Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Stjórnmálamenn að rífa niður RÚV án stefnu

R--v-2.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og þing­flokkar stjórn­ar­flokk­anna sem heild, virð­ast hafa ein­beittan vilja til þess að skera niður fjár­fram­lög til RÚV. Á næstu nítján dögum mun koma í ljós hvernig fjár­lögin verða afgreidd, en margt bendir til þess að útvarps­gjaldið verði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur 1. jan­úar og svo skert í 16.400 krónur árið 2016. Bréf­rit­ari fær ekki betur séð, en að þetta þýði nið­ur­fell­ingu á þjón­ustu RÚV sem ekki er víst að stjórn­mála­menn átti sig á hversu mikil er, þar sem þessi aðgerð heggur beint inn í grunn­rekst­ur­inn. Þetta sam­svarar því að Rás 1 og Rás 2 verði svo gott sem alveg lagðar niður í heild sinni, starfs­fólki fækkað hjá öllum deildum og þjón­ustan stór­lega skert í sjón­varpi.

Það sem er verst í þessu, og veldur áhyggj­um, er að stjórn­völd með mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Ill­uga Gunn­ars­son fremstan í flokki hafa ekki mótað neina heild­stæða og djúpa stefnu um hverju þessar breyt­ingar eiga að skila og hvernig þær sam­ræm­ast lög­bundnu hlut­verki. Í versta falli geta svona aðgerðir aukið kostn­að, og grafið undan menn­ing­ar­legu hlut­verki RÚV. Það hafa komið fram sann­fær­andi hag­fræði­leg rök fyrir mik­il­vægi menn­ing­ar­starf­semi og opin­bers stuðn­ings við hana, meðal ann­ars frá Dr. Ágústi Ein­ars­syni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur alla tíð, ekki síst þegar Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, var for­maður hans, stutt við menn­ing­ar­starf­semi af ýmsu tagi og talað fyrir mik­il­vægi henn­ar. Á þetta hefur Bene­dikt Erlings­son, leik­ari og leik­stjóri, bent. Nú virð­ist hafa orðið mikil breyt­ing á, meðal ann­ars með til­komu nýrrar kyn­slóðar Sjálf­stæð­is­manna. Svo virð­ist sem stjórn­ar­flokk­arnir líti svo á, að RÚV eigi ekki að starfa eftir núgild­andi lögum heldur eigi það að vera mun minna að umfangi og þessar breyt­ingar eigi að keyra í gegn, gegn vilja lista­manna og fólks sem starfar við menn­ing­ar­starf­semi. Þetta gæti reynst stjórn­ar­flokk­unum dýr­keypt, og hrint af stað atburð­ar­rás sem erfitt er að sjá hvernig end­ar...

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None