Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Hinn holdlegi kraftur

orrihardarson.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Að þessu sinni er það bókin Stund­ar­fró, eftir Orra Harð­ar­son sem er til umfjöll­un­ar.

Stund­ar­fró

Auglýsing

Höf­und­ur: Orri Harð­ar­son

Útgáfa: Sögur útgáfa

stundarfróRit­gleði ein­kennir þessa fyrstu skáld­sögu Orra Harð­ar­son­ar. Hann nýtur þess að segja þessa sögu sem fyrir vikið verður létt og hrað­fleyg þó við­fangs­efnin séu ef grannt er skoðað alls engin froða, og hann ekk­ert að reyna að láta líta svo út.

Þó sögu­sviðið sé Inn­bær­inn á Akur­eyri, 101 Reykja­vík og Strikið í Kaup­manna­höfn en ekki ver­búð eða lúkar þá eru við­fangs­efnin þau sömu og í Hrognin eru að koma hjá Bubba, slags­mál, ríð­ing­ar, fyll­erí. Eða í mik­il­væg­is­röð: Fyll­erí, ríð­ing­ar, slags­mál.

Það sleppur eng­inn létt frá þessum dansi, þó skemmt­ana­skatt­ur­inn legg­ist af mis­mun­andi þunga á per­són­urn­ar. Er það ekki alltaf þannig

Stund­ar­fró togar í nostal­gýgju­streng­ina í tauga­kerfi manns sem eyddi stórum hluta af árum 17 til 20 á Akur­eyri með sann­fær­andi lýs­ingum á líf­inu þar. Ég sé að menn hampa bók­inni fyrir að vera fyrsta skáldsagan í langan tíma sem ger­ist þar í bæ og gerir and­rúms­loft­inu þar áhuga­verð skil. Undir það get ég tek­ið. Upp­hafs­hluti bók­ar­inn­ar, og þeir sem síðar koma og fjalla um lífið á eyr­inni eru „spot-on“. Það sama verður að segja um gæða­blóðið Agnar Má, sem Dísa, ein þriggja meg­in­per­sóna bók­ar­inn­ar, tekur saman við eftir að önnur þeirra, skáldið Arin­björn Hval­fjörð, gengur henni úr greip­um. Það er eitt­hvað dásam­lega „ak­ur­eyrskt“ við mann­inn, og í frá­sagn­ar­fjör­inu í kringum hann minnir Orri mig einna helst á Einar Kára­son. Víðar reynd­ar.

Ein leið til að greina Stund­ar­fró er að horfa á hana sem þrí­leik, með þremur stórum „sen­um“ þar sem hver aðal­per­sóna um sig fær að skína í sínum hluta. Upp­hafs­hlut­inn á Akur­eyri er með ömm­una Aðal­steinu í miðju þó atburða­rásin hverf­ist um næturæv­in­týri barna­barns­ins í kjall­ar­anum og ungskálds­ins að sunn­an, en þó ekki síst um alkó­hólista­hegðun skálds­ins. Mið­part­ur­inn segir frá Dísu, höf­uð­borg­ar­heim­sókn hennar til að end­ur­heimta elsk­hug­ann, og er nán­ast hrein­rækt­aður farsi. Í lokakafl­anum - Arin­bjarn­ar­kafla - víkur sög­unni til Kaup­manna­hafnar þar sem skáldið býr við illan kost og handan við brenndar brýr. Harm­leikur hans snýst upp í hálf­gert meló­drama þegar Dísa og hennar fjöl­skylda heim­sækir okkar forna höf­uð­stað.

Innan um og með­fram þessum þremur stólpu ger­ist auð­vitað margt og mik­ið, per­són­urnar ýmist sigla lífi sínu í strand eða kosta því til sem þarf til að koma því áfram.

Per­sónu­sköp­un, and­rúms­loft, plott. Allt fínt. Kannski má kvarta smá yfir að for­tíð­ar­saga og inn­gangs­lýs­ing Aðal­steinu ömmu vanti ein­hvers­konar lokun í bók­ar­lok. Eins getur far­sa­kennd atburða­rás mið­hlut­ans og meló­dramat­ísk enda­lokin stuð­að. Vel má ímynda sér að það stíl­bragð að vitna títt í popp­söng­texta þreyti ein­hverja les­end­ur. Þeir pirr­uðu mig ekki, þó fyrr­nefndu atriðin tvö hafi mér þótt vera á lín­unni með að skemma sög­una.

Þegar upp er staðið er þetta samt aðal­lega kröftug og úthugsuð saga sem skemmtir, hlægir og hryllir mann. Gott mál bara.

Eitt af vel heppn­uðum stíl­brögðum Orra er lýs­ingin á sjálfs­blekk­ingu drykkju­bolt­ans Arin­bjarn­ar:

„Innra með honum mætt­ust gjarnan nokk­urs konar meiri­hluta­stjórn og stjórn­ar­and­staða. Máli beggja tal­aði hann sam­visku­sam­lega en gætti þess þó jafnan að stjórnin hefði and­stöð­una und­ir. Sú síð­ar­nefnda var einatt rödd skyn­sem­inn­ar. Það var sjaldn­ast heill­andi að halda með henni. Og oft lét Arin­björn hana leið­ast út i eitt­hvert ömur­legt mál­þóf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None