Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Þið munið eftir Kim Agata Dong, og viðtalinu óborganlega og drepfyndna sem Þóra Tómasdóttir, blaðakona, tók við hana á dögunum. Því var velt upp á þessum vettvangi á dögunum, hvort það gæti verið að Jón Gnarr væri þarna að tjá sig í gegnum tilbúinn karakter. Þetta hreyfði heldur betur við Kim Agata, því í opinberri yfirlýsingu, á heimasíðu Þóru, er tengslum við Jón Gnarr algjörlega vísað á bug. Yfirlýsingin er á ensku. Eða réttara sagt, á að vera það. Kim Agata Dong hefur ekki sagt sitt síðasta orð...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.