Sigur Íslands á bronsliði Hollendinga hefur fyllt íslenska þjóð miklu stolti. Innlendir fjölmiðlar hafa eðlilega verið undirlagðir af fréttum og greiningum á stórkostlegum árangri liðsins. Meira að segja mestu fýlupúkar internetsins, sem gera vanalega fátt annað en að kalla eftir afsögnum ráðamanna og boða ýmsa anga pólitískrar rétthugsunar, gátu tekið þátt í gleðinni með því að kalla eftir að Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, yrði nýttur til annarra kraftaverka hérlendis en bara að þjálfa gulldrengina.
En sigur íslenska landsliðsins vakti ekki bara athygli hérlendis. Hann var forsíðufóður út um allan heim og komst meðal annars að sem aðalefni nokkurra af stærstu fjölmiðlum jarðar í gærkvöldi. Kjarninn tók saman helstu forsíðurnar.
Aftonbladet (Svíþjóð): Frábært kvöld Lagerbäck
BBC (Bretland): Hollendingarnir sigraðir
Berlinske Tidende (Danmörk): Sjokksigur Íslands á bronsverðlaunahöfunum
Bild (Þýskaland): Íslendingar taka líka Hollendinganna í gegn
Bleacher report (Bandaríkin): Ísland sjokkerar Holland
BT (Danmörk): EM-sjokk á eldfjallaeyjunni
Daily Mail (Bretland): Gylfi hleður pressu á Guus Hiddink
De Telegraaf (Holland): Robben segir tapið vandræðalegt
de Volkskrant (Holland): Máttlausir appelsínugulir
Ekstra Bladet (Danmörk): Hollendingar lagðir á Íslandi
ESPN (Bandaríkin): Ísland vinnur Holland í fyrsta sinn
Expressen (Svíþjóð): Lagerbäck getur orðið forseti
Fox Sports (Bandaríkin): Sigurðsson leiðir Ísland til magnaðs sigur á Hollandi
Goal.com (alþjóðleg): Hræðilegur varnarleikur og Robben-hæði
The Guardian (Bretland): Tvenna Gylfa tryggir fyrsta sigurinn á Hollendingum
The Irish Times (Írland): Enn renna Hollendingar til á hýðinu
Daily Mirror (Bretland): Gylfi með tvennu og Ísland vinnur Holland
NRK (Noregur): Sjokksigur Íslands á Hollandi
The New York Times (Bandaríkin): Íslendingar áfram fullkomnir
Politiken (Danmörk): Ísland rotar Holland
Sky Sports (Bretland): Ísland sjokkerar Holland og er áfram 100 prósent
Sporting Life (Bretland): Ísland áfram fullkomið
Teamtalk (Bretland): Hollendingar í losti