hafði þó fyrir því að drusl­ast niður í bæ. Hann sá kirkju og eitt­hvað svona kósí og bar sig vel þegar hann kom til baka.

Ég man gærkveldið ekki vel. Við spil­uðum þó Kana fram eftir öllu, Baldur tók við af Halla en sló í upp­hafi þann varnagla að hann kynni ekki að spila þetta spil. Það var auð­vitað rangt og hann varð fljót­lega óþol­andi góður í þessu líkt og í öllu öðru sem hann tekur sér fyrir hend­ur. Við spil­uðum playlist­ann „Ís­lenskt óldskúl“ sem stór­vinur okkar Haukur Viðar setti saman á Spotify fyrir ekki svo löngu. Ég veit ekki af hverju ég hafði haft vit á því að hlaða honum niður á offline mode en þetta er besti playlisti í heimi. Ellý, Hauk­ur, Raggi og allt þetta meist­ara­lega sem við hin byggjum svo á. Endi­lega tékkið á þessum lista, hann hentar við hvert ein­asta tæki­færi.

Auglýsing

Og svo bara sofn­aði ég held ég. Ég man ekk­ert hvað klukkan var eða hvað gerð­ist næst, ég bara logn­að­ist út af í koj­unni. Og svaf bara nokkuð vel.

Það er aðeins einn Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn. Og hann er með sólgleraugu. Það er aðeins einn Þrá­inn Árni Bald­vins­son úr Torfu­nesi í Kinn. Og hann er með sól­gler­aug­u.

Ég logg­aði mig inn á alnetið þarna rétt áður en Þrási fann mig og sá þá um leið að Skálmöld er til­nefnd til 9 tón­list­ar­verð­launa. Fyrir þunnan mann var það ákveðið áfall, ég verð alltaf meyr í þynn­kunni og mér fannst þetta næstum því of mik­ið. Við leggjum hart að okkur með Skálmöld en búumst svo sem ekki við neinu í stað­inn. En þetta er vissu­lega við­ur­kenn­ing fyrir allt hark­ið. Mér þykir mest vænt um að sjá að Flexi okkar skuli vera til­nefndur fyrir pródús­er­ingu á Með vættum og auð­vitað er gaman að vera til­nefndur fyrir texta­smíð. Og svo auð­vitað allt hitt. Jább, þetta gladdi her­búðir Skálmaldar svona á síð­ustu metr­un­um.

Svo varð dag­ur­inn eðli­leg­ur. Reyndar skal nefna að við höfum spilað á þessum tón­leika­stað áður, það var árið 2011 og er senni­lega það gigg sem við höfum blótað okkur hve mest fyrir frá upp­hafi. Þá ein­hvern veg­inn virk­uðu hlut­irnir ekki nógu vel og við vorum ekki nógu góð­ir. Ég setti þetta í blogg á ver­ald­ar­vef­inn þá en sú ann­ars flokks blogg­síða hvarf ekki svo löngu síð­ar. Ég á þetta þó allt í Wor­d-skjölum og gæti jafn­vel leitað að þessu síð­ar. Já eða jafn­vel núna?

„München, Þýska­landi 14. októ­ber 2011

Gigg kvölds­ins var okkar versta hingað til. Ekki það að við höfum verið sér­stak­lega lélegir en eitt­hvað kom bara ekki heim og sam­an. Ekki verða þeir sam­ork­andi þættir sem þar komu að taldir upp hér, ekki allir í það minnsta. Krá­dið var erfitt, en ver­andi fyrsta band á svið í túrnum höfum við oft staðið frammi fyrir því. Venju­lega tekst okkur að draga fólkið á gólfið en það tókst ekki nema að litlu leyti í kvöld. Vit­an­lega á aldrei að afsaka neitt, en svo var það nú víst að margir af þeim sem voru ekki á gólf­inu fyrir framan okkur voru að horfa á sjón­varp­ið. Og þeir voru víst inni í salnum en öllu aft­ar. Já þetta hljómar kannski und­ar­lega en það sem við ekki vissum þegar við lögðum af stað í prógramið var það að aft­ast í salnum voru víst nokkur sjón­vörp og þeim svona líka ljóm­andi spenn­andi leikur í Búndeslíg­unni, Werder Bremen og Buyern þeirra München-­búa. Heima­mönnum fannst það meira spennandi en ein­hver lítt þekkt hljóm­sveit frá Ísland­i.“

