Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ekkert að óttast, Gallarnir eru mættir

--str--kur-mynd2.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Að þessu sinni er fjallað um Ást­rík og vík­ing­ana.

 

Auglýsing

Ást­ríkur og vík­ing­arnir



Höf­undar: René Goscinny og Albert Uderzo

Þýð­andi: Hildur Bjarna­son

Froskur útgáfa

 

Ástríkur, cover (1)Að skrifa gagn­rýni um Ást­ríks­bók er sér­kenni­leg reynsla. Svo­lítið eins og að skrifa um kókó­mjólk, svo sam­ofnar bæk­urn­ar, per­són­urnar og húmor­inn í þeim var orðin mér strax í æsku. Ekki bara sér­kenni­leg, heldur dálítið ónota­leg. Vill maður kryfja að sem maður elskar? Langar ein­hvern að vita hvað er nákvæm­lega í kókó­mjólk­inni? Jæja, sjáum til.

Ég fletti enn gömlu bók­un­um, alla­vega þeim sem eru í mestu upp­á­haldi (Bænda­glímunni, Got­un­um, Róm­verska flugu­mann­in­um) og skemmti mér. Að ein­hverju leyti af þáþrá, en líka bara í krafti þess að þetta er frá­bært. Per­sónugall­er­í­ið, vink­ill­inn á mann­kyns­sög­una, húmor­inn.

Já hann er líka dýr­mæt­ur, léttir­inn yfir því að það sé hægt að vera lít­ill, ein­angr­aður og pínu vit­laus en samt ósigr­andi.

Nokkrar af hinum „klass­ísku“ Ást­ríks­bókum komu aldrei út á sínum tíma, en útgáfu­röðin á Íslandi stýrð­ist senni­lega af ein­hverjum sam­prents­kenjum sem okkur voru huld­ar. En nú hefur bóka­út­gáfan Froskur tekið til við að fylla í skörðin og hafi hún heitar þakkir fyr­ir. Fyrst í röð­inni verður „Ást­ríkur og vík­ing­arn­ir“, eða „Astérix et les Norm­ands“ eins og hún heitir í frum­mál­inu. Þær verða ekki mikið klass­ískari, vík­inga­bókin er sú níunda í röð­inni, kemur út 1966 á milli Ást­ríkur í Bret­landi og Ást­ríkur í Útlend­inga­her­sveit­inni.

Og er alveg stór­skemmti­leg. Frændi Aðal­ríks höfð­ingja sendir honum í fóstur land­eyðu­hneigðan son sinn og á sama tíma sigla að strönd­inni vík­ingar sem hafa náð tökum á öllu nema ótt­an­um. Þeir kunna sem­sagt ekki að hræð­ast og hafa fyrir vikið þennan eig­in­leika í hávegum og vilja fyrir alla muni eign­ast hræðsl­una eins og allt ann­að. Þegar skræfan frá Lút­esíu og hinir ótta­heftu norð­an­menn mæt­ast þá hlýtur eitt­hvað að ger­ast.

Ætli Gaul­verj­ar­bær sé ekki eins vondur staður til að kom­ast til manns og hugs­ast get­ur? Og glóru­laus staður til að læra að ótt­ast. Það eru vænt­an­lega ekki alvar­leg sögu­spjöll þó ég ljóstri því upp að þetta fer allt vel eins og alltaf og aldrei þessu vant fær fær atónal söngvaskáldið Óðríkur að taka þátt í loka­veisl­unni, enda ein af hetjum sög­unnar þegar upp er stað­ið.

Þrátt fyrir að eft­ir­litið með þýð­ing­unum sé víst orðið mun strang­ara en það var á gull­ald­ar­tíma Þor­björns Magn­ús­sonar og Þor­steins Thoraren­sen þá nær Hildur Bjarna­son að vera ágæt­lega snið­ug, t.d. í nöfnum Vík­ing­anna, sem öll enda á –ráð. Gaman líka að mat­ar­venjum þeirra, en það eru hinir aðskilj­an­leg­ustu réttir sem allir eru í rjómasósu. Ég hef ekki hug­mynd um hvernig á þessu stendur eða hvað grínið á að fyr­ir­stilla, en það er bara samt snið­ugt að sjá hina ribb­alda­legu norð­menn háma í sig rjóma­lag­aða dýr­ind­is­rétti, og skola þem niður með miði úr höf­uð­kúpum fall­inna.

Þetta er mögu­lega heim­speki­leg­asta Ást­ríks­bókin og dálítið frum­legur vink­ill í henni á hið forna minni um mik­il­vægi þess að kunna að hræð­ast. Merki­legt nokk þá er hún stór­skemmti­leg líka. Von­andi end­ist Froski útgáfu orka og erindi til að fylla í öll hin skörð­in. Söfn­urum og aðdá­endum skal samt bent á að talið er úti­lokað að leyfi fáist til að end­ur­út­gefa hinar klass­ísku þýð­ing­ar, svo haldið fast í gömlu dýr­grip­ina og/eða verð­leggið eftir því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None