Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Dublin

DSCF3859.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Gazz svaf ekki í rútunni okkar. Hann fór heim að sofa. Hinsvegar hringdi síminn minn klukkan hálftíu þegar ég var meðvitundarlaus í fletinu og þar hljómaði þessi undurfagra rödd, bara svona rétt til að tékka á því hvort við hefum nokkuð farið á undan honum. Ég stakk höfðinu undan tjaldinu og sá að við höfðum hvergi færst. Gazz var kominn á staðinn tæplega hálftíma síðar, við sem höfðum þá náð að rífa okkur á lappir fórum með honum á stað sem seldi óþarflega hefðbundinn morgunmat og síðan skomberuðum við aftur í rútu. Og keyrðum til Dublin.

Leiðin var afskaplega græn og vot. Írland, sem og Norður-Írland, eru mestmegnis græn engi og hólar og einhvernveginn alveg eins og maður gæti ímyndað sér. Við höfum reyndar komið áður hingað til Írlands, en nyrðri parturinn er svæði sem ég get nú loksins krossað við. Belfast er mjög ofarlega á ferðalagalista framtíðarinnar, svo mikið er víst.

Auglýsing

Síminn maður. Síminn. Síminn maður. Síminn.

Nú sit ég og skrifa þetta í rútunni sem stendur í myrkvuðum rútubílagarði á bryggjum Dyflinnar. Klukkan er 2.58 og við nýkomnir til baka eftir óskaplega velheppnaðan og góðan dag. Ég er þéttfullur og raunar búinn að sötra síðan skömmu eftir áðurnefndan árbít. Gazz átti þennan dag skuldlaust og leiddi okkur um allt. Aðstæður á tónleikastaðnum voru svo að hvergi var hægt að leggja rútunum. Þannig slökuðum við okkur eins nálægt og hægt var, rifum upp hlerana á kerrunni og skófluðum dótinu okkar inn. Robert hélt svo í burt og sást lítið sem ekkert í dag. Gareth er hér öllum hnútum kunnugur og leiddi okkur þangað sem hugurinn girntist. Við þurftum svo sem ekki fara langt og sátum á nærliggjandi knæpu þar til sándtékk hófst. Sándtékk sem gekk með öllum ágætum og þar var helst hægt að þakka lókalfólkinu sem var með allt sitt á hreinu. Bleikhærð stelpa sem sá um að allt væri í lagi á sviðinu var með allt á kristaltæru, aðstoðaði okkur í hvítetna, tengdi snúrur og reif kjaft. Við kláruðum þetta allt saman á mettíma.

Giggið var tímasett óvenju snemma og ég rétt náði að hlaupa út til að kaupa mér brauðprammasneið áður en ég skutlaði mér í fötin. Og svo bara dröttuðumst við á svið eins og alla aðra daga. Staðurinn var frekar lítill, krádið alveg þokkalega þétt þegar við byrjuðum að spila og þéttist svo til muna þegar á leið. Þetta var alveg ljómandi gigg. Það sem ég vil helst af öllu nefna er að ég heyrði sérlega vel í Þráni þar sem ég stóð á sviðinu. Ég hef lengi vitað að maðurinn sá kann að taka gítarsóló. Löng, flókin og hávaðasöm með mörgum nótum. En í kvöld náði hann sennilega að toppa sig algerlega. Eða ekki. Kannski heyri ég bara ekki nógu vel í honum dags daglega, en hann virðist vera hættur að halda sig við þá staði þar honum hafði upphaflega verið úthlutað. Hann drullar þessum sólóum bara þar sem honum sýnist. Og það er algerlega meistaralegt!

Eftir giggið héldum við svo í bæjarferð undir styrkri handleiðslu Gazz. Robert hafði þurft að leggja bílnum hér niðri á höfn og við vorum upp á okkur sjálfa komnir með að koma okkur í rútu. Það útheimti slurk af sjálfstæðri hugsun, nokkru sem maður þarf almennt ekki að nota á svona túrum. Yfirleitt snýst þetta um það eitt að mæta þangað sem fyrir mann er lagt, þegar planið segir til um það og þá er allt jafnan í seilingarfjarlægð. Ég er ekki að segja að einn leigubíll hafi sett veröldina á hliðina en þó er merkilegt að finna hversu vanafastur maður getur orðið á svona stuttum tíma. Eftir eitt afskaplega illa ígrundað stopp á hávaðasömum pöbb fundum við alveg ágætt verelsi. Flexi hafði þá reyndar stungið af og farið í bíó og Þrábi heldur hvergi nálægur því hann hafði notfært sér snemmferð í rútu. Við hinir settumst niður og drukkum.

