Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Jæja, Ásmundur Friðriksson er búinn að eiga fund með Ólafi Halldórssyni og Sverri Agnarssyni, formanni félags múslima á Íslandi. Sverrir hefur verið góður talsmaður múslima hér á landi og verið málefnalegur þegar hann tjáir sig um ýmislegt sem snýr að múslimum. Það er mikilvægt á þeim tímum sem við lifum núna. Ásmundur segist hafa átt hreinskiptið samtal við þá félaga, og þeir séu sammála honum um að mikilvægi þess að vera með öruggt samfélag hér á landi. Ekki liggur fyrir ennþá hvort Ásmundur hefur beðist afsökunar á glórulausum ummælum sínum fyrr í vikunni, sem ungir Sjálfstæðismenn höfnuðu strax og formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sömuleiðis. Ásmundur þyrfti að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það er ekki nóg að funda með múslimum, þó vafalítið hafi þeir félagar Ólafur og Sverrir komið sínum skilaboðum skýrt og skilmerkilega til skila...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.