Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Oz, segir mikinn kraft einkenna íslenskt frumkvöðlaumhverfi um þessar mundir. Eftir hrunið sé meiri virðing borin fyrir nýsköpun og frumkvöðlum en áður. Fjárfestar þurfi að muna það að þolinmæði er dygð þegar komi að frumkvöðlum og nýsköpun.
Spennandi tímar eru framundan hjá Oz sem vinnur nú að frekari landvinningum, meðal annars í Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. Um 20 starfsmenn Oz vinna í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Skálholtsstíg en Guðjón segir að Oz verði áfram íslenskt fyrirtæki og ætli sér að vera með hjartað í starfsemi sinni hér á landi áfram.
Kjarninn heldur áfram að fjalla um frumkvöðla og nýsköpunarstarf, í samvinnu við Kelduna og Arion banka og Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_19/34[/embed]