Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
heidrun-olafs-sm.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Heiðrún Ólafs­dóttir

Leið

Auglýsing

Útgef­andi: Sæmundur

„Ég gróf  fugl­inn uppi við bústað. Vit­iði hvort ein­hver hefur verið þar um helg­ina, það var svo mikil aska í arn­in­um?“ spyr hún í því sem hún hellir kaffi­boll­ann fullan af mjólk og býst til að skera niður vín­ar­brauðs­lengju.

„Já, ég var þar aðeins í gær“ svara ég, að brenna eigur mín­ar.“

Við hlæjum öll. Stundum er best að segja bara satt, þá grunar engan neitt.

leid_kapa_fors_fibutNóv­ell­ur. Er það eitt­hvað? Alla­vega birt­ast þær ein af annarri á útgáfu­listum for­lag­anna þessi árin. Og vekja athygli. Bara í fyrra fengum við  Börnin í Dimmu­vík, Vince Vaug­han í skýj­unum og svo að sjálf­sögðu hinn róm­aða Mána­stein.

Hann er greini­lega ekki lengur í gildi, hinn bráð­fyndni for­máli Steph­ens King við nóv­ellu­safn sitt, Differ­ent Sea­sons, þar sem hann lýsir skelf­ingu for­leggjara síns þegar hann mætir með fjórar sögur sem hvorki eru smá­sögur (þekkt stærð) né full­vaxnar skáld­sög­ur. Eða kannski „full-­vaxn­ar“ í til­felli rit­ræpu­meist­ar­ans mikla.

Nein­ei, nóv­ellur koma út og ná til sinna. Enda er þetta skemmti­legt form og örugg­lega hægt að ríf­ast dag­inn langan um hvort það er auð­veld­ara en skáldsagan og erf­ið­ara en smá­sagan eða öfugt. Sleppum því.

Leið, frumraun Heiðrúnar Ólafs­dóttur í sagna­gerð, alla­vega útgef­inni, er jafn­framt loka­verk­efni hennar í námi í skap­andi skrif­um. Og það finnst aðeins. Alla­vega var mig farið að gruna það áður en ég fékk það stað­fest hjá Gúgul frænda. Heiðrún er svo­lítið að hnykla frá­sagn­ar­tækni­vöðvana í þess­ari knöppu en dramat­ísku sögu af und­ir­bún­ingi ungrar konu fyrir sjálfs­morð sitt.

Það er líka smá „ungskáld­leg­ur“ andi yfir efni­viðnum sjálf­um, eða því hvað Heiðrún fer örlát­lega með hann. Brjóstakrabbi, fíkni­efni, blóð­ugt heim­il­is­of­beldi, harð­kjarna­kyn­líf, for­seta­fram­boð … Það er engin logn­molla á þessum 140 A6-­síðum þar sem síð­ustu stundir Signýjar flétt­ast saman við end­ur­lit yfir heldur nöt­ur­lega en svo sann­ar­lega sögu­legu ævi.

Skoski sál­fræð­ing­ur­inn og rebell­inn R.D. Laing hélt á lofti þeirri hug­mynd að í sjúkri fjöl­skyldu lendi einn með­lim­ur­inn einatt í að bera sjúk­dóms­ein­kennin og í þess­ari er það Signý. Hún hefur brynjað sig kald­hæðni og hörku, tamið sér skeyt­ing­ar­leysi um sjálfa sig. En allt kostar og nú blasir gjald­þrotið við. Aðrir í fjöl­skyld­unni sigla öllu lygn­ari sjó, að ein­hverju leyti á hennar kostn­að.

Þó svo hægt sé að greina ein­hver frumraun­ar­ein­kenni á Leið, eins og ég var að monta mig af að hafa gert hér ofar, þá dregur það síður en svo úr áhrifa­mætt­in­um. þetta er sterk og vel smíðuð saga, rödd og per­sónu­sköpun Signýjar sann­fær­andi og nær­göngul í sínum kald­rana og nagla­skap.

Við bjóðum Heiðrúnu Ólafs­dóttur vel­komna á svið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None