Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Ludwigsburg

DSCF3760-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Þetta var meist­ara­legur dag­ur, alveg meist­ara­leg­ur. Ég vakn­aði örugg­lega tvö, en það gæti hafa verið fjög­ur. Nei það var tvö. Ég var síð­astur á fæt­ur, rétt eftir Þrába og þá voru allir komnir í skóna. Björn heitir maður og skrifar fyrir hið virta tíma­rit Metal Hammer þeirra Þjóð­verja. Hann hefur fylgt túrnum eftir í þrjá daga og ætlar að skilja eftir sig þriggja síðna grein um allt sam­an. Sá er afskap­lega ágætur og strák­arnir höfðu haft við hann alls­konar sam­skipti síð­ustu daga, Jón Geir fór fram­ar­lega í að hella hann fullan í gær og/eða fyrra­dag, hann hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er sjálfur frá Stutt­gart sem er ekki nema örfáa tug­kíló­metra frá hvar við erum nú og hafði boð­ist til að sýna okkur Lud­wigs­burg. Og það þáðum við í dag. Þetta var svo sem ekki flókið eða inni­halds­mikið en dag­ur­inn var afskap­lega góð­ur. Hann fór með okkur á mjög svo þýskan jóla­markað hvar ég fékk mér tvær teg­undir jóla­víns í morg­un­mat. Við röltum svo um og end­uðum á litlum brugg­bar sem sör­ver­aði bæði bjór og gúmmelaði. Og svo héldum við upp á venjú í síð­búið sánd­tékk.

Við höfðum aðeins 40 mín­útur sem var afleiða þess að hávaða má ekki hafa hér fyrr en eftir ákveð­inn tíma á dag­inn á þessum til­tekna stað. Við leystum það verk­efni á raun­tíma og það eina sem tafði okkur var ein­hver örlítil vöm tækni­manna stað­ar­ins sem ann­ars voru nú alveg með á nót­un­um. Við fengum svo svo­lít­inn mat sem bragð­að­ist ágæt­lega og héldum okkar strik. Eitt við­tal tókum við milli tékks og giggs við mann sem tal­aði grun­sam­lega góða íslensku. Sá heitir Gaston Ragn­ar, get­inn af íslenskri móður og lúx­en­búrgskum föð­ur. Þegar ég segi grun­sam­lega meina ég full­komna því ég hefði alveg getað tekið hann fyrir hrein­rækt­aðan Reyk­vík­ing, en hann hefur þó aldrei búið á Íslandi. Sér­lega skemmti­legur maður sem við eyddum tals­verðum tíma með í kvöld. Við­talið var skemmti­legt, útvarps­við­tal fyrir stöð sem ég er auð­vitað búinn að gleyma hvað heit­ir. Og svo skutl­uðum við okkur í gall­ann.

Auglýsing

Giggið var frá­bært. Auð­vitað svo­lítið þýskt og þess­vegna ekki endi­lega allir hopp­andi um gólf­in. Ég átti smá sam­tal eftir allt saman við áður­nefndan Björn, hvers vegna þýskar­inn hefði sig ekki meira í frammi á svona tón­leik­um. Björn vill meina að þau séu spillt. Hér ger­ist svo margt, í hverri ein­ustu borg eru tón­leikar á öllum götu­hornum hvert ein­asta kvöld og þeim finnst þau aldrei vera að missa af neinu. Og attitúdið er: „Skemmtu mér hel­vítið þitt, ég gæti alveg verið ann­ars staðar akkúrat nún­a!“ Og það gerðum við í kvöld.

Þetta var senni­lega eitt best spil­aða gigg sem við höfum átt á túrn­um. Við vorum bara on it. Allt steinlá og við fun­heitir á svið­inu. Áhorf­endur voru skít­kaldir í upp­hafi, en það þurfum við jú að díla við alla daga og fylgir því að vera fyrsta band á svið. (Í febr­úar förum við svo aftur á túr með Elu­veitie, þá sem annað band af þremur og getum ekki skýlt okkur með þess­ari afsök­un, en þetta er nú samt svona.) Fyrsta lag kvölds­ins er og verður allt stíft, kalt og erfitt. Eftir það höfum við 45 mín­útur af fæt­ing til að ná öllum með okk­ur. Og það gerðum við með bravúr í dag. Þetta end­aði frá­bær­lega og við vorum glað­ir, sveittir og full­nægðir eftir allt sam­an, og áhorf­endur líka. Skálmöld upp á sitt besta við fremur erf­iðar aðstæð­ur. Ég held að ég eigi eftir að muna þetta gigg.

