Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Súru og sætu kökurnar

Finnbogi-1.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Finn­bogi Her­manns­son

Illur fengur

Auglýsing

Útgef­andi: Skrudda

illurfengurEfn­is­lega sver þessi litla bók sig í ætt við hina stór­merku hefð sagna­þátt­ar­ins. Sann­sögu­legt efni (held ég) búið í hæfi­lega list­rænan bún­ing með Íslend­inga­sög­urnar sem fyr­ir­mynd. Brynjólfur frá Minna-Núpi og Gísli Kon­ráðs­son mega heita mót­un­ar­menn forms­ins, Magnús Jóns­son frá Syðra-Hóli, Jón Helga­son rit­stjóri og fleiri spor­göngu­menn.

Finn­bogi Her­manns­son er ekk­ert víðs­fjarri þessum skóla, en færir sig þó tals­vert nær aðferðum nútíma­skáld­sög­unnar í með­ferð sinni á sannri (að mestu, að ég held) sögu af sauða­þjófa­fjöl­skyldu sem fær að athafna sig árum saman næsta óáreitt á Skarðs­strönd­inni á milli­stríðs­ár­un­um.

Þetta eru stór­skrítnar aðstæð­ur. Allir vita hvað hyskið (af­sakið orð­bragð­ið) á Hleina­bergi aðhefst, en allar aðgerðir stranda á ein­stak­lega lötum og/eða van­hæfum sýslu­manni. Eða kannski bara spillt­um, þó sú skýr­ing bók­ar­innar á aðgerða­leysi hans í mál­inu að hann hafi munað svona mikið um atkvæði heim­il­is­fólks­ins, hljómi í hæpn­ara lagi.

En alla­vega, þegar Hleina­bergs­menn færa út kví­arnar og brjót­ast inn í kaup­fé­lagið grípa sveit­ungar til ísmeygi­legra ráða til að koma þeim undir manna hendur í höf­uð­staðn­um. Þar hefst kjarni frá­sagn­ar­inn­ar. Reyndar flæm­ist hún síðan á aðra bæi í sveit­inni með laus­leg tengsl við meg­in­þráð­inn.

Aðal­lega fylgj­umst við með Hleina­bergs­fólk­inu á leið í gegnum kvörn rétt­vís­innar og smám saman skiljum við meira af atferli þeirra. Já og fáum mynd af rétt­ar­fari tíma­bils­ins, smá­þef af borg­ar­líf­inu með augum heim­ótt­ar­legra sveita­manna og síðar lít­ils­háttar inn­sýn í lífið á Litla-Hrauni í árdaga fang­els­is­ins.

Þetta er allt gott og bless­að, og gott fyrir sinn hatt. En hangir ekki alveg sam­an.

Ég veit það ekki, kannski hefði línu­legri frá­sögn í anda sagna­þátta­hefð­ar­innar hentað efni­viðnum bet­ur. Ég hefði alveg verið til í skýr­ari grein­ar­gerð fyrir upp­runa þessa fólks, sem og útlistun á glæpum þess sem ekki væri bundin í klafa end­ur­lits og ann­arra kenja forms­ins.

Alla vega þvælist frá­sagn­ar­hátt­ur­inn svo­lítið fyrir Finn­boga - erfitt er að ná skar­pri sýn á hvað eru aðal­at­riðn, og útund­an­sér­hlaup á aðra bæi virka fyrst og fremst se útúr­dúr­ar.

Til­þrif í að lita mál­farið og fyrnska í orða­vali er heilt yfir við­eig­andi í svona efni og frá­sagn­ar­gerð, en stundum þykir mér Finn­bogi þó seil­ast of langt í sér­visk­unni.

En þetta er mergjuð saga sem liggur til grund­vall­ar. Stríðið milli for­tíðar og nútíðar fær á sig skemmti­legan fárán­leika­blæ þar sem sauða­þjófn­aður er ýmist séður með augum gamla sam­fé­lags­ins þar sem hann var verstur glæpa, og hins nýja þar sem alvar­leiki hans er síst meiri en að brjót­ast inn og stela kaffi­baunum af kaup­fé­lag­inu.

Sagan sú kemst til skila, þrátt fyrir kenjar sögu­manns­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None