Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Stjórnmálamenn að rífa niður RÚV án stefnu

R--v-2.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og þingflokkar stjórnarflokkanna sem heild, virðast hafa einbeittan vilja til þess að skera niður fjárframlög til RÚV. Á næstu nítján dögum mun koma í ljós hvernig fjárlögin verða afgreidd, en margt bendir til þess að útvarpsgjaldið verði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur 1. janúar og svo skert í 16.400 krónur árið 2016. Bréfritari fær ekki betur séð, en að þetta þýði niðurfellingu á þjónustu RÚV sem ekki er víst að stjórnmálamenn átti sig á hversu mikil er, þar sem þessi aðgerð heggur beint inn í grunnreksturinn. Þetta samsvarar því að Rás 1 og Rás 2 verði svo gott sem alveg lagðar niður í heild sinni, starfsfólki fækkað hjá öllum deildum og þjónustan stórlega skert í sjónvarpi.

Það sem er verst í þessu, og veldur áhyggjum, er að stjórnvöld með mennta- og menningarmálaráðherrann Illuga Gunnarsson fremstan í flokki hafa ekki mótað neina heildstæða og djúpa stefnu um hverju þessar breytingar eiga að skila og hvernig þær samræmast lögbundnu hlutverki. Í versta falli geta svona aðgerðir aukið kostnað, og grafið undan menningarlegu hlutverki RÚV. Það hafa komið fram sannfærandi hagfræðileg rök fyrir mikilvægi menningarstarfsemi og opinbers stuðnings við hana, meðal annars frá Dr. Ágústi Einarssyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð, ekki síst þegar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var formaður hans, stutt við menningarstarfsemi af ýmsu tagi og talað fyrir mikilvægi hennar. Á þetta hefur Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, bent. Nú virðist hafa orðið mikil breyting á, meðal annars með tilkomu nýrrar kynslóðar Sjálfstæðismanna. Svo virðist sem stjórnarflokkarnir líti svo á, að RÚV eigi ekki að starfa eftir núgildandi lögum heldur eigi það að vera mun minna að umfangi og þessar breytingar eigi að keyra í gegn, gegn vilja listamanna og fólks sem starfar við menningarstarfsemi. Þetta gæti reynst stjórnarflokkunum dýrkeypt, og hrint af stað atburðarrás sem erfitt er að sjá hvernig endar...

Auglýsing

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None