Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Bochum

DSCF3973-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Ég horfði á vídeó til sirka sex í morgun og þá vorum við komnir hingað til Boch­um. Ég fór bara út að pissa, smokraði mér aftur í koj­una og sofn­aði. Ég rumskaði um hádegi og svo aftur sirka hálf3. Tíma- og daga­skynið er löngu far­ið. Það er til dæmis föstu­dags­kvöld núna. Það var líka föstu­dags­kvöld í gær. Og í fyrra­dag. Og verður í rúmar þrjár vikur í við­bót. Dag­ur­inn í dag mark­aði þau tíma­mót að við erum akkúrat hálfn­aðir með prógramið. 19 gigg búin, 19 eft­ir. Við erum allir með svona passa sem flestir hengja við belt­ið. Hann bæði veitir okkur aðgang að öllum rýmum hvers tón­leika­staðar en aftan á honum er einnig túrplan­ið. Það er í tveimur dálk­um. Í fyrsta skipti lít ég núna á planið og skoða seinni dálk­inn og það er ótrú­lega jákvætt fyrir ferða­l­úna sál. Við verðum í Hamburg á morg­un.

Nú man ég reyndar að við drukkum senni­lega eitt­hvað smá áður en ég fór í víd­eó­málin í nótt. Í enn einni vega­sjopp­unni sturt­aði Baldur öllu klinkinu sínu í svona leikma­sk­ínu sem gengur út á að veiða tusku­dýr með kló. Æi þið vit­ið, maður hreyfir ein­hvern arm, ýtir á takka, klóin sígur og grípur í haug af tusku­dýr­um. Og svo er klóin svo mikið drasl að maður vinnur aldrei neitt. En viti menn, hann náði að veiða hvítan björn með bleika hettu upp úr haugn­um. Ég hef aldrei vitað til þess að nokkur hafi unnið í svona kassa. Robert fékk dýrið að sjálf­sögðu að gjöf og nú hefur Tussi fengið félags­skap. Og okkur vantar nafn. Upp­á­stungur vel þegn­ar.

Auglýsing

Hér í Bochum spil­uðum við líka í fyrra og á þessum sama stað. Venjúið er gömul neð­an­jarð­ar­braut­ar­stöð, mjög nið­ur­grafið og hálf­gert völ­und­ar­hús. Sal­ur­inn sjálfur er í einum göng­un­um, langur og mjór og rúmar 800 manns sam­kvæmt leyfi. Við spil­uðum fyrir 880 manns í kvöld, hér var stapp­upp­selt. Og við vorum í stuði, maður minn. Eftir sánd­tékk fengum við ljóm­andi mat sem því miður var heldur naumt skammt­að­ur. Um það leyti sem við vorum að koma okkur í gall­ann kíkti á okkur stelpa sem nefn­ist Moni. Hún vinnur fyrir Napalm Records, útgáfu­fyr­ir­tækið sem gefur okkur út. Hún höndlar með flest okkar mál og þess vegna var mjög skemmti­legt að setja and­lit við öll tölvu­póst­sam­skipt­in. Hún er svona óskap­lega ágæt og hefur farið vel með okk­ur. Útlit fyrir að við höldum áfram að vinna með Napalm. Þetta er nefni­lega ekki búið.

DSCF3992 copy Þetta er mikil artí fartí mynd hjá Baldri. Og mik­ill fjöldi fóta af öllum stærðum og gerð­um, en aðeins tvö and­lit; Baldur og Bibb­i.

Og svo á svið. Þetta gigg tókum við nú bara af lífi. Við spil­uðum fastar en venju­lega, sungum hærra og létum eins og ung­lingapönk­hljóm­sveit. Við lentum reyndar í ein­hverju tækni­ves­eni en ágæt­islókal­mað­ur, í sam­vinnu við Flex, kippti því hratt og örugg­lega í lið. Þjóð­verj­inn tók þessu með sínu við­móti, þarna stóðu tæp­lega þús­und manns og með­tóku hvert slag, hvern tón, hverja hend­ingu. En þau hreyfa sig ekk­ert mjög mik­ið. Þannig er þetta voða mikið í Þýska­landi. Agi. Járnagi. En allir skemmtu sér hið besta og við áttum skemmti­legar sam­ræður við fjölda fólks eftir á. Tvennt kom fær­andi hendi. Ann­ars vegar kona sem hefur fylgt okkur lengi og er búsett hér í borg að ég held. Hún kom með alls­konar dótarí fyrir okkur að árita, átti alls­konar input í þetta og hitt og var almennt skemmti­leg. Hún kom líka með gjaf­ir. En bara handa Þrása. Hann fékk fullan poka af héð­an­lensku sem og íslensku nammi, hvernig sem hún hefur nú náð í það. Þarna leynd­ist sitt­hvað fleira, geisla­diskur með hljóm­sveit frænda hennar og ég veit ekki hvað. En bara handa Þrása. Ekki okkur hin­um. Ætli ein­hver sér­stök ástæða sé fyrir því? Hmm... Hin gjöfin kom frá belgískum strák sem hefur elt okkur all­þónokkuð á túrn­um. Hann gaf okkur risa­körfu af belgískum bjór. Allt of stóra, en vel þegna vissu­lega. Baldur tók að sér að þakka honum og hellti hann fullan á barn­um. Hann var far­inn að ganga á veggi bless­að­ur. Belg­inn, ekki Bald­ur. Von­andi verður hann ekki úti í nótt, hér er nefni­lega skíta­kuldi. Spenn­andi. En bjór­inn, við komum til með að njóta.

