Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Segjum sem svo, að það komi upp sú staða samhliða rýmkun eða afnámi haft, að ríkissjóður fái í sinn hlut 300 til 500 milljarða króna, meðal annars í gegnum útgönguskatt. Þó þetta sé alls ekki í hendi, þá er áhugavert að velta því upp að þessi staða geti skapast. Hversu margir stjórnmálamenn ætli séu tilbúnir að segja strax; ég vil ekki ekki sjá þessa peninga, notum þá alla í að greiða niður skuldir ríkisins? Bréfritari hefur miklar efasemdir um að þeir sem stýra ríkissjóði - ef þessi ávinningur myndi skila sér - hefðu í sér þann dug að nýta peninginn í að greiða niður skuldir. Því miður munu stjórnmálamennirnir eflaust frekar horfa til þess að afla sér vinsælda og nýta peningana í alls konar gæluverkefni...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.