Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Svona heldur „vel í lagt“ hjá Vigdísi

10054233486-acbc344b5d-k.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingkona Framsóknarflokksins, lét hafa eftir sér á dögunum að það væri auðvitað „vel í lagt“ að láta Landspítalann hafa einn milljarð til viðbótar við það sem þegar hafði verið áformað í fjárlagafrumvarpinu. Óháð því, að þetta viðbótarframlag er alls ekki nóg að mati Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, þá eru þetta athyglisverð orð að mörgu leyti hjá Vigdísi. Hún fór mikinn síðastliðið sumar þegar hún tjáði sig um hagræðingarhugmyndir svonefnds hagræðingarhóps stjórnvalda, þar sem voru auk hennar Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. Þar var leiðarstefið, út á við, að það þyrfti að fara miklu betur með takmarkað fé ríkissjóðs, stjórnvöld gætu ekki leyft sér hvað sem er. Þess vegna mætti kannski segja að það sé frekar „vel í lagt“ að eyða tæplega 80 milljörðum úr ríkissjóði í að leggja inn á einkaréttarlegar og persónulegar fasteignaskuldir sumra landsmanna. Dr. Oddgeir Ottesen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tætti niður hina svokölluðu leiðréttingu í grein í Morgunblaðinu og lýsti henni sem tómri dellu, gæti kannski hitt Vigdísi á fundi og bent henni á að moksturinn á tæplega 80 milljörðum úr ríkissjóði væri svona heldur „vel í lagt“...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None