Auglýsing

Í mér hefur lengi blundað ákveð­inn ugg­ur, óljós grunur um að ekki sé allt með felldu. Í gegnum árin hef ég þó trúað sam­fé­lag­inu sem sann­færir mig um að þetta sé ég. Smám saman hefur svo sann­leik­ur­inn runnið upp fyrir mér. Meist­ara­leg­asta blekk­ing okkar tíma hrundi á end­anum fyrir augum mér, alls­bert sprikl­aði fyr­ir­bærið útsmogna. Í ein­vígi þess við eðli­lega hegðun stendur það uppi sem ótvíð­ræður sig­ur­veg­ari, auk þess að vera erki­tákn­mynd ákveð­ins menn­ing­ar­legs for­ræðis sem gjörsigrað hefur alla heil­brigða skyn­semi. Fyr­ir­bærið felur sig á bak við dul­nefnið íþróttir og hefur ítrekað teygt ísmeygna anga sína að mér úr öllum skúma­skotum og æpt á mig allskyns sturl­aðar upp­hróp­anir og fárán­legar full­yrð­ingar sem allir nema ég virð­ast trúa.

Lengst af blund­uðu þessar grun­semdir í dýpi eigin kven­legs óör­ygg­is. Hvernig sem ég reyndi skildi ég ekki rang­stöðu og fyllt­ist alltaf ákveð­inni örvænt­ingu í miðjum seinni hálf­leik, hvort sem um fót­bolta-eða hand­bolta­leik var að ræða. Skyn­semin sagði mér að á ein­hverjum tíma­punkti hlyti þetta að enda, leik­ur­inn gæti tæp­lega enst að eilífu, en til­finn­ing­arnar mót­mæltu. Í kjöl­far fót­bolta­leiks sem ég ung og óhörðnuð lét gabb­ast á í fimb­ulkulda upp­lifði ég síðan ein­hvers konar áfallastreiturösk­un. Að níu­tíu óend­an­legum mín­útum loknum hafði ekk­ert gerst annað en að menn höfðu hlaupið fram og aftur með bolta en í stað þess að binda enda á ósköpin var þá fram­lengt um þrjá­tíu mín­út­ur. Ég veit að þetta er lyg­inni lík­ast en ég ábyrgist sann­leiks­gildi þess­arar ljótu sögu sem hér er fyrst og fremst sett fram í for­varn­ar­skyni fyrir auð­blekkj­an­lega kjána eins og mig. Fót­bolta­leikir fara fram utandyra og eru gjarnan fram­lengdir um hálf­tíma. Stað­fest.

Yfir­þyrm­andi áhuga­leysi und­ir­rit­aðrar á slíkum leikjum er þó ekki inn­tak þess­ara orða. Fólki er full­frjálst að leika sér leið­in­lega fyrir mér. Hitt er er mér hug­leikn­ara, hvernig sam­fé­lagið hefur hengt ýmis heilög gildi við slíka leikja­iðk­un. Keppn­is­í­þróttir hvers­konar þykj­ast þannig stuðla að lík­am­legu og and­legu heil­brigði og dul­búa sig sem jákvæður kostur fyrir börn og ung­menni sem ella myndu leggja stund á aðra og verri iðju eins og sjón­varps­gláp, sjoppu­hangs og ámóta sukk. Lík­am­lega heil­brigðið eitt og sér er auð­vitað hreinn brand­ari, best bor­inn fram af vörum volt­ar­en­bryðj­andi atvinnu­manna með slitnar hásinar og enga lið­þófa. Eigin bak­grunnur í sjoppu­hangsi á ung­lings­árum er umtals­vert stöndugri fram­tíð­ar­for­senda en atvinnu­mennska unnust­ans. Hnén bera hann varla út í sjoppu.

