Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Varsjá

DSCF3242-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Pól­land. Pól­land er fyr­ir­heitna land­ið. Það var vissu­lega gaman í gær, og reyndar var það hátt í að vera það besta sem ég hef gert með Skálmöld. Dag­ur­inn í dag var enn betri. En bíðum aðeins með það. Tölum aðeins um hægðir míns besta vin­ar, Björg­vins Sig­urðs­son­ar.

Það mæðir mikið á söngvaranum, Böbba, á tónleikum Skálmaldar, segir Bibbi. Það mæðir mikið á söngv­ar­an­um, Böbba, á tón­leikum Skálmald­ar, segir Bibb­i.

Auglýsing

Böbbi var að kúka á sig í allan dag. Þetta er nákvæm­lega tím­inn þar sem hlutir gefa sig á svona túr­um. Veik­indi, slapp­leiki og almenn óeirð grafa um sig, allir dagar eins, nýja­brumið horfið og Leifs­stöð í óra­fjar­lægð. Við höldum þó stemn­ing­unni og dag­arnir eru vissu­lega skemmti­leg­ir. En já, Böbbi er örlítið skrýt­inn í mag­an­um, og búinn að kúka oft í dag. Svona vondum kúk og mis­kunn­ar­laus­um. Hljóðin sem þeir for­söngv­arar okkar fram­leiða eru ekki búin til af létt­leika. Böbbi og Baldur búa til hljóð sem ómögu­legt er að pródúsera nema að allur lík­am­inn sé með. Oft og tíðum eftir gigg eru þeir ekki aðeins löð­ur­sveittir heldur líka alger­lega orku­lausir og ger­sam­lega tæmd­ir. Eftir mestu átökin sér maður blóð­hlaupin augu og sljóan svip þegar maður faðmar þá eftir gott dags­verk. Við leggjum jú allir hart að okkur en þeirra hlut­verk vega þyngra en okkar hinna, það er víst bara þannig. Ég hef sjálfur for­sungið í alls­konar pródjektum og mest mæðir á mér í okkar ást­sælu hljóm­sveit Inn­vort­is. Þar syng ég vissu­lega bara svona venju­lega og þarf ekki að öskra þessi lif­andis ósköp. En það er erfitt. Óskap­lega erfitt. Það er erf­ið­ara en nokkuð annað sem ég hef gert á sviði. Og nú er ég bara að tala um lík­am­lega þátt­inn. Til að búa til almenni­leg hljóð með rödd­inni þarf allur lík­am­inn að vera með og fyrir mig mæðir mest á mag­an­um. Góð jarð­festa er klár nauð­syn en þunga­miðjan verður til um mann miðj­an. Eitt erindi jafn­ast senni­lega á við eins og tíu maga­æf­ingar ef ég ætti að giska. Og já, það fer ekki vel saman við maga­kveisu.

Til að ég létti nú spenn­unni þá kúkaði Böbbi ekki á sig. En það mun­aði ekk­ert endi­lega mjög miklu. Hann hefur þá venju að spila í sund­skýlu, það er gam­alt trikk sem við not­uðum allir á íþrótta­ár­un­um. Í dag fór hann í hreina brók inn­an­undir skýl­una, svona rétt til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Til hans ham­ingju, en von­brigða okkar hinna, kom þó ekki til þess að hann kúkaði á sig. Þetta slapp allt saman fyrir horn og brókin lifir fram­yfir næsta þvott.

Og fyrst ég er byrj­aður skulum við tala aðeins meira um Böbba og kúk. Ég er í stuði.

Böbbi var síð­astur á sviðið í Köln fyrir nokkrum dög­um. Þar var sal­ern­is­að­stöð­unni svo­lítið ábóta­vant bak­sviðs og svo fór að hann þurfti að hinkra helst til lengi til að gera sitt áður en við héldum á svið. Reyndar end­aði það svo að hann komst hvergi að en álp­að­ist inn á kol­myrkvað kvennakló­sett til að gera sitt. Þarna sat hann átta­villtur í myrkr­inu og heyrir sér til skelf­ingar að introið okkar er byrjað og þá eins og níu­tíu sek­úndur í fyrstu taln­ingu. Jú, hann náði að klára, klippa og klensa, en ég hef sjaldan séð hann koma eins víraðan í hóp­inn eins og þá. Hann fann gler­aug­unum sínum ein­hvern slembi­stað, los­aði úr vör­inni í plast­flösku sem eng­inn hefur von­andi sopið af eftir á, herti beltið og struns­aði á svið.

