Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 54,5 milljarða króna og inn fyrir 65 milljarða króna. Þetta eru vonbrigði, og í einfaldri mynd þýðir þetta að Íslendingar eru að eyða um efni fram. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer nú væntanlega að flytja ræður á Alþingi til þess að minna á að Íslendingar spari ekki nóg og séu eyðsluklær. Þetta hefur hann gert oft, en talar iðulega fyrir daufum eyrum. Vonandi fara stjórnmálamenn hlusta oftar á hann, og rýna í þessar tölur sem Hagstofan birti fyrir nokkrum dögum. Þetta er ekki jákvæð þróun, þvert á móti. Jafnvel þó vel gangi á ýmsum vígstöðum hagkerfisins.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.