Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Nýjustu hagvaxtartölur Hagstofu Íslands eru um margt sláandi. Við skulum samt byrja á því að rifja upp hagvaxtarspá Hagstofu Íslands frá 14. nóvember. Samkvæmt henni verður hagvöxturinn á árinu 2,7 prósent. Hinn 5. desember sendi Hagstofan frá sér nýjar tölur um hagvöxt í hagtíðindum, þar sem kom fram að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins hefði verið 0,5 prósent og hann hefði verið neikvæður um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi. Miðað við þetta bendir fátt til þess að spáin frá því fyrir þremur vikum rætist. Raunar er það afar ólíkilegt. Hvernig stendur á þessum misvísindi upplýsingum frá Hagstofunni með þessu þriggja vikna tímabili? Byggir spáin ekki á gögnum hagstofunnar? Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.