Já, það er ýmis­legt mann­legt og minna göf­ugt sem kemur upp bak við tjöld­in. En aldrei skal það stoppa Skálmöld.

Ég var fullur þangað til sex í morg­un, og það reyndar ofboðs­lega. Ég og Baldur stóðum vakt­ina hve best, spil­uðum popp í græj­unum og spjöll­uðum við Robert. Jón og Flex álp­uð­ust hingað fram annað slagið en ég játa að ég man engin smá­at­riði. Ég veit bara að rauð­víns­flaskan sem Rúss­arnir gáfu okkur í fyrra­dag er búin og ég skulda Þrása eins og lítra af Jack Dani­els. Við stopp­uðum svo þarna um sex­leytið til að pissa og reykja. Ég man að ég datt úr skónum og gekk erf­ið­lega að kom­ast í hann aft­ur. Rútan var þá í eins og 15 metra fjar­lægð. Böbbi var þá milli­vakn­aður og að bursta tenn­urn­ar. Ég bað hann vin­sam­leg­ast um að sjá til þess að ég kæm­ist aftur til rútu. Sú ferð heppn­að­ist, en það var meira honum að þakka en mér. Svo fór að hann ýtti mér upp þrep­in. Og svo fór ég víst í koju.

Ég vakn­aði um fjög­ur, óþunnur sem er mér óskilj­an­legt og er með öllu móti óverð­skuld­að. Ég sá ekk­ert af Var­sjá eins og gefur að skilja, aðeins bak­her­bergið og trjá­lund­inn hvar við lögðum rút­un­um. Eins og í gær, sem verður svo aftur eins á morg­un, spil­uðu þessi þrjú bönd á undan okkur og því var ekk­ert sánd­tékk. Við húrruð­umst svo bara á sviðið og línu­tékk­uð­um, renndum pass­lega blint í sjó­inn en þó í full­kom­lega góðu skapi.

Giggið var gjöðveikt, okkar besta á túrnum og senni­lega okkar besta utan lands­stein­anna. Ein­hver sagði mér að þetta hefðu verið giska 1.300 manns og allt ætl­aði að fara af tein­un­um. Við vorum líka góðir og Jón Geir alveg sér­stak­lega. Hann er vissu­lega besti trommari sem ég hef kynnst á ævinni en þegar hann á svona daga setur mann hljóð­an. Að spila á bassa í hljóm­sveit þar sem trymb­ill­inn hagar sér svona, það eru for­rétt­indi og afskap­lega auð­veld atvinna. Lítið meira um það að segja svo sem, þetta var bara alger­lega geð­veikt.

Ég náði svo að drekka í mig svo­lít­inn kjark eftir á og við heilsuðum upp á pöp­ul­inn. Pól­land. Hér er fólkið fal­legt og gott. Ég rúll­aði svo gegnum þvög­una rétt þegar Elu­veitie var að klára, skoð­aði bak­sviðið aðeins og fann mér Berlín­ar-­bollu með flór­sykri. Það var vissu­lega ekki nóg og ég er glor­hungr­að­ur. Klukkan er 0.01 og við Flexi einir í rútu, utan við Robert sem sef­ur. Hinir eru senni­lega inni og enn að mingla. Þeir sam­ferða­menn mínir fóru í versl­un­ar­mið­stöð í dag, keyptu snjó­hvítt brauð, hnetu­smjör og sultu. Ég ætla að fá mér svo­leiðis áður en ég held til koju.

Á morgun spilum við síð­asta giggið í Pól­landi. Ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað borgin heit­ir, né hversu langt við þurfum að keyra. Ég vona bara að það verði jafn gaman að spila þar og síð­ustu tvö gigg.

Meist­ara­legt dags­ins: Besta gigg í heimi.

Sköll dags­ins: Hrár fiskur í mat­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None