Kolefnisjöfnuð jólakveðja

Auglýsing

Sem ég sigli daufur til augn­anna á milli ótal ­sjón­varps­stöðva stað­næm­ist ég oft á ein­hverju heila­bil­uðu kjaftæði. Um dag­inn var ég fros­inn svo lengi á singapúrska rokk­stjörnu­predik­ar­anum og Ken-­dúkkunn­i Jos­eph Prince að ég var einni dæmisögu frá því að frelsast, kaupa allt sett­ið af DVD-disk­unum hans og leggja 150.000 inn á söfn­una­reikn­ing Ómega fyrir kaup­um á nýjum gervi­hnetti og auka­strengjum í gít­ar­inn hjá Guð­laugi Lauf­dal, sem ég er nokkuð viss um að vinni ekki þar leng­ur.

Aldrei stranda ég samt jafn kyrfi­lega og þegar það er ein­hver dag­skrá í Alþing­is­sjón­varp­inu, hvað þá þegar klukkan nálg­ast mið­nætt­i og þing­heimur annað hvort sturl­aður af rétt­látri heift eða stjarfur af drykkju.

En það voru ekki líf­lega líf­lausar umræður um fjár­lögin sem ­föng­uðu huga minn. Neðst í vinstra horni sjón­varps­ins míns sat nefni­lega ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Eftir því sem leið á færð­ist athygli mín nær ein­göngu að hon­um; for­sæt­is­ráð­herra virð­ist nefni­lega hafa jafn­lít­inn áhuga á því að hlusta á ræður ann­ara og hann hefur á því að halda þær sjálf­ur. Hann situr því þarna, í vinstra horn­inu, algjör­lega í sínum eigin heimi, hvorki ­með­vit­aður um til­vist ann­ara í kring um sig né sjón­varps­mynda­vél­ina sem er á hon­um. Hann var ekki að sperra sig til að svara „blogg­ur­um“ eða flytja níð­vís­ur um Kára Stef­áns­son, heldur var hann bara hann sjálf­ur; eins mann­legur og brot­hættur og ég hef séð hann. Klór­andi sér í nef­inu, horf­andi út í loft­ið, fitlandi stefnu­laust við snjall­sím­ann sinn. Ég færði mig nær skján­um. Þrátt ­fyrir að vera á allt of stóra sjón­varp­inu mínu virt­ist hann samt svo lít­ill og brothætt­ur; svo afvopn­aður og afhjúp­að­ur. Hann var minn Almar. Ef ég gæti teyg­t mig í gegn um skjá­inn hefði hann rétt passað í lófann á mér – sitj­andi róleg­ur, klór­andi sér í nef­inu. Á dag­inn mundi hann vera í inn­a­n­ávas­anum mínum og mala, en á kvöldin mundi ég búa um hann í skó­kassa við hlið­ina á rúm­inu mínu. Ég gæfi honum litlar kex­kökur og vín­ber að borða og klór­aði honum á mag­an­um.

Auglýsing

Alla­veg­ana.

Ég vakn­aði úr dagdraumum mínum beint inn í ræðu Svan­dís­ar Svav­ars­dóttur um hversu metn­að­ar­laus og illa skil­greind stefna stjórn­valda í lofts­lags­málum er. Íslenska þjóðin virð­ist almennt þjást af þeirri rang­hug­mynd að vegna þess að við búum í fal­legri nátt­úru með fullt af jarð­varma­orku hljót­u­m við þar af leið­andi að vera ótrú­lega fram­sýnt nátt­úru­vernd­ar­þjóð­fé­lag. ­Stað­reyndin er hins vegar sú að við erum rétt að skríða upp úr sorp­brennslu­mold­ar­kof­anum þar sem margoft hefur þurft að gera alvar­leg­ar ­at­huga­semdir við díoxíð­mengun nálægt mat­væla­fram­leiðslu og manna­byggð­um. Það eru rétt fjögur ár síðan það lá svo mikið meng­un­ar­ský yfir Ísa­fjarð­arbæ frá­ sorp­brennsl­unni Funa að allt bæj­ar­fé­lagið var komið með hósta eins og Tiny Tim í Jóla­sögu Charles Dic­kens.

