Kolefnisjöfnuð jólakveðja

Auglýsing

Sem ég sigli daufur til augn­anna á milli ótal ­sjón­varps­stöðva stað­næm­ist ég oft á ein­hverju heila­bil­uðu kjaftæði. Um dag­inn var ég fros­inn svo lengi á singapúrska rokk­stjörnu­predik­ar­anum og Ken-­dúkkunn­i Jos­eph Prince að ég var einni dæmisögu frá því að frelsast, kaupa allt sett­ið af DVD-disk­unum hans og leggja 150.000 inn á söfn­una­reikn­ing Ómega fyrir kaup­um á nýjum gervi­hnetti og auka­strengjum í gít­ar­inn hjá Guð­laugi Lauf­dal, sem ég er nokkuð viss um að vinni ekki þar leng­ur.

Aldrei stranda ég samt jafn kyrfi­lega og þegar það er ein­hver dag­skrá í Alþing­is­sjón­varp­inu, hvað þá þegar klukkan nálg­ast mið­nætt­i og þing­heimur annað hvort sturl­aður af rétt­látri heift eða stjarfur af drykkju.

En það voru ekki líf­lega líf­lausar umræður um fjár­lögin sem ­föng­uðu huga minn. Neðst í vinstra horni sjón­varps­ins míns sat nefni­lega ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Eftir því sem leið á færð­ist athygli mín nær ein­göngu að hon­um; for­sæt­is­ráð­herra virð­ist nefni­lega hafa jafn­lít­inn áhuga á því að hlusta á ræður ann­ara og hann hefur á því að halda þær sjálf­ur. Hann situr því þarna, í vinstra horn­inu, algjör­lega í sínum eigin heimi, hvorki ­með­vit­aður um til­vist ann­ara í kring um sig né sjón­varps­mynda­vél­ina sem er á hon­um. Hann var ekki að sperra sig til að svara „blogg­ur­um“ eða flytja níð­vís­ur um Kára Stef­áns­son, heldur var hann bara hann sjálf­ur; eins mann­legur og brot­hættur og ég hef séð hann. Klór­andi sér í nef­inu, horf­andi út í loft­ið, fitlandi stefnu­laust við snjall­sím­ann sinn. Ég færði mig nær skján­um. Þrátt ­fyrir að vera á allt of stóra sjón­varp­inu mínu virt­ist hann samt svo lít­ill og brothætt­ur; svo afvopn­aður og afhjúp­að­ur. Hann var minn Almar. Ef ég gæti teyg­t mig í gegn um skjá­inn hefði hann rétt passað í lófann á mér – sitj­andi róleg­ur, klór­andi sér í nef­inu. Á dag­inn mundi hann vera í inn­a­n­ávas­anum mínum og mala, en á kvöldin mundi ég búa um hann í skó­kassa við hlið­ina á rúm­inu mínu. Ég gæfi honum litlar kex­kökur og vín­ber að borða og klór­aði honum á mag­an­um.

Auglýsing

Alla­veg­ana.

Ég vakn­aði úr dagdraumum mínum beint inn í ræðu Svan­dís­ar Svav­ars­dóttur um hversu metn­að­ar­laus og illa skil­greind stefna stjórn­valda í lofts­lags­málum er. Íslenska þjóðin virð­ist almennt þjást af þeirri rang­hug­mynd að vegna þess að við búum í fal­legri nátt­úru með fullt af jarð­varma­orku hljót­u­m við þar af leið­andi að vera ótrú­lega fram­sýnt nátt­úru­vernd­ar­þjóð­fé­lag. ­Stað­reyndin er hins vegar sú að við erum rétt að skríða upp úr sorp­brennslu­mold­ar­kof­anum þar sem margoft hefur þurft að gera alvar­leg­ar ­at­huga­semdir við díoxíð­mengun nálægt mat­væla­fram­leiðslu og manna­byggð­um. Það eru rétt fjögur ár síðan það lá svo mikið meng­un­ar­ský yfir Ísa­fjarð­arbæ frá­ sorp­brennsl­unni Funa að allt bæj­ar­fé­lagið var komið með hósta eins og Tiny Tim í Jóla­sögu Charles Dic­kens.

