Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Prag

DSCF3922-copy-1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Við hlust­uðum á Iron Maiden í sjö tíma streit í nótt. Við hlust­uðum bara á góðu lögin og aldrei á sama lagið tvisvar. Þegar klukku­tími var á áfanga­stað stöðv­aði Robert rút­una til að leggja sig. Þá vorum við allir orðnir fullir og sumir mjög. Baldur fór í koju klukkan fimm, Halli sirka klukku­tíma síðar og ætli klukkan hafi ekki verið sjö þegar Böbbi var búinn að bursta tenn­urnar og datt inn í rút­una. Það var nú ekk­ert mjög tign­ar­legt en djöf­ull var það fynd­ið. Ótrú­legt en satt, þarna vorum við hvorki búnir að hlusta á Num­ber of the Beast né Run to the Hills. Maiden. Bara Maiden.

Ég rumskaði svo þegar Robert ræsti bíl­inn til að klára akst­ur­inn. Ég veit nákvæm­lega ekk­ert hvað klukkan var þá og svo vakn­aði ég bara klukkan þrjú. Flexi hafði skutlað sér eitt­hvað niður í bæ, sem og Robert sem er fæddur hér og upp­al­inn. Hann gerir þó ekki mikið með þá stað­reynd og verður alltaf frekar foj þegar þetta ber á góma. Hann lítur alls ekki út eins og Tékki og hagar sér heldur ekki þannig. Svo ég alhæfi nú aðeins. Ég hef ekk­ert séð af Prag í þetta skiptið nema húsa­sundið þar sem rútan er. Og kem svo sem ekki til með að gera það held­ur, klukkan er 21.52, Elu­veitie á fyrsta lagi og við áætlum brott­för klukkan eitt. Alveg týpískur túr­dagur þar sem maður sér ekk­ert nema rútu og skítugan tón­leika­stað. Þannig er það nú bara.

Auglýsing

Bibbi í símanum. Hann er búinn að taka við af hundinum, sem þarfasti þjónninn. Bibbi í sím­an­um. Hann er búinn að taka við af hund­in­um, sem þarfasti þjónn­inn.

Við hengsl­uð­umst eitt­hvað fram eftir degi. Allt var með seinni skip­un­um, stóra rútan skil­aði sér gríð­ar­seint sökum langs akst­urs og ekk­ert var klárt í sánd­tékk fyrr en allt of seint. Rúss­arnir taka sinn tíma dag hvern og sá tími er helst til lang­ur. Sér­stak­lega á dögum sem þessum þar sem tím­inn er eng­inn. Við lentum því í gríð­ar­legu tíma­hraki og ekki hjálp­aði til að sviðs­mað­ur­inn var hálf­viti. Sumir eru ekki starfi sínu vaxn­ir, aðrir eru leið­in­leg­ir, en þegar menn eru dón­ar, van­hæfir og drullu­sokkar hef ég enga sam­úð. Hálf­viti, það er það sem hann var. Við stigum því af svið­inu um leið og opnað var inn í sal og þá var varla búið að tengja allar snúr­ur.

En þá fór Skálmald­ar­-­vélin í gang. Við klæddum okkur í föt­in, börðum í axlir hvers ann­ars og á svið. Og þetta gigg átum við. Sal­ur­inn alger­lega pakk­fullur og eng­inn átti séns. Flexi leysti þetta svo á sínum enda eins og Flexi gerir og allt sánd­aði eins og ljón­ið. Og krá­dið, maður minn. Tékkar vita alveg hvernig skemmtun fer fram. Allir í rosa­legum gír og hvert ein­asta lag ger­sam­lega stein­lá. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í hljóm­sveit.

Og Tékkar eru fal­leg­ir. Menn­irnir eru svo sem bara eins og menn eru, en kon­urnar hljóta að vera geim­ver­ur. Þarna stóðu þær bara fyrir framan svið­ið, lítt til hafð­ar, skæl­bros­andi hænur í holdum sem fylltu út í umbúð­irn­ar. Blóð­heit­ar, sveittar og til í að skemmta sér. Þetta var allt svo gott.

Giggið var alveg svaða­lega heitt og ég varð ofboðs­lega sveitt­ur. Bene­at­h-svita­böndin sem ég bísaði af strák­unum á Rokkjötnum komu sterk inn og ég strauk af enn­inu á mér með vinstri í hvert skipti sem ég spil­aði opinn streng. Eftir að hafa pakkað í snatri þok­uðum við okkur svo í sturt­una einn af öðr­um. Hún var ljóm­andi, reyndar hálf­stífluð svo sturtu­botn­inn tók ekki við. Þetta varð því hálf­gert örbað en ég reyndi að skúra mig eins og ég mest mátti. Og það af ástæðu.

Fyr­ir­tækið sem við leigjum rút­una af er stað­sett hér í Prag og þar sem svo hitti á að við kæmum hér laust eftir miðjan túr létu þau sig ekki muna um að koma og skipta á rúmunum okk­ar. Því­lík himna­send­ing eftir allt sem rúm­fötin hafa þurft að drekka í sig á síð­ustu vik­um. Ég get hrein­lega ekki beðið eftir því að skoppa þarna upp í á eft­ir, brak­andi hreinn í enn hreinna rúm. Ég ætla að hlaða ein­hverju af flakk­ar­anum hans litla bróður yfir á tölv­una mína og gera hrein­lega í því að halda mér vak­andi eftir að við leggjum af stað. Njóta. Litlu hlut­irnir eru svo óskap­lega mik­il­væg­ir.

Halli er hérna að deila út íslensku nammi. Þetta er nú maður sem auð­velt er að þekkja. Ég finn hell­ing fyrir því hversu und­ar­legt er að hafa Gunna ekki hér með okk­ur, en það er hins vegar alls ekk­ert und­ar­legt að hafa Halla. Hann er búinn með þrjú gigg og það er bara eins og ekk­ert sé sjálf­sagð­ara. Óskap­lega er gott að hafa svona fólk nálægt sér sem leysir það sem út af stend­ur.

Ég spái rólegu kvöldi í kvöld, en þessar spár eiga það nú til að splundr­ast. Ég not­aði tæki­færið þegar ég hreins­aði út úr koj­unni minni áðan fyrir skipti og tók til í dót­inu mínu. Nú er stóra hólfið í bak­pok­anum orðið óhreinatau en litla hólfið er undir hreint. Sokk­arnir sem ég keypti í Barcelona eru allir búnir og það er und­ar­legt. Ég er þónokkuð viss um að ég not­aði þá alls ekki alla sjálf­ur. Þessi mistería leys­ist víst senni­lega aldrei.

Á morgun hefst þriggja daga Pól­lands-­leggur og hann er með örlítið öðru sniði en rest­in. Þannig túra þrjú þar­lend bönd með okkur og við spilum þá fjórðu í röð­inni af sex. Ég hlakka til, mig grunar að þetta geti orðið skemmti­legt. En ég spái því að við fáum alls ekki sánd­tékk, sem er svo sem í lagi því hlé milli banda verður 40 mín­út­ur.

Klukkan er 22.23, við erum pakk­aðir og klárir í brott­för. Góður dagur og allt eins og það á að vera.

Meist­ara­legt dags­ins: Iron Maiden.

Sköll dags­ins: Flexi seg­ist vera búinn að fá leið á Mana­ger.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None