Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gott er að borða gulrótina ...

JoninaLeosdottir2011ElsaBMagnusdottirLit-2.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Jón­ína Leós­dóttir

Bara ef …

Auglýsing

Útgef­andi: Mál og Menn­ing

Bara_efAfþrey­ing­ar­bók­menntir njóta vin­sælda. Skárra væri það nú. Merki­legt samt hvað teg­undir þeirra eru fábreytt­ar, alla­vega þeirra sem koma úr íslenskum penn­um. Krimmar lang­fyr­ir­ferð­ar­mestir að sjálf­sögðu, og ein og ein fantasía, hroll­vekja og skvísu­bók flýtur með. En létt­meti án morða, galdra­karla og skó­blætis er ekki á hverju strái.

Hér kemur samt ein. Það deyr eng­inn í Bara ef … og hún segir ein­fald­lega frekar hvers­dags­lega sögu af svipt­inga­sömum dögum í lífi til­tölu­lega  venju­legrar stór­fjöl­skyldu sem stendur frammi fyrir afleið­ingum skyndi­á­kvörð­unar hins hvat­vísa „ætt­föð­ur“ sem hefur boðað skilnað frá konu sinni með fullt næsta her­bergi af gestum í  rogastans­g­illi* í til­efni af sex­tugs­af­mæli kalls­ins. Smám saman kemur í ljós að hann á ekki alls­kostar skap með sinni katt­þrifnu, heilsu­m­eð­vit­uðu og gleði­hressu eig­in­konu. Auk þess er hún flat­brjósta og gott ef ein­hver hlið­ar­spor hafa ekki verið stigin vegna freist­inga af því tag­inu.

Fleira er í gangi. Dóttir hjón­anna er að reyna að fá mann­inn sinn til að bæta barni við þau þrjú sem hann á með þung­lyndri fyrri konu sinni. Hún svífst einskis í þessu áformi. Eða það höldum við, og hann.

Sagan fjallar um þetta fólk og þessi vesen. Lipur og lát­laus frá­sagn­ar­háttur Jón­ínu fellur vel að við­fangs­efn­inu. Per­sónugall­er­íið er lit­ríkt og vel teiknað innan þess raun­sæ­is­ramma sem formið kallar á.

Samt tekst þetta ekki alveg. Skemmti­bók verður að vera skemmti­leg, og Bara ef … verður aðeins þreyt­andi til lengd­ar.

Vandi hennar er tví­þætt­ur:

a) end­ur­tekn­ing­arnar í frá­sögn­inni. Þegar ég var búinn að fá mig meira en fullsadd­ann af lýs­ingum á deilum hjón­anna um heilsu­sam­legt vs. hedónískt líf­erni átti Jón­ína enn eftir að mjólka það efni bara tals­vert.

b) hvernig plottin sem eiga drífa frá­sögn­ina áfram fletj­ast út á enda­sprett­in­um. Það vantar aðeins meiri djörf­ung í að láta ákvarð­anir hafa afleið­ing­ar, eða alla­vega leiða atburð­ina til lykta á hug­vit­sam­legri hátt. Mun samt ekki nefna nein dæmi, fólk þarf að lesa sjálft.

Það er alls ekki leið­in­legt að deila með fjöl­skyldu bók­ar­innar þeim klukku­stundum sem það tekur að lesa bók­ina. Vafa­laust finna margir sam­hljóm í hinum ýmsu vand­kvæðum fólks­ins. Þau eru svo sann­ar­lega eins og við flest og bregð­ast að mestu við aðstæðum sínum á trú­verð­ugan hátt. Fyrir minn smekk hefði hefði Bara ef ... samt þurft að vera aðeins skemmti­legri, óvænt­ari, rök­rétt­ari, mis­kunn­ar­laus­ari. Eða helst allt þetta.

  • Þessi þýð­ing Stuð­manna á „Sur­prise Par­ty“ er bara of góð til að fara ekki í almenna notk­un.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None