Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Bochum

DSCF3973-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Ég horfði á vídeó til sirka sex í morgun og þá vorum við komnir hingað til Bochum. Ég fór bara út að pissa, smokraði mér aftur í kojuna og sofnaði. Ég rumskaði um hádegi og svo aftur sirka hálf3. Tíma- og dagaskynið er löngu farið. Það er til dæmis föstudagskvöld núna. Það var líka föstudagskvöld í gær. Og í fyrradag. Og verður í rúmar þrjár vikur í viðbót. Dagurinn í dag markaði þau tímamót að við erum akkúrat hálfnaðir með prógramið. 19 gigg búin, 19 eftir. Við erum allir með svona passa sem flestir hengja við beltið. Hann bæði veitir okkur aðgang að öllum rýmum hvers tónleikastaðar en aftan á honum er einnig túrplanið. Það er í tveimur dálkum. Í fyrsta skipti lít ég núna á planið og skoða seinni dálkinn og það er ótrúlega jákvætt fyrir ferðalúna sál. Við verðum í Hamburg á morgun.

Nú man ég reyndar að við drukkum sennilega eitthvað smá áður en ég fór í vídeómálin í nótt. Í enn einni vegasjoppunni sturtaði Baldur öllu klinkinu sínu í svona leikmaskínu sem gengur út á að veiða tuskudýr með kló. Æi þið vitið, maður hreyfir einhvern arm, ýtir á takka, klóin sígur og grípur í haug af tuskudýrum. Og svo er klóin svo mikið drasl að maður vinnur aldrei neitt. En viti menn, hann náði að veiða hvítan björn með bleika hettu upp úr haugnum. Ég hef aldrei vitað til þess að nokkur hafi unnið í svona kassa. Robert fékk dýrið að sjálfsögðu að gjöf og nú hefur Tussi fengið félagsskap. Og okkur vantar nafn. Uppástungur vel þegnar.

Auglýsing

Hér í Bochum spiluðum við líka í fyrra og á þessum sama stað. Venjúið er gömul neðanjarðarbrautarstöð, mjög niðurgrafið og hálfgert völundarhús. Salurinn sjálfur er í einum göngunum, langur og mjór og rúmar 800 manns samkvæmt leyfi. Við spiluðum fyrir 880 manns í kvöld, hér var stappuppselt. Og við vorum í stuði, maður minn. Eftir sándtékk fengum við ljómandi mat sem því miður var heldur naumt skammtaður. Um það leyti sem við vorum að koma okkur í gallann kíkti á okkur stelpa sem nefnist Moni. Hún vinnur fyrir Napalm Records, útgáfufyrirtækið sem gefur okkur út. Hún höndlar með flest okkar mál og þess vegna var mjög skemmtilegt að setja andlit við öll tölvupóstsamskiptin. Hún er svona óskaplega ágæt og hefur farið vel með okkur. Útlit fyrir að við höldum áfram að vinna með Napalm. Þetta er nefnilega ekki búið.

DSCF3992 copy Þetta er mikil artí fartí mynd hjá Baldri. Og mikill fjöldi fóta af öllum stærðum og gerðum, en aðeins tvö andlit; Baldur og Bibbi.

Og svo á svið. Þetta gigg tókum við nú bara af lífi. Við spiluðum fastar en venjulega, sungum hærra og létum eins og unglingapönkhljómsveit. Við lentum reyndar í einhverju tækniveseni en ágætislókalmaður, í samvinnu við Flex, kippti því hratt og örugglega í lið. Þjóðverjinn tók þessu með sínu viðmóti, þarna stóðu tæplega þúsund manns og meðtóku hvert slag, hvern tón, hverja hendingu. En þau hreyfa sig ekkert mjög mikið. Þannig er þetta voða mikið í Þýskalandi. Agi. Járnagi. En allir skemmtu sér hið besta og við áttum skemmtilegar samræður við fjölda fólks eftir á. Tvennt kom færandi hendi. Annars vegar kona sem hefur fylgt okkur lengi og er búsett hér í borg að ég held. Hún kom með allskonar dótarí fyrir okkur að árita, átti allskonar input í þetta og hitt og var almennt skemmtileg. Hún kom líka með gjafir. En bara handa Þrása. Hann fékk fullan poka af héðanlensku sem og íslensku nammi, hvernig sem hún hefur nú náð í það. Þarna leyndist sitthvað fleira, geisladiskur með hljómsveit frænda hennar og ég veit ekki hvað. En bara handa Þrása. Ekki okkur hinum. Ætli einhver sérstök ástæða sé fyrir því? Hmm... Hin gjöfin kom frá belgískum strák sem hefur elt okkur allþónokkuð á túrnum. Hann gaf okkur risakörfu af belgískum bjór. Allt of stóra, en vel þegna vissulega. Baldur tók að sér að þakka honum og hellti hann fullan á barnum. Hann var farinn að ganga á veggi blessaður. Belginn, ekki Baldur. Vonandi verður hann ekki úti í nótt, hér er nefnilega skítakuldi. Spennandi. En bjórinn, við komum til með að njóta.

