Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Rannsókn eftirlitsins rótin að breytingum?

pallgunnar.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Málefni sem snúa að uppstokkun á eignarhaldi greiðslukorta hafa verið fréttaefni á vef Kjarnans að undanförnu. Eitt af því sem ekki hefur hefur verið svarað nægilega skýrlega er hvar rannsókn Samkeppniseftirlitsins á starfsemi bankanna og aðkomu þeirra að greiðslukortafyrirtækjunum stendur núna. Í ársskýrslu Landsbankans frá árinu 2013, kemur þetta fram: „Í mars 2013 tilkynnti Samkeppniseftirlitið bankanum bráðabirgðamat og niðurstöður sínar í tveimur málum. Fyrra málið varðar ívilnandi skilmála sem Landsbanki Íslands hf. (nú LBI hf.) bauð á árunum 2004-2010 og sem bankinn bauð síðar viðskiptavinum í einstaklingsviðskiptum, sér í lagi í tengslum við húsnæðislán. Landsbankinn skilaði svari sínu í júní 2013 og hafnaði öllum ásökunum um brot á samkeppnisreglum. Bankinn hefur ekki upplýsingar um hvenær Samkeppniseftirlitið muni grípa til frekari aðgerða í málinu en hefur lýst vilja sínum til að ganga til viðræðna. Seinna málið snýst aðallega um meinta aðild Landsbanka Íslands hf. (nú LBI hf.) og síðar bankans um það hvernig ákvarðanir voru teknar um milligjöld greiðslukorta. Bankinn skilaði svari sínu í júní 2013 og hafnaði öllum ásökunum um brot á samkeppnisreglum. Bankinn og Samkeppniseftirlitið hafa fundað nokkrum sinnum til að reyna að leita leiða til að útkljá málið.“ Samkvæmt svörum frá bankanum þá á þetta allt við ennþá, ekkert hefur breyst. Getur verið að þetta sé undirliggjandi ástæða þess að farið er hratt í þessa eignasölu á hlutnum í Borgun, til valinna fjárfesta, og nú sé unnið að sölu á 38 prósent hlut í Valitor? Það á væntanlega eftir að koma í ljós. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um þetta frá Samkeppniseftirlitinu og svarið þaðan var þetta. „Ég get því miður ekki tjáð mig um þetta á þessu stigi,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, í samtali við Kjarnann. Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None