Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gott er að borða gulrótina ...

JoninaLeosdottir2011ElsaBMagnusdottirLit-2.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Jón­ína Leós­dóttir

Bara ef …

Auglýsing

Útgef­andi: Mál og Menn­ing

Bara_efAfþrey­ing­ar­bók­menntir njóta vin­sælda. Skárra væri það nú. Merki­legt samt hvað teg­undir þeirra eru fábreytt­ar, alla­vega þeirra sem koma úr íslenskum penn­um. Krimmar lang­fyr­ir­ferð­ar­mestir að sjálf­sögðu, og ein og ein fantasía, hroll­vekja og skvísu­bók flýtur með. En létt­meti án morða, galdra­karla og skó­blætis er ekki á hverju strái.

Hér kemur samt ein. Það deyr eng­inn í Bara ef … og hún segir ein­fald­lega frekar hvers­dags­lega sögu af svipt­inga­sömum dögum í lífi til­tölu­lega  venju­legrar stór­fjöl­skyldu sem stendur frammi fyrir afleið­ingum skyndi­á­kvörð­unar hins hvat­vísa „ætt­föð­ur“ sem hefur boðað skilnað frá konu sinni með fullt næsta her­bergi af gestum í  rogastans­g­illi* í til­efni af sex­tugs­af­mæli kalls­ins. Smám saman kemur í ljós að hann á ekki alls­kostar skap með sinni katt­þrifnu, heilsu­m­eð­vit­uðu og gleði­hressu eig­in­konu. Auk þess er hún flat­brjósta og gott ef ein­hver hlið­ar­spor hafa ekki verið stigin vegna freist­inga af því tag­inu.

Fleira er í gangi. Dóttir hjón­anna er að reyna að fá mann­inn sinn til að bæta barni við þau þrjú sem hann á með þung­lyndri fyrri konu sinni. Hún svífst einskis í þessu áformi. Eða það höldum við, og hann.

Sagan fjallar um þetta fólk og þessi vesen. Lipur og lát­laus frá­sagn­ar­háttur Jón­ínu fellur vel að við­fangs­efn­inu. Per­sónugall­er­íið er lit­ríkt og vel teiknað innan þess raun­sæ­is­ramma sem formið kallar á.

Samt tekst þetta ekki alveg. Skemmti­bók verður að vera skemmti­leg, og Bara ef … verður aðeins þreyt­andi til lengd­ar.

Vandi hennar er tví­þætt­ur:

a) end­ur­tekn­ing­arnar í frá­sögn­inni. Þegar ég var búinn að fá mig meira en fullsadd­ann af lýs­ingum á deilum hjón­anna um heilsu­sam­legt vs. hedónískt líf­erni átti Jón­ína enn eftir að mjólka það efni bara tals­vert.

b) hvernig plottin sem eiga drífa frá­sögn­ina áfram fletj­ast út á enda­sprett­in­um. Það vantar aðeins meiri djörf­ung í að láta ákvarð­anir hafa afleið­ing­ar, eða alla­vega leiða atburð­ina til lykta á hug­vit­sam­legri hátt. Mun samt ekki nefna nein dæmi, fólk þarf að lesa sjálft.

Það er alls ekki leið­in­legt að deila með fjöl­skyldu bók­ar­innar þeim klukku­stundum sem það tekur að lesa bók­ina. Vafa­laust finna margir sam­hljóm í hinum ýmsu vand­kvæðum fólks­ins. Þau eru svo sann­ar­lega eins og við flest og bregð­ast að mestu við aðstæðum sínum á trú­verð­ugan hátt. Fyrir minn smekk hefði hefði Bara ef ... samt þurft að vera aðeins skemmti­legri, óvænt­ari, rök­rétt­ari, mis­kunn­ar­laus­ari. Eða helst allt þetta.

  • Þessi þýð­ing Stuð­manna á „Sur­prise Par­ty“ er bara of góð til að fara ekki í almenna notk­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None