Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Pæling dagsins er nú ekki mjög viðamikil að þessu sinni. En það er stórt spurt; Hvernig stóð á því að Landsbanki Íslands auglýsti ekki 31,2 prósent hlut sinn í Borgun til sölu? Af hverju voru viðskiptin kláruð bak við luktar dyr? Hvers vegna fór bankinn ekki eftir eigin reglum um opið og gagnsætt ferli við sölu á eignum? Og hvernig datt stjórnendum bankans það í hug, að það væri eðlilegt að gera þetta, í ljósi þess að almenningur á Íslandi á bankann, sem á allt sitt undir trausti eigandans, það er almennings? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.