Auglýsing

Ég vissi svo sem að það væri næs á Arn­ar­nesi, ég hef nokkrum sinnum hætt mér í skoð­un­ar­ferðir þang­að, rún­tað inn blind­götu eftir blind­götu og kross­brugðið trekk í trekk þegar ég hef keyrt ítrekað í flasið á skjanna­hvítum marm­ara- eða kalk­steinsljón­um. Þau geta virst óþarf­lega lif­andi í húm­inu, lúra þarna í annarri hverri inn­keyrslu eins og til að varna því að maður fari að væfl­ast inn á lóð­irnar og reyni að kom­ast í snert­ingu við hinn íslensk-­forn­gríska menn­ing­ar­arf með því að nudda sér upp við jón­ískar súlur úr BM Vallár-­steypu. Það er ekki fyrr en maður reynir að ná augn­sam­bandi við skepn­urnar að maður áttar sig á því að maður er að stara í and­litið á dauðum hlut og að jafn­vel þótt hann væri lif­andi þá væri hann lík­lega í sjálfs­morðs­hug­leið­ing­um.

Ég keyri alltaf nokkrum sinnum fram hjá heim­ili Þor­gils Ótt­ars Mathiesen í von um að sjá hann. Það hefur enn ekki tekist, en ég geri yfir­leitt gott úr því – læt eins og ég sé í skipu­lögðum útsýnistúr um Beverly Hills og set á svið leik­þátt fyrir sam­ferða­fólk mitt, yfir­leitt við góðar und­ir­tekt­ir. „Hvað haldið þið að þessi ger­i?“ spyr ég fyrir utan hús­in. Svo giska ég á eitt­hvað; úrsmið, fyrr­ver­andi flug­mann eða fjár­festi – allt eftir því hvernig bíl er lagt fyrir utan eða hvaða teg­und af krist­als­ljósakrónu sést inn um glugg­ann. Sjaldn­ast veit ég svar­ið, þetta er jú mest­megnis til gam­ans gert. „Hér munum við ein­hvern tím­ann búa!“ bæti ég við og hlæ svo rokna­hlátri.

Sagt er að vötnin á Arn­ar­vatns­heið­inni séu ótelj­andi. Ég held reyndar að það sé ekki satt. Í bílt­úrnum segi ég hins vegar stundum að það sama hljóti að eiga við um vill­urnar á Arn­ar­nes­hæð­inni og þeir sem fatta vís­un­ina finnst það oft snjallt hjá mér (ég veit að það er annað hverfi en við skulum nú ekki að vera að hengja okkur í smá­at­riði hér).

Auglýsing

Hlið við hlið

Það er fleira að sjá á Arn­ar­nes­inu en ljón og súlur – til dæmis hlið. Hvergi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru jafn­mörg hlið. Senni­lega hafa íbú­arnir þar mikið verið að vill­ast hver inn í ann­ars inn­keyrsl­ur, sem er kannski ekki skrýtið enda eru þeir margir hverjir farnir að reskjast og það er almennt erfitt að greina ljónin í sundur á þeirri svip­stundu sem það tekur að ákveða upp að hvaða húsi maður ætlar að keyra, þannig að hliðin eru skilj­an­leg í því ljósi. Svo getur líka verið að fólk vilji bara ekki að það sé alltaf verið að banka hjá því og reyna að selja því miða í happ­drætti heyrn­ar­lausra, sem er líka skilj­an­legt af því að það getur verið mjög óþægi­legt að segja nei við mann sem heyrir ekki einu sinni í þér. Á Arn­ar­nes­inu er fólk alið upp við að svara helst ekki með höf­uð­hreyf­ing­um, ímynda ég mér.

En þrátt fyrir að það sé gott að búa á Arn­ar­nesi og þrátt fyrir öll þessi hlið þá er hins vegar högg­ormur í para­dís sem engin venju­leg inn­keyrslu­hlið halda úti: þjófar, sem eiga greiða leið um hverfið og ásæl­ast ekki bara flat­skjái og Jökla Park­a-úlpur à la Baltasar frá 66°Norður heldur hefur líka ein­hver kvisl­ingur hvíslað að þeim að í elds­neyti­stönkum á Arn­ar­nes­inu sé að finna lúx­us­bensín sem sé vel þess virði að leggja á sig smá ferða­lag fyrir að geta tappað af jepp­lingum og á plast­brúsa. Og það gengur auð­vitað ekki til lengd­ar. Á end­anum verða bíl­arnir bens­ín­lausir og sitja kannski fastir á Arn­ar­nes­inu. Hverjir eiga þá að keyra yfir í þarnæsta sveit­ar­fé­lag og skrúfa niður hliðin sem loka Lauga­veg­inum svo að þeir kom­ist óhindrað leiðar sinnar sem frekast vilja það?

Hliða­veru­leiki

Nei, til þess að stúka Arn­ar­nesið almenni­lega af frá vanda­málum sam­fé­lags­ins og umheims­ins þá þarf stærra og meira hlið –helj­ar­innar vold­ugt hlið þvert yfir vest­an­verða Arn­ar­nes­brúna, útbúna augnskanna sem opnar umsvifa­laust fyrir heima­mönnum en ein­hvers konar raf­rænu umsókn­ar­eyðu­blaði fyrir aðkomu­fólk sem verður síðan mátað við ýtar­legan gát­lista í nokk­urra vikna yfir­legu hjá hverf­is­ráð­inu.

Hug­myndin er kjörk­uð, enda fáir sem þora í umræðu sem þessa, og upp­hafs­maður hennar tók fram – að eigin frum­kvæði og án þess að ganga þyrfti á hann – að þótt „stungið [væri] upp á hliði [sner­ist] þetta ekki um for­dóma gagn­vart útlend­ing­um“. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hverf­is­ráð Arn­ar­ness mundi nýta sér und­an­þágu­heim­ild í lögum sínum til að hleypa ein­hverj­um, til dæmis ... tja ... litlum albönskum aðkomu­dreng, fram fyrir röð­ina í skoð­un­ar­ferð um þessa smætt­uðu Step­ford Wives-­út­gáfu af íslenskri ein­angr­un­ar­hyggju. Hver veit nema hann fengi að sjá Þor­gils Óttar Mathiesen.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None