Ég fór í sturtu. Mjög lélega sturtu sem skilaði mér tveimur örstuttum gusum af volgu vatni, en restin var svellköld. Ég er nú ekki viss um að ég hafi skolað sturtusápuna algerlega af mér en mér finnst ég þó frekar hreinn. Hreinar brækur og svoleiðis, tannburstun og þetta helsta. Eins og nýr maður. Svo kúkaði ég í klósett með svona stalli. Ég hef áður tekið þetta mál fyrir, þessi helvítis klósett sem eru með vatnsþrónni fremst en láréttum postulínspalli í falllínu. Hvern andskotann á þetta að fyrirstilla? Er þetta til þess að maður geti skoðað það sem niðrúr manni gekk áður en maður skolar því niður. Og svo skilur þetta allt saman eftir sig allskonar munstur. Ég brjálast! Þetta er verra svona. Og fyrst ég er nú byrjaður á þessu skulum við aðeins nefna þessi vanþróuðu blöndunartæki sem eru einmitt ekki blöndunartæki. Hvaða apa dettur í hug að hafa tvo krana á vaskinum, annan heitan og hinn kaldan? Hvernig á ég að nota þetta? Svo endar maður kulblár á hægri hönd og rauðsviðinn á vinstri, það er ekki eins og það sé ósýnileg og moðvolg buna í miðjunni. Blöndunartæki. Blöndunar! Tæki sem blanda!

Nei nú verð ég að tóna mig eitthvað niður áður en ég eyðilegg lyklaborðið.

Sökum matarþurrðar fórum við, ég, Flex og Böbbi á kebab-stað í næstu húsalengju. Það var góð hugmynd. Ég er enn að ropa. Risadrellir með allskonar gúrmei-stöffi í og stór kók í gleri. Og franskar. Og tómatsósa. Og majó. Gleðin með þetta var slík að við beindum hinum strákunum í þessa átt núna rétt áðan. Þeir koma væntanlega ropandi hingað inn í bíl von bráðar. Við þremenningar röltum aðeins um hverfið eftir átið, meira kannski til að teygja úr okkur og fá ferskt loft í lungun en til útsýnisöflunar. Ætli þetta hafi ekki verið 20 mínútna labb. Og því miður sennilega mesta líkamsrækt mín frá því að túrinn hófst. Svona næstum því allavega. Sumir hafa nú alveg farið út að hlaupa, ég veit til þess að Þráinn og Baldur hafa báðir reynt að hanga í skottinu á Robert. Og jafnvel Jón Geir líka, ég man það ekki alveg.

Hér kemur Jón Geir inn í rútu og færir þær fregnir að kebab-staðurinn hafi verið lokaður. Og raunar að allt sé lokað. Kannski ekkert skrýtið, klukkan er 1.49. En samt, föstudagur. Í öðrum fréttum er að Baldur ætlaði að tékka á Belganum, en sá ætlaði að sofa í bílnum, svona rétt til að athuga hvort hann væri frosinn í hel. Bíllinn er horfinn. Og okkar maður var einn á ferð. Banameinið verður víst ekki ofkæling en gæti klárlega orðið annað. Hann ætlaði víst að hitta okkur aftur í Eindhoven eftir tvo daga. Sjáum til.

Það er á að giska sjö tíma akstur til Hamburg. Einhvern tímann var talað um að við leggðum af stað klukkan tvö, en ég er líka búinn að heyra þrjú og hálf4. Það skiptir svo sem ekki öllu máli, við erum komnir í rútuna og einu gildir hvort hún hreyfist eða ekki. Mig grunar að við förum allir snemma að sofa. Hah. Snemma. Snemma á túrmælikvarða. Ég ætla að halda áfram að horfa á Black Mirror, einhverja öfgafyllstu sjónvarpsþætti sem ég hef séð. Ég horfði á fyrstu tvo í nótt. Alger steik og ansi hreint magnað. Jón er eitthvað að brasa hérna kringum okkur, hann gerir það oft. Gunni er í koju. Baldur situr gegnt mér og kvartar undan hungri. Ég veit ekki hvar Þráinn er, kannski bara í kojunni fyrir aftan mig. Robert er nývaknaður. Flex og Böbbi eru í Manager. Flexi var rekinn frá Napoli í dag og ráðinn til Roma. Árið er 2029. Böbbi átti einmitt leik gegn Bochum í dag, en hann stjórnar Dortmund undir þjálfaranafninu Steingrímur J. Sigfússon. Hann keypti Kolbein Sigþórsson hér rétt áðan á uppsprengdu verði. Var reyndar ragur til að eyða svona miklum peningum í manninn, en fékk gríðarlega hvatningu frá framkvæmdastjóra Roma sem situr við hliðina á honum. Menn hafa ofan af fyrir sér með ýmsu, það er ljóst.

En já, þetta er hálfnað. Það er ótrúlegt.

Meistaralegt dagsins: Frábært gigg.

Sköll dagsins: Napoli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None