Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Stjórnmálamenn að rífa niður RÚV án stefnu

R--v-2.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og þingflokkar stjórnarflokkanna sem heild, virðast hafa einbeittan vilja til þess að skera niður fjárframlög til RÚV. Á næstu nítján dögum mun koma í ljós hvernig fjárlögin verða afgreidd, en margt bendir til þess að útvarpsgjaldið verði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur 1. janúar og svo skert í 16.400 krónur árið 2016. Bréfritari fær ekki betur séð, en að þetta þýði niðurfellingu á þjónustu RÚV sem ekki er víst að stjórnmálamenn átti sig á hversu mikil er, þar sem þessi aðgerð heggur beint inn í grunnreksturinn. Þetta samsvarar því að Rás 1 og Rás 2 verði svo gott sem alveg lagðar niður í heild sinni, starfsfólki fækkað hjá öllum deildum og þjónustan stórlega skert í sjónvarpi.

Það sem er verst í þessu, og veldur áhyggjum, er að stjórnvöld með mennta- og menningarmálaráðherrann Illuga Gunnarsson fremstan í flokki hafa ekki mótað neina heildstæða og djúpa stefnu um hverju þessar breytingar eiga að skila og hvernig þær samræmast lögbundnu hlutverki. Í versta falli geta svona aðgerðir aukið kostnað, og grafið undan menningarlegu hlutverki RÚV. Það hafa komið fram sannfærandi hagfræðileg rök fyrir mikilvægi menningarstarfsemi og opinbers stuðnings við hana, meðal annars frá Dr. Ágústi Einarssyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð, ekki síst þegar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var formaður hans, stutt við menningarstarfsemi af ýmsu tagi og talað fyrir mikilvægi hennar. Á þetta hefur Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, bent. Nú virðist hafa orðið mikil breyting á, meðal annars með tilkomu nýrrar kynslóðar Sjálfstæðismanna. Svo virðist sem stjórnarflokkarnir líti svo á, að RÚV eigi ekki að starfa eftir núgildandi lögum heldur eigi það að vera mun minna að umfangi og þessar breytingar eigi að keyra í gegn, gegn vilja listamanna og fólks sem starfar við menningarstarfsemi. Þetta gæti reynst stjórnarflokkunum dýrkeypt, og hrint af stað atburðarrás sem erfitt er að sjá hvernig endar...

Auglýsing

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None