Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Stjórnmálamenn eru á margan hátt svolítið merkilegt fyrirbæri. Þeir koma stundum fram og segja ganginn í efnahagsmálum vera góðan núna og svo bæta þeir við; „okkur hefur tekist...“ sem síðan endar með ályktun um að þetta sé meira og minna stjórnmálamönnunum að þakka. Að mati bréfritara er þetta alrangur hugsunarháttur og um margt sérstök blinda á það hvernig hagkerfið virkar. Það stendur og fellur með því hvernig fyrirtækjum reiðir af, hvernig starfsfólk hagar sinni vinnu og hvaða ákvarðanir eru teknar í rekstrinum. Ytri skilyrði skipta litlu máli samanborið við einstakar ákvarðanir starfsmanna fyrirtækja. Oftar en ekki er það tóm vitleysa í stjórnmálamönnum þegar þeir segja; „okkur hefur tekist“. Þeir ættu frekar að venja sig á að segja að fólkinu í landinu hafi tekist að halda vel á spöðunum. Það eru réttari og betri skilaboð...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.