Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það hefur verið óvenju skýrt undanfarin misseri hvað það er sem stjórnmálamenn eiga erfiðast með að gera, þegar þeir fá eitthvað „óvænt“ aðgengi að fjármagni okkar landsmanna. Það sem er erfiðast fyrir þá, er að fjárfesta í framtíðinni með því að greiða niður skuldir. Samt er ríkissjóður skuldum vafinn, með skuldir upp á um 90 til 100 prósent af árlegri landsframleiðslu Íslands. Hvers vegna ætli þetta sé? Ástæðan er einföld; þeir vilja verða vinsælir og fá fólk til þess að kjósa sig. Þeir vilja ekki standa með komandi kynslóðum þegar á reynir. Þannig er nú það...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.