Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Dublin

DSCF3859.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Gazz svaf ekki í rút­unni okk­ar. Hann fór heim að sofa. Hins­vegar hringdi sím­inn minn klukkan hálf­tíu þegar ég var með­vit­und­ar­laus í flet­inu og þar hljóm­aði þessi und­urfagra rödd, bara svona rétt til að tékka á því hvort við hefum nokkuð farið á undan hon­um. Ég stakk höfð­inu undan tjald­inu og sá að við höfðum hvergi færst. Gazz var kom­inn á stað­inn tæp­lega hálf­tíma síð­ar, við sem höfðum þá náð að rífa okkur á lappir fórum með honum á stað sem seldi óþarf­lega hefð­bund­inn morg­un­mat og síðan skomberuðum við aftur í rútu. Og keyrðum til Dublin.

Leiðin var afskap­lega græn og vot. Írland, sem og Norð­ur­-Ír­land, eru mest­megnis græn engi og hólar og ein­hvern­veg­inn alveg eins og maður gæti ímyndað sér. Við höfum reyndar komið áður hingað til Írlands, en nyrðri part­ur­inn er svæði sem ég get nú loks­ins krossað við. Belfast er mjög ofar­lega á ferða­laga­lista fram­tíð­ar­inn­ar, svo mikið er víst.

Auglýsing

Síminn maður. Síminn. Sím­inn mað­ur. Sím­inn.

Nú sit ég og skrifa þetta í rút­unni sem stendur í myrkv­uðum rútu­bíla­garði á bryggjum Dyfl­inn­ar. Klukkan er 2.58 og við nýkomnir til baka eftir óskap­lega vel­heppn­aðan og góðan dag. Ég er þétt­fullur og raunar búinn að sötra síðan skömmu eftir áður­nefndan árbít. Gazz átti þennan dag skuld­laust og leiddi okkur um allt. Aðstæður á tón­leika­staðnum voru svo að hvergi var hægt að leggja rút­un­um. Þannig slök­uðum við okkur eins nálægt og hægt var, rifum upp hler­ana á kerrunni og skófl­uðum dót­inu okkar inn. Robert hélt svo í burt og sást lítið sem ekk­ert í dag. Gar­eth er hér öllum hnútum kunn­ugur og leiddi okkur þangað sem hug­ur­inn girntist. Við þurftum svo sem ekki fara langt og sátum á nær­liggj­andi knæpu þar til sánd­tékk hófst. Sánd­tékk sem gekk með öllum ágætum og þar var helst hægt að þakka lókal­fólk­inu sem var með allt sitt á hreinu. Bleik­hærð stelpa sem sá um að allt væri í lagi á svið­inu var með allt á krist­al­tæru, aðstoð­aði okkur í hvítetna, tengdi snúrur og reif kjaft. Við kláruðum þetta allt saman á met­tíma.

Giggið var tíma­sett óvenju snemma og ég rétt náði að hlaupa út til að kaupa mér brauðpramma­sneið áður en ég skutl­aði mér í föt­in. Og svo bara drött­uð­umst við á svið eins og alla aðra daga. Stað­ur­inn var frekar lít­ill, krá­dið alveg þokka­lega þétt þegar við byrj­uðum að spila og þétt­ist svo til muna þegar á leið. Þetta var alveg ljóm­andi gigg. Það sem ég vil helst af öllu nefna er að ég heyrði sér­lega vel í Þráni þar sem ég stóð á svið­inu. Ég hef lengi vitað að mað­ur­inn sá kann að taka gít­ar­sóló. Löng, flókin og hávaða­söm með mörgum nót­um. En í kvöld náði hann senni­lega að toppa sig alger­lega. Eða ekki. Kannski heyri ég bara ekki nógu vel í honum dags dag­lega, en hann virð­ist vera hættur að halda sig við þá staði þar honum hafði upp­haf­lega verið úthlut­að. Hann drullar þessum sól­óum bara þar sem honum sýn­ist. Og það er alger­lega meist­ara­legt!