Þannig hljóm­aði færslan sú. Þess vegna var nokkuð ljóst að við áttum harma að hefna. Við fengum mat, ást­ar­lausan með öllu, fisk í ein­hverju steinra­spi sem skildi ekk­ert eftir sig. En aldrei þessu vant varð það okkur til tekna. Það skýrist hér aðeins síð­ar. Og svo gigg.

Þetta gigg tókum við af alefli og ger­sam­lega slátr­uðum því sem fyrir varð. Krá­dið ætl­aði rétt að reyna að vera okkur erfitt en þau áttu séns. Við spil­uðum geysi­lega vel, létum alla finna fyrir okkur og öllum illum lát­um. Á end­anum fengum við ofboðs­legar kveðjur frá fólk­inu sem ætl­aði ekki að sleppa okkur af svið­inu. Sig­ur, fulln­að­ar­sigur og nú getum við komið hingað aftur án þess að skamm­ast okk­ar.

Venju­lega höldum við rak­leiðis fram á meðal fólks eftir gigg til að blanda geði við pöp­ul­inn. Það er í fyrsta lagi mjög gaman en í annan stað ýtir það mjög undir varn­ings­sölu. Þar áritum við það sem fyrir verð­ur, sitjum fyrir á myndum og svörum spurn­ing­um. Þetta er ekk­ert alltaf gaman og raunar eitt­hvað sem maður nennir ekk­ert endi­lega að gera þegar maður kemur löð­ur­sveittur af svið­inu. En þetta gerum við samt og á end­anum verður þetta eig­in­lega alltaf mjög gam­an. Maður má nefni­lega ekki láta þæg­inda­fíkn­ina taka yfir skemmti­leg­heit­in.

Þetta gerðum við hins vegar ekki í dag.

Hjörtur heitir maður og er búsettur hér í borg. Hann er móð­ur­bróðir Þrása, er mikið snill­ings­menni, er í ein­hverri stór­kost­legri vinnu hjá fyr­ir­tæki sem tryggir trygg­inga­fé­lög og á BMW. Hann vinnur við að spá fyrir um nátt­úru­ham­farir og hryðju­verk. Ég spila bara á bassa sko. Hann hefur komið að sjá okkur í öll þau skipti sem við erum á gigga hér í nálægð og svo var einnig nú. Hjörtur var með plan. Eftir gigg tókum við lest­ina tvö stopp, röltum í fimm mín­útur og vorum þá komnir á mik­inn stór­kost­leg­heita­stað. Ég held að ég fari með rétt mál ef ég segi að þessi staður sé alda­gam­alt brugg­hús. Þarna eru borð og bekkir sem minna á upp­hafs­at­riði í góðu D&D-æv­in­týri, bjór flæðir um allt og svo þessi óskap­legi mat­seð­ill. Hjörtur pant­aði handa okkur líterskrúsir af öli og svínaskanka. Hér þarf ekki að fjöl­yrða, þetta er besti maður sem ég hef borðað síðan ég yfir­gaf Seilgrand­ann í októ­ber. Mikið var gott að fisk­ur­inn frá í dag skyldi vera svona ómerki­leg­ur. Svo drukkum við aðeins meira og tókum lest­ina til baka.

Klukkan er 1.31 og strák­arnir eru inn á venjúi, ásamt Hirti, og partýið rétt að byrja. Ég er einn í rútu fyrir utan Robert sem er sof­andi. Brott­för er klukkan fjög­ur. Ég má ekk­ert vera að þessu, nú pakka ég tölv­unni og tek þátt í gleð­inni.

Þetta var meist­ara­legur dag­ur.

Meist­ara­legt dags­ins: Hjörtur og svínaskank­inn.

Sköll dags­ins: Fisk­ur­inn sem varð meist­ara­leg­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None