Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Svona heldur „vel í lagt“ hjá Vigdísi

10054233486-acbc344b5d-k.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingkona Framsóknarflokksins, lét hafa eftir sér á dögunum að það væri auðvitað „vel í lagt“ að láta Landspítalann hafa einn milljarð til viðbótar við það sem þegar hafði verið áformað í fjárlagafrumvarpinu. Óháð því, að þetta viðbótarframlag er alls ekki nóg að mati Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, þá eru þetta athyglisverð orð að mörgu leyti hjá Vigdísi. Hún fór mikinn síðastliðið sumar þegar hún tjáði sig um hagræðingarhugmyndir svonefnds hagræðingarhóps stjórnvalda, þar sem voru auk hennar Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. Þar var leiðarstefið, út á við, að það þyrfti að fara miklu betur með takmarkað fé ríkissjóðs, stjórnvöld gætu ekki leyft sér hvað sem er. Þess vegna mætti kannski segja að það sé frekar „vel í lagt“ að eyða tæplega 80 milljörðum úr ríkissjóði í að leggja inn á einkaréttarlegar og persónulegar fasteignaskuldir sumra landsmanna. Dr. Oddgeir Ottesen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tætti niður hina svokölluðu leiðréttingu í grein í Morgunblaðinu og lýsti henni sem tómri dellu, gæti kannski hitt Vigdísi á fundi og bent henni á að moksturinn á tæplega 80 milljörðum úr ríkissjóði væri svona heldur „vel í lagt“...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None