Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Varsjá

DSCF3242-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Pólland. Pólland er fyrirheitna landið. Það var vissulega gaman í gær, og reyndar var það hátt í að vera það besta sem ég hef gert með Skálmöld. Dagurinn í dag var enn betri. En bíðum aðeins með það. Tölum aðeins um hægðir míns besta vinar, Björgvins Sigurðssonar.

Það mæðir mikið á söngvaranum, Böbba, á tónleikum Skálmaldar, segir Bibbi. Það mæðir mikið á söngvaranum, Böbba, á tónleikum Skálmaldar, segir Bibbi.

Auglýsing

Böbbi var að kúka á sig í allan dag. Þetta er nákvæmlega tíminn þar sem hlutir gefa sig á svona túrum. Veikindi, slappleiki og almenn óeirð grafa um sig, allir dagar eins, nýjabrumið horfið og Leifsstöð í órafjarlægð. Við höldum þó stemningunni og dagarnir eru vissulega skemmtilegir. En já, Böbbi er örlítið skrýtinn í maganum, og búinn að kúka oft í dag. Svona vondum kúk og miskunnarlausum. Hljóðin sem þeir forsöngvarar okkar framleiða eru ekki búin til af léttleika. Böbbi og Baldur búa til hljóð sem ómögulegt er að pródúsera nema að allur líkaminn sé með. Oft og tíðum eftir gigg eru þeir ekki aðeins löðursveittir heldur líka algerlega orkulausir og gersamlega tæmdir. Eftir mestu átökin sér maður blóðhlaupin augu og sljóan svip þegar maður faðmar þá eftir gott dagsverk. Við leggjum jú allir hart að okkur en þeirra hlutverk vega þyngra en okkar hinna, það er víst bara þannig. Ég hef sjálfur forsungið í allskonar pródjektum og mest mæðir á mér í okkar ástsælu hljómsveit Innvortis. Þar syng ég vissulega bara svona venjulega og þarf ekki að öskra þessi lifandis ósköp. En það er erfitt. Óskaplega erfitt. Það er erfiðara en nokkuð annað sem ég hef gert á sviði. Og nú er ég bara að tala um líkamlega þáttinn. Til að búa til almennileg hljóð með röddinni þarf allur líkaminn að vera með og fyrir mig mæðir mest á maganum. Góð jarðfesta er klár nauðsyn en þungamiðjan verður til um mann miðjan. Eitt erindi jafnast sennilega á við eins og tíu magaæfingar ef ég ætti að giska. Og já, það fer ekki vel saman við magakveisu.

Til að ég létti nú spennunni þá kúkaði Böbbi ekki á sig. En það munaði ekkert endilega mjög miklu. Hann hefur þá venju að spila í sundskýlu, það er gamalt trikk sem við notuðum allir á íþróttaárunum. Í dag fór hann í hreina brók innanundir skýluna, svona rétt til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Til hans hamingju, en vonbrigða okkar hinna, kom þó ekki til þess að hann kúkaði á sig. Þetta slapp allt saman fyrir horn og brókin lifir framyfir næsta þvott.

Og fyrst ég er byrjaður skulum við tala aðeins meira um Böbba og kúk. Ég er í stuði.

Böbbi var síðastur á sviðið í Köln fyrir nokkrum dögum. Þar var salernisaðstöðunni svolítið ábótavant baksviðs og svo fór að hann þurfti að hinkra helst til lengi til að gera sitt áður en við héldum á svið. Reyndar endaði það svo að hann komst hvergi að en álpaðist inn á kolmyrkvað kvennaklósett til að gera sitt. Þarna sat hann áttavilltur í myrkrinu og heyrir sér til skelfingar að introið okkar er byrjað og þá eins og níutíu sekúndur í fyrstu talningu. Jú, hann náði að klára, klippa og klensa, en ég hef sjaldan séð hann koma eins víraðan í hópinn eins og þá. Hann fann gleraugunum sínum einhvern slembistað, losaði úr vörinni í plastflösku sem enginn hefur vonandi sopið af eftir á, herti beltið og strunsaði á svið.

Já, það er ýmislegt mannlegt og minna göfugt sem kemur upp bak við tjöldin. En aldrei skal það stoppa Skálmöld.

Ég var fullur þangað til sex í morgun, og það reyndar ofboðslega. Ég og Baldur stóðum vaktina hve best, spiluðum popp í græjunum og spjölluðum við Robert. Jón og Flex álpuðust hingað fram annað slagið en ég játa að ég man engin smáatriði. Ég veit bara að rauðvínsflaskan sem Rússarnir gáfu okkur í fyrradag er búin og ég skulda Þrása eins og lítra af Jack Daniels. Við stoppuðum svo þarna um sexleytið til að pissa og reykja. Ég man að ég datt úr skónum og gekk erfiðlega að komast í hann aftur. Rútan var þá í eins og 15 metra fjarlægð. Böbbi var þá millivaknaður og að bursta tennurnar. Ég bað hann vinsamlegast um að sjá til þess að ég kæmist aftur til rútu. Sú ferð heppnaðist, en það var meira honum að þakka en mér. Svo fór að hann ýtti mér upp þrepin. Og svo fór ég víst í koju.

Ég vaknaði um fjögur, óþunnur sem er mér óskiljanlegt og er með öllu móti óverðskuldað. Ég sá ekkert af Varsjá eins og gefur að skilja, aðeins bakherbergið og trjálundinn hvar við lögðum rútunum. Eins og í gær, sem verður svo aftur eins á morgun, spiluðu þessi þrjú bönd á undan okkur og því var ekkert sándtékk. Við húrruðumst svo bara á sviðið og línutékkuðum, renndum passlega blint í sjóinn en þó í fullkomlega góðu skapi.

Giggið var gjöðveikt, okkar besta á túrnum og sennilega okkar besta utan landssteinanna. Einhver sagði mér að þetta hefðu verið giska 1.300 manns og allt ætlaði að fara af teinunum. Við vorum líka góðir og Jón Geir alveg sérstaklega. Hann er vissulega besti trommari sem ég hef kynnst á ævinni en þegar hann á svona daga setur mann hljóðan. Að spila á bassa í hljómsveit þar sem trymbillinn hagar sér svona, það eru forréttindi og afskaplega auðveld atvinna. Lítið meira um það að segja svo sem, þetta var bara algerlega geðveikt.

Ég náði svo að drekka í mig svolítinn kjark eftir á og við heilsuðum upp á pöpulinn. Pólland. Hér er fólkið fallegt og gott. Ég rúllaði svo gegnum þvöguna rétt þegar Eluveitie var að klára, skoðaði baksviðið aðeins og fann mér Berlínar-bollu með flórsykri. Það var vissulega ekki nóg og ég er glorhungraður. Klukkan er 0.01 og við Flexi einir í rútu, utan við Robert sem sefur. Hinir eru sennilega inni og enn að mingla. Þeir samferðamenn mínir fóru í verslunarmiðstöð í dag, keyptu snjóhvítt brauð, hnetusmjör og sultu. Ég ætla að fá mér svoleiðis áður en ég held til koju.

Á morgun spilum við síðasta giggið í Póllandi. Ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað borgin heitir, né hversu langt við þurfum að keyra. Ég vona bara að það verði jafn gaman að spila þar og síðustu tvö gigg.

Meistaralegt dagsins: Besta gigg í heimi.

Sköll dagsins: Hrár fiskur í matinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None