Auglýsing

Árið er 1996 og ég er tólf ára með ætt­bálknum í menn­ing­arparadís­inni Bene­dorm. Einu sinni sem oftar geri ég mér ferð í litlu sjopp­una á horn­inu til að kæla mig nið­ur. Maður sem einnig gisti á hót­el­inu ásamt for­eldrum sínum spyr mig á ensku hvort hann megi vera sam­ferða mér. Ég segi bara sure því að ég vor­kenndi hon­um. Hann var svona um þrí­tugt, en með for­eldrum sín­um. Hann haltr­aði örlítið og mér fannst hann vera eitt­hvað grey. Við erum búin að labba svona 40 metra þegar hann grípur í hönd­ina á mér. Ég held áfram að labba, en horfi niður og veit ekk­ert hvernig ég á að takast á við þetta. Ég sagði nú sure við því að vera sam­ferða. Kannski væri hann líka þroska­skert­ur, og þetta væri bara eitt­hvað alveg beisikk. Mað­ur­inn togar mig að sér og byrjar að kyssa mig. Hann er ótrú­lega sterk­ur, og ég er bara lítil flís. Ég reyni að slíta mig lausa og finnst ég öskra en ég í raun­inni bara hvísla: STOP ÐIS! ÆM TVELF! ÆM TVELF!

Ég loks­ins næ að kom­ast undan og hleyp til mömmu. Ég segi henni hvað gerð­ist, en það var erfitt því ég var viss um að hún myndi segja að þetta hafi nú verið mér að kenna. Sú varð ekki raun­in. Við töl­uðum við far­ar­stjóra sem sagð­ist ætla að gera eitt­hvað í mál­un­um. Þetta var snemma í ferð­inni og ég von­aði að mað­ur­inn og fjöl­skylda hans yrðu færð um set, en nei, það gerð­ist ekki. Ég veit ekki hvað var gert, eða hvort nokkuð var rætt við mann­inn yfir höf­uð. Ég reyndi að forð­ast hann, en lítið hægt að forð­ast fólk á hót­eli. Síðan fóru þau bara heim aftur á sama tíma og stóri hóp­ur­inn sem þau voru með. Og hví­líkur létt­ir. Nú gat ég sprangað um á sund­fötum án þess að líða illa.

Ekki gat ég skilið á við­brögðum far­ar­stjóra eða lausn­inni sem fundin eða ekki fundin var að nokkuð til­lit væri tekið til sjokks­ins sem tólf ára Mar­grét lenti í, eða að mark hefði verið tekið á mér. Í raun­inni var and­varp far­ar­stjór­ans þess eðlis að hann nennti ekki að díla við þetta vesen.

Auglýsing

Sami stjarf­inn hefur nokkrum sinnum komið síðan þetta var. Einu sinni í mun alvar­legra ofbeldi – en hann kemur líka í næstum hvert ein­asta sinn sem ég set á mig heyrn­ar­tól og spila músík fyrir fullt fólk. Og hér er ég ekki að tala um frum­skóg­inn miðbæ Reykja­vík­ur, heldur sett­legar árs­há­tíðir og jóla­boð, meira að segja brúð­kaup og afmæli. Í hverju ein­asta fyr­ir­tæki eða hópi af fjöl­skyldu og vinum er nefni­lega einn dóna­kall, sem allir kóa með, og koma til lít­illar aðstoðar þegar við­kom­andi lætur til skarar skríða. Á svona giggum eru sjaldan örygg­is­verðir sem hægt er að kalla til – og hver er ég, utan­að­kom­andi kon­an, að skemma veisl­una með því að láta henda frænd­anum eða besta vin­inum út?

Við­brögðum við væl­inu í mér er hægt að skipta í þrjá flokka:

1. Kommon mar. Vertigg­i­s­ona öpptæt.

2. Hva? Ertu ekki svona partý­stelpa?

3. (Al­gengast): Æj, já, eh, hann er alltaf svona.

Oft­ast dugar að benda dóna­kall­inum á að þetta sé nú ekki við­eig­andi, nú sé partý og gleð­skapur – en oft ger­ist það sama og í gamla daga, ég held að ég sé að standa fast á mínu, en það kemur bara eitt­hvað hvísl. Tala nú ekki um ef við­kom­andi er kom­inn með hend­urnar upp pilsið mitt – og ég er að reyna að vinna og halda öllum í stuð­inu á dans­gólf­inu.

