Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Nú er verið að klára fjárlögin fyrir næsta ár. Næstu tvær vikurnar verða líklega frekar skrautlegar, ef mið er tekið af reynslunni. Ein helsta áhættan í fjárlögunum, að mati bréfritara, felst í hagvaxtarforsendunum. Gert er ráð fyrir 3,4 prósent hagvexti samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er í takt við margar spár, en það versta við spárnar er að þær eru ekki í takt við veruleikann. Hann er sá að á fyrstu níu mánuðum ársins var 0,5 prósent hagvöxtur, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það kemur svo í ljós hvort þetta leiðréttist þegar tölurnar verða uppfærðar síðar. Staða mála á alþjóðavettvangi er líka í mikilli óvissu. Lánshæfi stórra ríkja hefur lækkað að undanförnu, eins og Japans og Frakklands, olía hefur fallið í verði um 40 prósent og töluvert ójafnvægi virðist ríkja víða. Sú einkennilega staða er upp hér á landi að töluverðar líkur eru á verðhjöðnunartímabili á næstunni, þó vandi sé um slíkt að spá til lengdar. Sem sagt; getur verið að undirliggjandi forsendur fjárlaganna séu of bjartsýnar? Það er vel hugsanlegt.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni