Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Tónlistarmarkaður hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum, samhliða framþróun á þjónustu á internetinu og ekki síst snjallsímavæðingunni. Mikil samkeppni einkennir þennan markað og margvísleg þjónusta í boði. Það var fagnaðarefni að sjá það í fréttum RÚV að Íslendingar hafa fylgt þeirri ánægjulegu alþjóðlegu þróun að halla sér frekar að vínylplötunum. Þær eru nú um 10 prósent af tónlistarmarkaði hérlendis. Það sem heillar ekki síst við vínyl-inn er hversu mikil athöfn það er að hlusta á tónlistina, handleika plöturnar og skoða umslögin. Kjarninn mælir með því að sem flestir komi sér upp góðum plötuspilara og plötum!
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.