Fyrir tæpum tíu árum spil­aði ég í jóla­boði fyrir stórt fyr­ir­tæki. Þá lenti ég í hel­víti slæmu keisi. Hann var ein­hver þekkt týpa (en ég vissi það ekki, ég var 21 árs) og var víst þekktur fyrir að vera gæinn sem alltaf eyði­lagði og káf­aði, því hann varð alltaf of full­ur. Samt var honum alltaf boð­ið, og alltaf hélt hann djobb­inu þrátt fyrir að margar konur hafi sömu sögu af honum að segja. Þegar heim var komið henti ég inn blogg­færslu þar sem sagði eitt­hvað svona var að spila á frá­bæru giggi, en eins og svo oft áður er alltaf einum dóna­kalli sem tekst að skemma allt með dólg­slát­um, dóna­skap og fleiru. Með­fylgj­andi var mynd af troð­fullu dans­gólfi, fólk með hendur á lofti, allir í stuði – og svo var hann þarna óskýr, í einu horn­inu.

Og við­brögðin létu ekki á sér standa.

Nú hefði verið töff að mað­ur­inn hefði verið tek­inn á teppið og t.d. hvattur til að fara í með­ferð. Ég fékk sím­tal frá yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Að svona ætti mann­eskja sem væri ráðin ekki að haga sér. Ég var sam­mála því – því ég hélt að það væri átt við þennan mann. En nei, þetta sneri að mér. Fyrir þennan pen­ing sem ég fékk fyrir þetta gigg átti ég að vessgú að láta þetta yfir mig ganga. Ég átti svo líka að eyða blogg­færsl­unni. Þar að auki var mér sagt að ég yrði sko aldrei bókuð aft­ur. Það er reyndar kjaftæði, fyr­ir­tækið hefur oft bókað mig eftir þetta enda er stjórn starfs­manna­fé­lags­ins síbreyti­leg. Ég tek þó ein­göngu að mér stærri gigg þar sem ekki er hægt að koma að mér eða ég fæ ein­hvern annan með mér (karl­kyns) til að halda þess­ari týpu frá.  

Lógíkin er sú að ef mér er borgað fyrir að spila lög þá megi heil­inn á mér og hend­urnar sjá um það, en kropp­ur­inn minn sé algjör­lega up for grabs. Hönn­un­ar­mið­stöð hvatti fólk um dag­inn til að hætta að aug­lýsa eftir fólki í sjálf­boða­vinnu – að hætta að nota áhuga fólks og elju sem afsökun til að borga því ekki. Mér finnst verra að borga fólki fyrir eitt­hvað en að lík­ami þeirra og virð­ing sé eitt­hvað til að leika sér að á með­an.

Og af hverju tengj­ast þessar tvær sög­ur? Því að ég kann jafn illa við káf og áreitni 12 ára, 21 árs og 31 árs. Ég vildi óska þess að þetta væru einu sög­urnar sem ég hefði, ég hef svona 30 sögur sem bara eiga sér stað þegar ég er að gigga. Mun fleiri um hvers­dags­legt káf og klíp, ég bara nenni ekki að muna þær allar því það er í alvöru svo hvers­dags­legt og ég er að reyna að taka þetta ekki inn á mig. Málið er að lang­flestar stúlkur eiga sögur af svona óþægi­legu ein­hverju, sem þeim fannst ekki taka því að tala um eða klaga  því að þetta er svo algengt. Hverju ætti einn klag­dropi í hafið að breyta?

Mín dæmi sem ég skrifa um hér eru ótrú­lega sak­leys­is­leg og algjör titt­linga­skítur (get it?) miðað við þau grófu ofbeld­is­mál sem þögguð eru í kút innan fjöl­skyldna, fyr­ir­tækja, bæj­ar­fé­laga og innan ýmis­konar kerfa og geira. Kóað er með kyn­ferð­is­brota­mönn­um. Efast er um að fórn­ar­lömb séu að segja satt, meira að segja konur sem hafa þroska­skerð­ingu sem lýsir sér meðal ann­ars þannig að þær gætu ekki búið til svona sögur eða munað þær nema að atburð­irnir hefðu átt sér stað.

Og fólki finnst í alvöru fyndið að spyrja nudd­konur um Happy End­ing og segja svo djók á eft­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None