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, steig ­upp í pontu og benti á að það ætti nú að veita 400 auka­millj­ónum í þennan flokk (að­eins 100 millj­ónum minna en kostar að taka í sundur gamla hafn­ar­garð­inn og púsla honum aftur sam­an). Sam­kvæmt henni er mála­flokk­ur­inn þrí­þætt­ur: skóg­rækt­ og land­græðsla, atvinnu­upp­bygg­ing og auð­lind­ir. Þar að auki er þarna gert ráð ­fyrir liðnum „ýmis verk­efni“ þar sem eitt og annað varð­andi lofts­lags­mál mund­i ­falla und­ir. Ekki aðeins er búið að vatna umhverf­is­ráðu­neytið út með því að klína við það alls­konar skít úr land­bún­að­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­un­um, heldur fær ­stærsta umhverf­isvá heims­ins, breyt­ingar á lofts­lagi, rusl­flokk­un­ina „ým­is­ verk­efni“ á fjár­lög­um.

Sig­rún benti svo á að eitt stærsta vopn okkar í bar­átt­unn­i við gróð­ur­húsa­loft­teg­undir væri að planta fleiri trjám sem binda koltví­sýr­ing, ekki endi­lega að fram­leiða minna af hon­um. Þetta er flott. Við ættum öll að temja okkur það að planta einu tré í hvert skipti sem við gerum eitt­hvað heimsku­legt.

Ann­ars virð­ist helsta verk­efni þessa ráðu­neytis vera að rök­styðja frek­ari „skyn­sam­lega nýt­ingu auð­linda“ sem vana­lega þýðir virkj­anir í þágu orku­freks iðn­að­ar. Jóni Gunn­ars­syni tókst meira að segja að túlka ­nið­ur­stöðu COP21 ráð­stefn­unnar í París á þá leið að hún væri hvatn­ing til þess að virkja okkar hreinu auð­lindir enn frek­ar. Ég óska honum bara gleði­legra jóla á hvaða plánetu sem hann er frá.

Mér finnst frá­bært að þessi albanska fjöl­skylda hafi að lokum fengið rík­is­borg­ara­rétt. Á sama tíma finnst mér líka glatað að það hafi þurft stöðugan ágang í fjöl­miðlum til þess að fá það í gegn. Ég er ekki á því að Útlend­inga­stofnun eða inn­an­rík­is­herra séu fas­ist­ar. Ég trúi því ein­lægt að þetta fólk geri sitt besta innan úrelts og gall­aðs lag­ara­mma. Það stuðar fólk líka mest; allir eru sam­mála því að lög­gjöfin sé úrelt og úr sér gengin en sam­t þarf enn að vinna eftir henni. Það falla rök með því að það taki tíma að semja ­góð, þverpóli­tísk lög og það vona held ég allir að ný útlend­inga­lög verð­i opn­ari og víð­sýnni en þau sem fyrir eru.

Það breytir því samt ekki að við búum í breyttum heimi. Lík­lega breytt­ari en við gerum okkur grein fyr­ir. Næstu 30 árin að er talið að um 150-200 millj­ónir muni þurfa að yfir­gefa heim­ili sín sökum lofts­lags­breyt­inga; hvort sem það er hækk­andi sjáv­ar­máli, þurrk­um, súrnun sjávar eða hita­breyt­ing­um að kenna. Setjið það í sam­hengi við þá litlu eina milljón sýr­lenskra flótta­manna sem komu til Evr­ópu í ár. Þetta er fólk sem hefur enga laga­lega ­stöðu sem flótta­fólk – það fellur ekki undir skil­grein­ingar stríðs eða póli­tískra ofsókna. Ekk­ert sem kom út úr COP21, Evr­ópu­lög­gjöf­inni eða neinn­i al­þjóð­legri lög­gjöf gerir ráð fyrir þess­ari nán­ast ómum­flýj­an­legu stað­reynd. Það hlýtur ein­hvern tím­ann að koma sá punktur sem við getum ekki lengur bent á hvert annað um að bera ábyrgð á því sem koma skal. Það er ákveð­inn hópur fólks sem vill vernda íslenskt sam­fé­lag og íslensk gildi frá þeim ágangi sem fylgir inn­flytj­endum og flótta­mönnum frá öðrum menn­ing­ar­heimi; hvers virði eru þau ­gildi þegar þau geta ekki einu sinni borið ábyrgð á eigin hlut í þeim heimi sem við viljum kalla okkur fram­sýnan hluta af?

