Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er kannski ekki öllum að skapi að tala um verðbólgu á þessum vettvangi, á þessum ágæta mánudegi, en það verður nú samt gert. Forvitnileg staða er nú uppi varðandi verðbólgu á Íslandi og hvernig hún skoðast í samhengi við húsnæðislánakerfið og markmið stjórnvalda í þeim efnum. Verðbólga er nú eitt prósent, og útlit fyrir að hún fari jafnvel enn meira niður, þegar 40 prósent lækkunin á olíu að undanförnu, er farin að leka inn í verð á hinum ýmsu innfluttu vörum, svo eitt dæmi sé tekið. Vextir eru ennþá háir í þessu samhengi, 5,25 prósent, en þeir gætu lækkað nokkuð á næstunni. Ekki er ólíklegt að verðhjöðnunartímabil, þó stutt verði, komi upp hér á landi í byrjun næsta árs. Verðtryggðu lánin er ágæt við þessar aðstæður, svo lengi sem þær endast eitthvað. Stjórnvöld hafa það í hyggju, einkum Framsóknarflokkurinn, að banna verðtryggð lán, í það minnsta að einhverju leyti og þá einkum á húsnæðislánum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með áherslum stjórnarflokkanna um þau mál. Bréfritari spáir átökum um þessi mál milli flokkanna á nýju ári...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni