Íslendingar vilja gjarnan líta á sig sem bókmenntaþjóð þar sem lestur er í hávegum hafður. Mikil opinber umræða á sér stað um bækur, lestur, læsi og fleira. Þetta sést til dæmis þegar niðurstöður Pisa-kannana eru birtar en þá gýs gjarnan upp mikil og stundum heit umræða um lestur og lesskilning barna og ungmenna. Stjórnvöld hafa brugðist við með ýmsum hætti og mótað opinbera stefnu, meðal annars til að hvetja til aukins lestur og betri lesskilnings. Er lestur ekki öllum bestur?
Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Önnu Söderström doktorsnema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar hlaut í liðinni viku styrk frá Rannís og ber heitið Lestur er bestur. Þar tekur Anna til skoðunar læsi og lestrarmenningu út frá sjónarhorni þjóðfræðinnar. Hún tekur fyrir og greinir meðal annars stefnu stjórnvalda þegar kemur að lestri og læsi grunnskólabarna sem og viðbrögð stjórnvalda við niðurstöðum Pisa-könnunarinnar. Í þættinum ræðum við sérstaklega um lestrarátakið Tími til að lesa sem ýtt var úr vör vorið 2020 í samkomubanni á tímum COVID. Við veltum fyrir okkur hvaða skilaboð lestrarátök af þessu tagi senda börnum og hvort allir hafi jafnan aðgang til þátttöku. Anna, sem sjálf starfar á skólabókasafni, notar m.a. aðferðir gagnrýninnar orðræðugreiningar í rannsókninni, og hefur þurft að svara fyrir hvað hún hafi eiginlega á móti lestri í tengslum við kynningu á rannsókninni.
Þjóðhættir er hlað varp sem fjallar um nýjar rann sóknir og fjöl breytta miðlun í þjóð fræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.