Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Nýr innanríkisráðherra verður senn skipaður. Hver ætli það verði? Það er erfitt að segja. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er tilbúin að svara kallinu, en Einar K. Guðfinnsson hefur lítið gefið upp. Svo koma vitaskuld fleiri til greina. En að mati bréfritara er það lítt spennandi mál hver mun taka við keflinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra, í samanburði við álit Umboðsmanns Alþingis á framgöngu innanríkisráðherra í lekamálinu. Það verður brátt gert opinbert. Nýr innanríkisráðherra gæti þurft að gera hreint fyrir dyrum ráðuneytisins þegar spilin hafa verið lögð á borðið...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.