Auglýsing

And­lega heil­brigðið er þó öllu ósvífn­ara. Á ein­hverju augna­bliki í fyrnd­inni tókst óða íþrótta­mann­inum sem eng­inn nennti að hanga með, í krafti vissra styrk­leika­yf­ir­burða, að koma óþol­andi eig­in­leikum sínum að sem eft­ir­sókn­ar­verðum mann­kostum og allar götur síðar hafa syst­ur­kennd­irnar árása­girnd og sjálfs­dýrkun verið upp­hafnar og þeim þröngvað upp á ómótuð ung­menni. Keppn­is­í­þrótt­ir, sem við hrein­lega höldum að börnum og öðrum minna þroskuðum mönn­um, end­ur­spegla þannig allt sem er að mann­legu sam­fé­lagi. Í gegnum þær boðum við mik­il­vægi þess að vera sterk­ur, sigra aðra og kremja og vinna þannig líf­ið. Við þykj­umst boða sam­stöðu og hópefli en það sem við í raun gerum er að inn­ræta hina gullnu ,,við og hin­ir” reglu, að eilífu, amen. Áfram Ísland. Íþróttir standa þannig að mörgu leyti vörð um þau gildi efna­hagsel­ít­unnar og þeirrar ein­stak­lings­hyggju og valda­for­ræðis sem kap­ít­al­ískt þjóðfélag nútím­ans byggir á. Dul­bú­inn sem sak­laus leikur án nokk­urrar teng­ingar við leið­indi á borð við póli­tík og vinnu­menn­ingu spilar íþrótta­heim­ur­inn stóran þátt í að styrkja og normalísera þá sam­fé­lags­gerð sem hentar ráð­andi öfl­um. Ægi­kraftur hring­leikja­húss­ins hefur síst dvínað í gegnum ald­irn­ar. Þæg og hlýðin æpum við síðan öll í kór, drekkjum öllum efa­semdum í bjór yfir leikjum og hvílum róleg í þeirri full­vissu að börn­unum sé betur borgið á æfingu en í tölvu­skömminn­i. 

Á þessum tíma­punkti í skrif­unum skynja ég tölu­verða heift og hatur bein­ast í átt til mín á öldum ljós­vakans, jafn­vel brott­rekstur úr vina­hóp­um. Mér til varnar vil ég þó ítreka það að almennt reyni ég að sýna því vafa­sama fyr­ir­bæri sem við köllum mann­legt eðli og felum ýmsar syndir undir ákveðið umburð­ar­lyndi og skiln­ing. Á ein­hverjum vett­vangi verðum við jú að fá útrás fyrir kennd­irnar sem kvelja okk­ur. Und­ar­legt hlýtur þó að telj­ast að einni slíkri útrás skuli hampað svo mjög að við reisum henni rán­dýr must­eri og veitum ómældu fé, athygli og upp­hafn­ingu í hennar átt á meðan aðrar sam­bæri­legar kenndir eru hjúpaðar vand­ræða­legri þögn og sið­legu eft­ir­tekt­ar­leysi. Mér hrein­lega sárnar stundum fyrir hönd allra for­dæmdra perra og klám­neyt­enda sem skömmustu­legir standa í skugga strák­anna okk­ar, alfarið að ósekju.

Lík­am­leg hreyf­ing, hin hreina íþrótt sem snýr að efl­ingu lík­ama og sálar er gott mál og göf­ugt. Að aðskilja slíkt frá ofstopa­fullri félags­mótun á kostnað sam­ferð­ar­fólks tel ég verð­uga áskorun til okkar allra og er ég sjálf þar síst und­an­skil­in. Vina­legur fjöl­skyldu­klepp­ari endar jafnan í öskrum og brotnu leir­taui fái ég að taka þátt. Í hverskyns keppn­is­að­stæðum finn ég örla á óþekktum og ill­girn­is­legum hneigð­um, jafn­vel í garð eigin barna. Í guð­anna bæn­um, verndum því börn­in. Í það minnsta mín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None