Flex, eða Flexi. Þetta er hann. Þið þekkið hann orðið úr pistlunum. Hann er maðurinn sem fær þetta til að hljóma vel. Flex, eða Flexi. Þetta er hann. Þið þekkið hann orðið úr pistl­un­um. Hann er mað­ur­inn sem fær þetta til að hljóma vel.

Og svo duttum við íða. Björn fór mik­inn og er afskap­lega hrif­inn af Skálmöld. Hann er þrjá­tíuog­tveggja ára gam­all, þekkir sitt rokk og hefur gaman af því að vera til. Ég átt­aði mig ekki á því fyrr en í dag en hann var mað­ur­inn sem sendi mér spurn­ingar fyrir við­tal sem birt­ist í áður nefndu tíma­riti Metal Hammer. Það við­tal er mér eft­ir­minni­legt því það var mjög skemmti­legt og inni­halds­ríkt, spurn­ingar frá manni sem hafði greini­lega kynnt sér málin og hafði skoð­un. Það rím­aði svo aftur við per­sónu­leik­ann. Hann var vissu­lega skemmi­legur túr­gæd í dag en ekki síður góður drykkju­fé­lagi í kvöld. Hann hafði uppi háleit plön um að ná síð­asta strætó heim, en hann er frá Stutt­gart sem er í allra næsta nágrenni. Við klúðruðum því vilj­andi fyrir honum með íslensku áfengi og skemmti­legum félags­skap. Við Halli kvöddum hann úti á plani fyrir stuttu síðan ásamt Gaston Ragn­ari sem ætl­aði á fá far með leigubílnum. Leigu­bílnum sem Metal Hammer borg­ar. Gott kvöld og góður dagur með miklum meist­ur­um.

Einn enn langar mig að nefna. Hér mætti maður að nafni Ron Merz. Sá er einn af ótrú­lega mörgum Barna Loka sem mætir á gigg á þessum túr. Börn Loka er aðdá­enda­klúbbur Skálmaldar sem rek­inn er heiman frá, félags­skapur sem við höfum lítil afskipti af en hefur verið rek­inn með stór­kost­leg­heitum af mjög góðu fólki frá upp­hafi. Þar eru í meiri­hluta Íslend­ingar en þónokkuð margir útlend­ingar líka. Ron þessi hefur verið sýni­legur í klúbbnum á lok­uðu Face­book-­svæði í all­nokkurn tíma og við höfum raunar hitt hann áður. Ég man bara ekki alveg hvar. Í þetta skipti mætti hann með gjafir því hann heldur úti hljóm­sveit sem hann nefni Bloodred og þarna gaf hann okkur tveggja laga demó­plötu hverj­um. Við áttum gott spjall og þar fer drengur góð­ur. Ég ætla að tékka á plöt­unni hans á eft­ir.

Klukkan er 1.30, helstu sam­ferða­menn dags­ins farnir heim og við allir í rútu. Nei, Baldur er úti að tala í sím­ann. Ég er búinn að heyra tvær tíma­setn­ingar fyrir brott­för, tvö og þrjú. Það gildir einu svo sem. Halli og Þráb eru í koju, Jón Geir er á brók­inni og því von­andi á sömu leið, Flexi og Böbbi spila Mana­ger og Robert er sof­andi. Flexi er að agitera fyrir Kana. Ég er til, svo mikið er víst. Baldur fékk óvæntar gjafir frá Rúss­un­um, eina Jack og eina rauð­vín. Hann seg­ist auk­in­heldur vera klár í að ganga í Halla­stað í Kan­an­um. Hann getur samt ekk­ert held ég. Þetta veltur á Böbba núna, hann er í ein­hverjum væl yfir þreytu. Almennt eru skeytin góð úr her­búðum Skálmaldar og ekki yfir nokkru að kvarta.

Meist­ara­legt dag­ins: Seinni drykk­ur­inn sem við fengum okkur í jóla­þorp­inu hét „Heiβe Oma“. Það útleggst sem „Heit amma“.

Sköll dag­ins: Peber­oni er ekki pepp­er­oni. Flexi fékk pitsu „með græn­um, litum súrpiprum“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None