Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Samfylking „elítunnar“ ekki í stéttabaráttunni

--P--.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Læknar eru enn í verkfalli, tónlistarkennarar líka, háskólaprófessorar eru á leið í verkfall að óbreyttu og framundan eru erfiðar kjarasamningsviðræður. Einhverra hluta vegna er Samfylkingin, sem á að heita flokkur jafnaðarmennsku og félagshyggju, með sterk tengsl við verkalýðsforystuna og hagsmunasamtök opinberra starfsmanna, gjörsamlega lömuð í þessum aðstæðum.

Í það minnsta er það mat bréfritara að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, hafi lítið þurft að hafa fyrir því að tjá sig um þessi mál út á við og hafa stjórn á pólitískri atburðarás þess. Jafnvel þó fjölmenn mótmæli eigi sér stað, þar sem stöðu mála er mótmælt kröftuglega, þá er stjórnarandstaðan ekki með neinn byr í seglin.

Auglýsing

Samfylkingin er þar sérstaklega slöpp. Hún er alltaf að eyða púðri í Evrópusambandið þrátt fyrir að löngu sé ljóst að það er ekki pólitískur möguleiki að Ísland verði hluti af því í nánustu framtíð. Sá möguleiki er órafjarri (og vel hugsanlegt að það hafi verið mikill pólitískur afleikur hjá Samfylkingunni að beita sér fyrir inngöngu og sækja um aðild, með veikan stuðning. Það hefur kannski grafið enn meira undan möguleikanum á því að aðildarviðræður verði einhvern tímann lykta leiddar). Af þeim sökum ætti flokkurinn að koma sér fyrir meðal þeirra stétta sem eru að berjast fyrir betri kjörum og aðstöðu, jafnvel þó að það sé mat forystu flokksins að langtímahagsmunir heildarinnar séu best tryggðir með ESB aðild. En það gerir hann ekki, nema að veikum mætti. Samfylkingin hefur yfirbragð elítu-flokks með litla tengingu við fólkið á gólfinu. Allt hjálpar þetta ríkisstjórninni að koma sínum stefnumálum áfram. Hin pólitíska fyrirstaða er lítil sem engin. Einhverra hluta vegna...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None