Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Stjórnmálamenn að rífa niður RÚV án stefnu

R--v-2.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og þing­flokkar stjórn­ar­flokk­anna sem heild, virð­ast hafa ein­beittan vilja til þess að skera niður fjár­fram­lög til RÚV. Á næstu nítján dögum mun koma í ljós hvernig fjár­lögin verða afgreidd, en margt bendir til þess að útvarps­gjaldið verði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur 1. jan­úar og svo skert í 16.400 krónur árið 2016. Bréf­rit­ari fær ekki betur séð, en að þetta þýði nið­ur­fell­ingu á þjón­ustu RÚV sem ekki er víst að stjórn­mála­menn átti sig á hversu mikil er, þar sem þessi aðgerð heggur beint inn í grunn­rekst­ur­inn. Þetta sam­svarar því að Rás 1 og Rás 2 verði svo gott sem alveg lagðar niður í heild sinni, starfs­fólki fækkað hjá öllum deildum og þjón­ustan stór­lega skert í sjón­varpi.

Það sem er verst í þessu, og veldur áhyggj­um, er að stjórn­völd með mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Ill­uga Gunn­ars­son fremstan í flokki hafa ekki mótað neina heild­stæða og djúpa stefnu um hverju þessar breyt­ingar eiga að skila og hvernig þær sam­ræm­ast lög­bundnu hlut­verki. Í versta falli geta svona aðgerðir aukið kostn­að, og grafið undan menn­ing­ar­legu hlut­verki RÚV. Það hafa komið fram sann­fær­andi hag­fræði­leg rök fyrir mik­il­vægi menn­ing­ar­starf­semi og opin­bers stuðn­ings við hana, meðal ann­ars frá Dr. Ágústi Ein­ars­syni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur alla tíð, ekki síst þegar Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, var for­maður hans, stutt við menn­ing­ar­starf­semi af ýmsu tagi og talað fyrir mik­il­vægi henn­ar. Á þetta hefur Bene­dikt Erlings­son, leik­ari og leik­stjóri, bent. Nú virð­ist hafa orðið mikil breyt­ing á, meðal ann­ars með til­komu nýrrar kyn­slóðar Sjálf­stæð­is­manna. Svo virð­ist sem stjórn­ar­flokk­arnir líti svo á, að RÚV eigi ekki að starfa eftir núgild­andi lögum heldur eigi það að vera mun minna að umfangi og þessar breyt­ingar eigi að keyra í gegn, gegn vilja lista­manna og fólks sem starfar við menn­ing­ar­starf­semi. Þetta gæti reynst stjórn­ar­flokk­unum dýr­keypt, og hrint af stað atburð­ar­rás sem erfitt er að sjá hvernig end­ar...

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None