Ég fór í sturtu. Mjög lélega sturtu sem skil­aði mér tveimur örstuttum gusum af volgu vatni, en restin var svellköld. Ég er nú ekki viss um að ég hafi skolað sturtu­sápuna alger­lega af mér en mér finnst ég þó frekar hreinn. Hreinar brækur og svo­leið­is, tann­burstun og þetta helsta. Eins og nýr mað­ur. Svo kúkaði ég í kló­sett með svona stalli. Ég hef áður tekið þetta mál fyr­ir, þessi hel­vítis kló­sett sem eru með vatns­þrónni fremst en láréttum postu­líns­palli í fall­línu. Hvern and­skot­ann á þetta að fyr­ir­stilla? Er þetta til þess að maður geti skoðað það sem niðrúr manni gekk áður en maður skolar því nið­ur. Og svo skilur þetta allt saman eftir sig alls­konar munst­ur. Ég brjálast! Þetta er verra svona. Og fyrst ég er nú byrj­aður á þessu skulum við aðeins nefna þessi van­þró­uðu blönd­un­ar­tæki sem eru einmitt ekki blönd­un­ar­tæki. Hvaða apa dettur í hug að hafa tvo krana á vask­in­um, annan heitan og hinn kald­an? Hvernig á ég að nota þetta? Svo endar maður kul­blár á hægri hönd og rauðsvið­inn á vinstri, það er ekki eins og það sé ósýni­leg og moð­volg buna í miðj­unni. Blönd­un­ar­tæki. Blönd­un­ar! Tæki sem blanda!

Nei nú verð ég að tóna mig eitt­hvað niður áður en ég eyði­legg lykla­borð­ið.

Sökum mat­ar­þurrðar fórum við, ég, Flex og Böbbi á kebab-­stað í næstu húsa­lengju. Það var góð hug­mynd. Ég er enn að ropa. Risa­drellir með alls­konar gúr­mei-­stöffi í og stór kók í gleri. Og fransk­ar. Og tómatsósa. Og majó. Gleðin með þetta var slík að við beindum hinum strák­unum í þessa átt núna rétt áðan. Þeir koma vænt­an­lega rop­andi hingað inn í bíl von bráð­ar. Við þre­menn­ingar röltum aðeins um hverfið eftir átið, meira kannski til að teygja úr okkur og fá ferskt loft í lungun en til útsýn­is­öfl­un­ar. Ætli þetta hafi ekki verið 20 mín­útna labb. Og því miður senni­lega mesta lík­ams­rækt mín frá því að túr­inn hófst. Svona næstum því alla­vega. Sumir hafa nú alveg farið út að hlaupa, ég veit til þess að Þrá­inn og Baldur hafa báðir reynt að hanga í skott­inu á Robert. Og jafn­vel Jón Geir líka, ég man það ekki alveg.

Hér kemur Jón Geir inn í rútu og færir þær fregnir að kebab-­stað­ur­inn hafi verið lok­að­ur. Og raunar að allt sé lok­að. Kannski ekk­ert skrýt­ið, klukkan er 1.49. En samt, föstu­dag­ur. Í öðrum fréttum er að Baldur ætl­aði að tékka á Belg­an­um, en sá ætl­aði að sofa í bíln­um, svona rétt til að athuga hvort hann væri fros­inn í hel. Bíll­inn er horf­inn. Og okkar maður var einn á ferð. Bana­meinið verður víst ekki ofkæl­ing en gæti klár­lega orðið ann­að. Hann ætl­aði víst að hitta okkur aftur í Eind­hoven eftir tvo daga. Sjáum til.

Það er á að giska sjö tíma akstur til Hamburg. Ein­hvern tím­ann var talað um að við leggðum af stað klukkan tvö, en ég er líka búinn að heyra þrjú og hálf4. Það skiptir svo sem ekki öllu máli, við erum komnir í rút­una og einu gildir hvort hún hreyf­ist eða ekki. Mig grunar að við förum allir snemma að sofa. Hah. Snemma. Snemma á túr­mæli­kvarða. Ég ætla að halda áfram að horfa á Black Mir­r­or, ein­hverja öfga­fyllstu sjón­varps­þætti sem ég hef séð. Ég horfði á fyrstu tvo í nótt. Alger steik og ansi hreint magn­að. Jón er eitt­hvað að brasa hérna kringum okk­ur, hann gerir það oft. Gunni er í koju. Baldur situr gegnt mér og kvartar undan hungri. Ég veit ekki hvar Þrá­inn er, kannski bara í koj­unni fyrir aftan mig. Robert er nývakn­að­ur. Flex og Böbbi eru í Mana­ger. Flexi var rek­inn frá Napoli í dag og ráð­inn til Roma. Árið er 2029. Böbbi átti einmitt leik gegn Bochum í dag, en hann stjórnar Dort­mund undir þjálf­ar­anafninu Stein­grímur J. Sig­fús­son. Hann keypti Kol­bein Sig­þórs­son hér rétt áðan á upp­sprengdu verði. Var reyndar ragur til að eyða svona miklum pen­ingum í mann­inn, en fékk gríð­ar­lega hvatn­ingu frá fram­kvæmda­stjóra Roma sem situr við hlið­ina á hon­um. Menn hafa ofan af fyrir sér með ýmsu, það er ljóst.

En já, þetta er hálfn­að. Það er ótrú­legt.

Meist­ara­legt dags­ins: Frá­bært gigg.

Sköll dags­ins: Napoli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None