En það er ekki hægt að skilja okkur sjálf frá þeirri stefn­u ­sem stjórn­völd reka eða þeim veru­leika sem blasir við næstu ára­tug­ina. Ég er ­sjálfur svo mik­ill sóði að ég þori varla að að tala um það. Ég fer í 6-7 ­sjóð­andi heit böð í viku, læt bæði heitt og kalt vatn renna þótt ég sé var­la heima, á gríð­ar­lega erfitt með að flokka pappír og plast frá öðru sorpi og hendi svona ⅕ af öllum mat sem ég kaupi. Þegar ein­hverjir af vinum mínum ákveða op­in­ber­lega að reyna að sporna við þeirri sturluðu sóun sem við upp­lifum á deg­i hverjum sem svo­kallað vel­ferð­ar­sam­fé­lag með því að ger­ast græn­metisætur eða tala um skipu­lagða minnkun á einka­neyslu þá verð ég pirr­að­ur; hugsa með mér­: „Hvernig voga þau sér að þykj­ast vera betri en ég?“ Fyrir það eitt að sýna ein­hvers konar sam­á­byrgð. Hversu miklu er ég raun­veru­lega til­bú­inn að fórna?

Ég ímynda mér að hug­tök eins og „góða fólk­ið“ spretti upp­ úr þess­ari til­finn­ingu; fólk sem þolir ekki að ein­hver vogi sér að þykj­ast ver­a ein­hvers konar yfir­burða­þegn í sam­fé­lagi manna. Þegar við heyrum að við þurf­um að brenna minna rusl eða skjóta færri hvali eða virkja færri fossa heyr­is­t alltaf sama gargið um aðför að sjálf­stjórn­ar­rétti okk­ar; eins og við séum barn í frekjukasti yfir að vera skammað fyrir að kasta steinum í bíla, eða fulli frænd­inn í jóla­boð­inu sem kallar þig komm­ún­ista af því að þú nennir ekki að hlusta á ein­ræðu um hversu hættu­legir múslimar séu. Ef við ætlum að vera svona ó­geðs­lega léleg í lýð­ræði þá eigum við eig­in­lega ekki skilið að hafa það.

Við erum nefni­lega að kom­ast að þrot­mörk­um. Það er ekki ­lengur hægt að þykj­ast vera partur af hömlu­lausri neyslu og ein­hvers konar þegn í með­vit­uðu sam­fé­lagi. Það er ekki hægt að baða kött­inn sinn upp úr bens­íni og klóra sér svo í hausnum yfir því að hann hlaupi log­andi og mjálm­andi nið­ur­ ­göt­una. Á ein­hverjum tíma­punkti verðum við að ákveða hvers konar sam­fé­lag við viljum vera. Taka ábyrgð á því að ekki sé enda­laust hægt að gera það sem við viljum og ætl­ast til þess að eft­ir­köstin séu eng­in. Við þurfum ekki að skjóta hvali eða leggja á Lauga­veg­inum eða brenna sorp frekar en við þurfum að horfa á The Bill Cosby Christmas Speci­al.

Eða við getum bara sleppt því og fagnað hömlu­laust þeg­ar Norð­ur­póll­inn bráðnar nægi­lega til þess að öll kaup­skip jarðar geti loks­ins ­siglt í gegnum okkar land­helgi. Við getum orðið Hong Kong norð­urs­ins þar sem allri þeirri olíu sem hægt verður að dæla upp úr Dreka­svæð­inu verður land­að. Ólafur Ragnar verður búinn að éta svo mikið af stofn­frumum að hann mun lifa að ei­lífu, við vinnum öll á norskum olíu­bor­p­alli sem er búið að breyta í spila­vít­i og það eina sem mun standa eftir er Elliði Vign­is­son, stand­andi á fjall­há­um haug af log­andi rusli íklæddur brynju úr gömlu dekkjagúmmíi, písk­andi áfram emj­andi hjörð af nátt­úru­vernd­ar­sinnum sem eru tjóðraðir við Herj­ólf og draga hann skref fyrir skref út úr Land­eyja­höfn eins og egypskir þrælar að hlaða pýramídana í Gísa. En við höfum svosem talað um það áður.

Ég er í það minnsta búinn að kolefn­is­jafna mig svo vel með­ þessum pistli að ég get með góðri sam­visku borðað smjör­steiktar franskar anda­bringur með syk­ur­brún­uðum kart­öfl­um, opnað nokkra tugi þús­unda í jóla­gjöf­um og svo jafn­vel séð Star Wars einu sinni til tvisvar í við­bót án þess að hafa nokkrar áhyggjur af hnignun jarð­ar. Í versta falli planta ég eins og einu tré.

Gleði­leg jól.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None