Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Sigríður Mogensen hagfræðingur skrifaði skeleggan pistil um stöðu mála þegar kemur að fjármagnshöftunum á vef Kjarnans í gær. Þar eru listaðar upp mögulegar leiðir út úr fjármagnshöftunum. Í greininni segir meðal annars. „Sú aðferðarfræði sem verður fyrir valinu við afnám hafta má ekki ráðast af hagsmunum einstakra hópa á kostnað almannahagsmuna. Ef Ísland ætlar ekki að dragast frekar aftur úr öðrum löndum í lífskjörum og velferð verður að huga að áhrifum afnáms á almenn launakjör, ríkisfjármálin og verðbólgu. Þröngir sérhagsmunir mega ekki ráða för.“ Þetta er vel að orði komist hjá Sigríði. Vonandi munu stjórnvöld hafa þetta bak við eyrað þegar kemur að því að hrinda því í framkvæmd að afnema eða rýmka fjármagnshöftin.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.