Jón Geir trommari í lopapeysu. Jón Geir trommari í lopapeysu.

Írar þykja mér skemmtilegir. Tvö dæmi. Númer eitt: Ég fór á barinn og bað um þrjá Guinness. Meðan glösin voru að taka sig átti ég afskaplega skemmtilegt spjall við miðaldra barþjóninn sem hafði skoðun og áhuga á öllu. Eftir þessar örfáu mínútur vissi hann nákvæmlega hvaðan ég kom, hvað ég vildi og væri að gera hér. Svo rétti hann mér glösin þrjú yfir barborðið og sagði með gullfallegum hreim: „Here you go, 3 of the best Pints you will ever have!“ Og ég bara trúði honum. Og svo númer tvö: Stuttu seinna lagði ég leið mína í átt að klósettunum til að skila af mér. Aðstaðan var ekki stór og svo fór að ég lenti í bið með öðrum manni. Sá var riðvaxinn og skeggjaður. Frammi í almenningi hljómaði stef sem margir þekkja, í það minnsta þekktum við þetta báðir og blístruðum í hálfum hljóðum. Svo grynnkaði á röðinni, við stigum báðir upp á hlandskálarnar og slökuðum af okkur. Og báðir blístrandi. Erindið kláraðist þarna um miðbikið og náði hámarki. Við báðir, algerlega ókunnugir og með hendur á því heilaga, snerum andlitum saman og sögðum með nokkurri festu: TEKÍLA! Svo nikkuðum við hvorn annan, klárðum að pissa, þvoðum, þurrkuðum og héldum svo að okkar borðum. Írar. Meistarasnillingar.

Eftir þetta þvældumst við um bæinn með Gazz, enduðum á hótelbar hvar við drukkum okkar hinstu kollu. Ég gaf honum grifflurnar mínar í kveðjuskyni, grifflurnar sem mamma prjónaði. Allir sem koma nálægt mömmu eiga grifflur. Við systkinin eru vinamörg og leggjum leiðir okkar oft norður til Húsavíkur hvar mamma hýsir yfirleitt þá sem eru á ferðinni. Og allir fá grifflur. Þannig eiga sennilega svo að segja allir þungarokkarar Íslands grifflur í dag. Og svo miklu fleiri. Og núna Gazz.

Við kvöddum Gazz innilega með þeim orðum að hann myndi fljótlega nýta sér nýtilkomið beinflugsfyrirkomulag milli Keflavíkur og Belfast. Ég treysti því að ég sjái hann á nýja árinu. Við fundum okkur taxa sem rúmaði okkur alla og innihélt bílstjóra sem var til að ræða allt og ekkert. Sá kom okkur hingað niður á bryggju þar sem ég sit núna og skrifa. Allir eru sofnaðir nema Jón sem drekkur einhvern undarlegan gosdrykk og borðar enn skrýtnara snakk sem hann keypti í sjoppunni hér fyrir utan. Þetta hefur hann gert frá því á man eftir honum. Hann kaupir það skrýtnasta sem hann sér, mat og drykk, og tekur svo afleiðingunum með óraunverulega jákvæðu hugarfari. Hann hitti ágætlega á í kvöld. Gosið er reyndar fullkomið drasl, en þetta beikonsnakk er ekki svo slæmt. Í það minnsta ekki miðað við ástand.

Klukkan er 3.36 og við slökum bílnum inn í ferju klukkan átta. Ég veit barasta ekki hvar sú ferja lendir eða hversu langan tíma tekur að sigla. Ég veit bara að við spilum í Bristol á morgun.

Meistaralegt dagsins: Írar.

Sköll dagsins: Vakna snemma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None