Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Madríd

DSCF3481.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Madríd


Tvennt sem þarf að hreinsa upp. Ég er búinn að hugsa þetta talsvert með Hross í oss sem ég horfði á í flugvélinni (sjá fyrstu færslu þessa túrbloggs). Þessi mynd er meistarasnilld. Alger. Hún er fullkomlega frábær. Og hitt: Þegar ég sagði að við ættum að lauma sprengju í tankinn á sendbílnum sem ferjar trommupallinn hans Merlin; það gengur alls ekki. Þegar við drukkum þessar 13 rauðvínsflöskur sem rætt var um í Barcelona deildum við víninu með síðgráhærðum meistaramanni yfir miðjum aldri sem keyrir þann bíl. Hann er rokkari af lífi og sál og hefur unnið við geirann í sennilega hartnær hálfa öld. Uppáhaldshljómsveitin hans er Krokus. Það þarf nú ekki mikið meira til. Við þurfum að finna aðra leið til þess að tortíma trommugeimskipinu hans Merlin.

DSCF3665 copy Baldur Ragnarsson er hér, í öllu sínu veldi. Eða svona mest öllu.

Ég fór næstsíðastur að sofa í gær. Þá var Baldur á brókinni að leika apa. Robert fannst það nú bara mestmegnis skemmtilegt, alveg þangað til litli bróðir fór að hanga í gírstönginni. Þá fór ég að sofa og klukkan var sirka eitt. Baldur sagði mér í dag að hann hefði farið í koju undir fjögur. Ég hef engin smáatriði en vonandi hefur Robert tekið Tarzan-leiknum vel. Við komumst allavega lifandi á leiðarenda.

Auglýsing

Ég svaf lengi. Ég var alveg grjótaður framan af en vaknaði um átta til að pissa. Þá var albjart, rútan stopp og enginn á ferli. Ég fór út og slakaði af mér og horfði út á ljómandi fallegan akur. Næst vaknaði ég við gíraskak í Madridar-borg og klukkan langt eftir hádegi. Við áttum í örlitlum erfiðleikum með að finna tónleikastaðinn, Robert orðinn pínu ferðaþreyttur og stefnulaus símtöl Böbba við tónleikahaldara, sem töluðu ekkert af þeim tungumálum sem við skiljum þokkalega, skiluðu sama og engu. Þetta endaði nú allt saman ágætlega á endanum, inngangurinn í venjúið reyndar óþolandi og við þurftum að bera hljóðfærin bæði inn og svo aftur út núna í kvöld, óþægilega langa leið.

Þetta var fínt venjú. Við fengum svolitla aðstöðu og ég náði jafnvel interneti um stund. Staðurinn var ágætlega búinn en sviðið var ofboðslega lítið. Fljótt á litið fannst mér hálfómögulegt að ætla að við myndum komast þarna fyrir. Og þó hafði Merlin sleppt því að setja upp trommupallinn. Deeeeeeeeejók! Trommupallurinn var þarna sem aldrei fyrr og át upp svo sem 62% af sviðinu. Ég vildi óska að ég væri að ýkja mikið með þessi hlutföll en svona óskaplegt er þetta nú samt. Við redduðum þessu öllu saman með því að þröngva mónitorunum fram á bassaboxin sem stóðu framundan sviðsbrúninni. Sviðshænan sem stóð í stórræðum við að tengja allskonar snúrur, mæka og dærektbox, fékk aðeins að kenna á Flexanum þegar hún var ekki fullkomlega með á nótunum. Það endaði þó allt í ljómandi bróðerni því lókalfólkið var allt af vilja gert og stóð vaktina af eldmóði. Til að mynda nálgaðist okkur náungi, léttur sem hind á vordegi, og vildi fá að hengja upp bakkdroppið fyrir okkur. Við tókum því vitanlega fagnandi. Hann var rétt að klára þá aðgerð þegar við stigum niður af sviðinu eftir hljóðprufuna. Þá gæfði yfir sviðið, í fallegri spegilskrift, fáni með áletruninni DLÖMLÁKS. Það var of fyndið til þess að breyta því og umrædd hind veit sennilega ekki enn að eitthvað hafi klikkað. Hljómsveitin Dlömláks lék fyrir dansi í kvöld. Eða reyndar eiginlega ekki. Trommupalluinn hans Merlin hefur nefnilega tvo svona risastóra hliðarvængi sem teygja sig hátt til lofts og eru brúkaðir undir leiktjöld þeirra Eluveitie-krakka. Þeir skyggja svolítíð mikið á baktjaldið okkar hvert einasta kvöld. Sannasta sagna vorum við hljómsveitin ÖMLÁ í kvöld. Og þá væntanlega ÁLMÖ á morgun. Nema að hindin mæti til leiks á ný.

DSCF3554 copy Hér eru átta hljóðfæraleikarar á sviðinu. Þungarokkið í allri sinni dýrð.

Giggið var alveg ljómandi. Spánverjar eru skemmtilegir. Við spiluðum fyrir fullu húsi og ég held bara að allir hafi skemmt sér mjög vel. Þetta var eiginlega alveg meistaralegt gigg. Þetta var akkúrat svona gigg þar sem við sjáum til þess að stóru böndin eigi erfitt með að koma á eftir okkur. Ég var stoltur af bandinu mínu eftir þetta gigg. Þegar svona gengur erum við besta band í heimi. Aldrei slakað á og allt lagt undir.

Við fengum heimsókn. Svo óskaplega mikilvæga heimsókn. Yngvi Leifsson, Húsvíkingur og stórvinur okkar, mætti í stuðinu í. Hann á heima á Spáni en lagði á sig talsverða ferð til þess að sækja okkur til Madrid. Hafi fólk lagt bloggfærslurnar frá því í fyrra á minnið má finna munstur því hann gerði slíkt hið sama þá. Yngvi, sem við köllum gjarnan Lopa í daglegu tali, er alvöru vinur okkar og mér þótti alveg óskaplega gaman að hitta hann. Það er þetta með fólkið sem breytir manni, þó ekki sé nema að litlu leyti, á lífsleiðinni. Við fórum svo saman út að borða, örlítið í bjór og allskonar. Lopi segist vera að leita fyrir sér undir nafninu Lopez hér á Spáni. Það er fyndið.

Já, rótið af tónleikastaðnum var svo bara svipað óþolandi og rótið inn. Við þurftum að rölta með okkar hafurtask í rútuna og þar kvöddum við Lopann með virktum. Nú er klukkan 1:21 og við höfum verið á keyrslunni í kannski klukkutíma. Framundan er Toulouse og þangað er langur akstur. Robert sáum við lítið eða ekkert í dag, hann stakk af og eyddi deginum með vini sínum. Við vorum nú rétt í þessu að stoppa í vegasjoppu og erum allir vakandi. Hér hljómar misgáfuleg tónlist og við erum allir vakandi. Þetta er lífið og hér er gaman.

Jámm, núna er ég búinn að pissa og við lagðir af stað aftur, Robert tók olíu og við burstuðum allir tennurnar. Baldur hélt uppteknum hætti og brenndi á sokka sem hann fann á rútugólfinu. Hann hengir þá á trommukjuða og kveikir í með táknrænum hætti. Við erum allir í rútu og erum að leggja í hann aftur. Ég, Baldur, Gunni og Jón eru frammi, hinir eru farnir í koju. Gunni var að kveikja á Bad Religion. Ég ætla að drekka pínu meira.

Meistaralegt dagsins: Lopinn.

Sköll dagsins (samt ekki): DLÖMLÁKS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None