Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Frá því Hagstofa Íslands birti hagtölur sínar 5. desember, þar sem fram kom að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins hefði verið 0,5 prósent, hefur þögnin frá stjórnmálamönnum, sérstaklega Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni efnahags- og fjármálaráðherra, verið sérkennileg. Þessar tölur komu stjórnmálamönnum í opna skjöldu, og þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að taka þeim. Í stuttu máli hefur hagvöxtur verið órafjarri spám upp á 2,7 til 3,1 prósent, og þetta er órafjarri forsendum fyrir fjárlögum þessa árs og næsta sömuleiðis. Í fjárlagafrumvarpinu voru forsendur fjárlaga 3,4 prósent, og hafa fjárlögin nú verið samþykkt. Spurningin er; finnst stjórnmálamönnum þetta engu máli skipta?
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.