Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gott er að borða gulrótina ...

JoninaLeosdottir2011ElsaBMagnusdottirLit-2.jpg
Auglýsing

Þorgeir Tryggvason, Toggi, mun sinna bókaumfjöllun fyrir Kjarnann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dagana. Jólabókaflóðið nær svo hámarki í desember.

Höfundur: Jónína Leósdóttir

Bara ef …

Auglýsing

Útgefandi: Mál og Menning

Bara_efAfþreyingarbókmenntir njóta vinsælda. Skárra væri það nú. Merkilegt samt hvað tegundir þeirra eru fábreyttar, allavega þeirra sem koma úr íslenskum pennum. Krimmar langfyrirferðarmestir að sjálfsögðu, og ein og ein fantasía, hrollvekja og skvísubók flýtur með. En léttmeti án morða, galdrakarla og skóblætis er ekki á hverju strái.

Hér kemur samt ein. Það deyr enginn í Bara ef … og hún segir einfaldlega frekar hversdagslega sögu af sviptingasömum dögum í lífi tiltölulega  venjulegrar stórfjölskyldu sem stendur frammi fyrir afleiðingum skyndiákvörðunar hins hvatvísa „ættföður“ sem hefur boðað skilnað frá konu sinni með fullt næsta herbergi af gestum í  rogastansgilli* í tilefni af sextugsafmæli kallsins. Smám saman kemur í ljós að hann á ekki allskostar skap með sinni kattþrifnu, heilsumeðvituðu og gleðihressu eiginkonu. Auk þess er hún flatbrjósta og gott ef einhver hliðarspor hafa ekki verið stigin vegna freistinga af því taginu.

Fleira er í gangi. Dóttir hjónanna er að reyna að fá manninn sinn til að bæta barni við þau þrjú sem hann á með þunglyndri fyrri konu sinni. Hún svífst einskis í þessu áformi. Eða það höldum við, og hann.

Sagan fjallar um þetta fólk og þessi vesen. Lipur og látlaus frásagnarháttur Jónínu fellur vel að viðfangsefninu. Persónugalleríið er litríkt og vel teiknað innan þess raunsæisramma sem formið kallar á.

Samt tekst þetta ekki alveg. Skemmtibók verður að vera skemmtileg, og Bara ef … verður aðeins þreytandi til lengdar.

Vandi hennar er tvíþættur:

a) endurtekningarnar í frásögninni. Þegar ég var búinn að fá mig meira en fullsaddann af lýsingum á deilum hjónanna um heilsusamlegt vs. hedónískt líferni átti Jónína enn eftir að mjólka það efni bara talsvert.

b) hvernig plottin sem eiga drífa frásögnina áfram fletjast út á endasprettinum. Það vantar aðeins meiri djörfung í að láta ákvarðanir hafa afleiðingar, eða allavega leiða atburðina til lykta á hugvitsamlegri hátt. Mun samt ekki nefna nein dæmi, fólk þarf að lesa sjálft.

Það er alls ekki leiðinlegt að deila með fjölskyldu bókarinnar þeim klukkustundum sem það tekur að lesa bókina. Vafalaust finna margir samhljóm í hinum ýmsu vandkvæðum fólksins. Þau eru svo sannarlega eins og við flest og bregðast að mestu við aðstæðum sínum á trúverðugan hátt. Fyrir minn smekk hefði hefði Bara ef ... samt þurft að vera aðeins skemmtilegri, óvæntari, rökréttari, miskunnarlausari. Eða helst allt þetta.

  • Þessi þýðing Stuðmanna á „Surprise Party“ er bara of góð til að fara ekki í almenna notkun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None