Eftir giggið héldum við svo í bæj­ar­ferð undir styrkri hand­leiðslu Gazz. Robert hafði þurft að leggja bílnum hér niðri á höfn og við vorum upp á okkur sjálfa komnir með að koma okkur í rútu. Það útheimti slurk af sjálf­stæðri hugs­un, nokkru sem maður þarf almennt ekki að nota á svona túr­um. Yfir­leitt snýst þetta um það eitt að mæta þangað sem fyrir mann er lagt, þegar planið segir til um það og þá er allt jafnan í seil­ing­ar­fjar­lægð. Ég er ekki að segja að einn leigu­bíll hafi sett ver­öld­ina á hlið­ina en þó er merki­legt að finna hversu vana­fastur maður getur orðið á svona stuttum tíma. Eftir eitt afskap­lega illa ígrundað stopp á hávaða­sömum pöbb fundum við alveg ágætt ver­elsi. Flexi hafði þá reyndar stungið af og farið í bíó og Þrábi heldur hvergi nálægur því hann hafði not­fært sér snemm­ferð í rútu. Við hinir sett­umst niður og drukk­um.

Jón Geir trommari í lopapeysu. Jón Geir trommari í lopa­peysu.

Írar þykja mér skemmti­leg­ir. Tvö dæmi. Númer eitt: Ég fór á bar­inn og bað um þrjá Guinness. Meðan glösin voru að taka sig átti ég afskap­lega skemmti­legt spjall við mið­aldra bar­þjón­inn sem hafði skoðun og áhuga á öllu. Eftir þessar örfáu mín­útur vissi hann nákvæm­lega hvaðan ég kom, hvað ég vildi og væri að gera hér. Svo rétti hann mér glösin þrjú yfir bar­borðið og sagði með gull­fal­legum hreim: „Here you go, 3 of the best Pints you will ever have!“ Og ég bara trúði hon­um. Og svo númer tvö: Stuttu seinna lagði ég leið mína í átt að kló­sett­unum til að skila af mér. Aðstaðan var ekki stór og svo fór að ég lenti í bið með öðrum manni. Sá var rið­vax­inn og skeggj­að­ur. Frammi í almenn­ingi hljóm­aði stef sem margir þekkja, í það minnsta þekktum við þetta báðir og blístr­uðum í hálfum hljóð­um. Svo grynnk­aði á röð­inni, við stigum báðir upp á hland­skál­arnar og slök­uðum af okk­ur. Og báðir blístrandi. Erindið klárað­ist þarna um mið­bikið og náði hámarki. Við báð­ir, alger­lega ókunn­ugir og með hendur á því heilaga, snerum and­litum saman og sögðum með nokk­urri festu: TEKÍLA! Svo nikk­uðum við hvorn ann­an, klárðum að pissa, þvoð­um, þurrk­uðum og héldum svo að okkar borð­um. Írar. Meist­ara­snill­ing­ar.

Eftir þetta þvæld­umst við um bæinn með Gazz, end­uðum á hót­el­bar hvar við drukkum okkar hinstu kollu. Ég gaf honum griffl­urnar mínar í kveðju­skyni, griffl­urnar sem mamma prjón­a­ði. Allir sem koma nálægt mömmu eiga griffl­ur. Við systk­inin eru vina­mörg og leggjum leiðir okkar oft norður til Húsa­víkur hvar mamma hýsir yfir­leitt þá sem eru á ferð­inni. Og allir fá griffl­ur. Þannig eiga senni­lega svo að segja allir þung­arokk­arar Íslands grifflur í dag. Og svo miklu fleiri. Og núna Gazz.

Við kvöddum Gazz inni­lega með þeim orðum að hann myndi fljót­lega nýta sér nýtil­komið bein­flugs­fyr­ir­komu­lag milli Kefla­víkur og Belfast. Ég treysti því að ég sjái hann á nýja árinu. Við fundum okkur taxa sem rúm­aði okkur alla og inni­hélt bíl­stjóra sem var til að ræða allt og ekk­ert. Sá kom okkur hingað niður á bryggju þar sem ég sit núna og skrifa. Allir eru sofn­aðir nema Jón sem drekkur ein­hvern und­ar­legan gos­drykk og borðar enn skrýtn­ara snakk sem hann keypti í sjopp­unni hér fyrir utan. Þetta hefur hann gert frá því á man eftir hon­um. Hann kaupir það skrýtn­asta sem hann sér, mat og drykk, og tekur svo afleið­ing­unum með óraun­veru­lega jákvæðu hug­ar­fari. Hann hitti ágæt­lega á í kvöld. Gosið er reyndar full­komið drasl, en þetta beikonsnakk er ekki svo slæmt. Í það minnsta ekki miðað við ástand.

Klukkan er 3.36 og við slökum bílnum inn í ferju klukkan átta. Ég veit barasta ekki hvar sú ferja lendir eða hversu langan tíma tekur að sigla. Ég veit bara að við spilum í Bristol á morg­un.

Meist­ara­legt dags­ins: Írar.

Sköll dags­ins: Vakna snemma.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None