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, steig ­upp í pontu og benti á að það ætti nú að veita 400 auka­millj­ónum í þennan flokk (að­eins 100 millj­ónum minna en kostar að taka í sundur gamla hafn­ar­garð­inn og púsla honum aftur sam­an). Sam­kvæmt henni er mála­flokk­ur­inn þrí­þætt­ur: skóg­rækt­ og land­græðsla, atvinnu­upp­bygg­ing og auð­lind­ir. Þar að auki er þarna gert ráð ­fyrir liðnum „ýmis verk­efni“ þar sem eitt og annað varð­andi lofts­lags­mál mund­i ­falla und­ir. Ekki aðeins er búið að vatna umhverf­is­ráðu­neytið út með því að klína við það alls­konar skít úr land­bún­að­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­un­um, heldur fær ­stærsta umhverf­isvá heims­ins, breyt­ingar á lofts­lagi, rusl­flokk­un­ina „ým­is­ verk­efni“ á fjár­lög­um.

Sig­rún benti svo á að eitt stærsta vopn okkar í bar­átt­unn­i við gróð­ur­húsa­loft­teg­undir væri að planta fleiri trjám sem binda koltví­sýr­ing, ekki endi­lega að fram­leiða minna af hon­um. Þetta er flott. Við ættum öll að temja okkur það að planta einu tré í hvert skipti sem við gerum eitt­hvað heimsku­legt.

Ann­ars virð­ist helsta verk­efni þessa ráðu­neytis vera að rök­styðja frek­ari „skyn­sam­lega nýt­ingu auð­linda“ sem vana­lega þýðir virkj­anir í þágu orku­freks iðn­að­ar. Jóni Gunn­ars­syni tókst meira að segja að túlka ­nið­ur­stöðu COP21 ráð­stefn­unnar í París á þá leið að hún væri hvatn­ing til þess að virkja okkar hreinu auð­lindir enn frek­ar. Ég óska honum bara gleði­legra jóla á hvaða plánetu sem hann er frá.

Mér finnst frá­bært að þessi albanska fjöl­skylda hafi að lokum fengið rík­is­borg­ara­rétt. Á sama tíma finnst mér líka glatað að það hafi þurft stöðugan ágang í fjöl­miðlum til þess að fá það í gegn. Ég er ekki á því að Útlend­inga­stofnun eða inn­an­rík­is­herra séu fas­ist­ar. Ég trúi því ein­lægt að þetta fólk geri sitt besta innan úrelts og gall­aðs lag­ara­mma. Það stuðar fólk líka mest; allir eru sam­mála því að lög­gjöfin sé úrelt og úr sér gengin en sam­t þarf enn að vinna eftir henni. Það falla rök með því að það taki tíma að semja ­góð, þverpóli­tísk lög og það vona held ég allir að ný útlend­inga­lög verð­i opn­ari og víð­sýnni en þau sem fyrir eru.

Það breytir því samt ekki að við búum í breyttum heimi. Lík­lega breytt­ari en við gerum okkur grein fyr­ir. Næstu 30 árin að er talið að um 150-200 millj­ónir muni þurfa að yfir­gefa heim­ili sín sökum lofts­lags­breyt­inga; hvort sem það er hækk­andi sjáv­ar­máli, þurrk­um, súrnun sjávar eða hita­breyt­ing­um að kenna. Setjið það í sam­hengi við þá litlu eina milljón sýr­lenskra flótta­manna sem komu til Evr­ópu í ár. Þetta er fólk sem hefur enga laga­lega ­stöðu sem flótta­fólk – það fellur ekki undir skil­grein­ingar stríðs eða póli­tískra ofsókna. Ekk­ert sem kom út úr COP21, Evr­ópu­lög­gjöf­inni eða neinn­i al­þjóð­legri lög­gjöf gerir ráð fyrir þess­ari nán­ast ómum­flýj­an­legu stað­reynd. Það hlýtur ein­hvern tím­ann að koma sá punktur sem við getum ekki lengur bent á hvert annað um að bera ábyrgð á því sem koma skal. Það er ákveð­inn hópur fólks sem vill vernda íslenskt sam­fé­lag og íslensk gildi frá þeim ágangi sem fylgir inn­flytj­endum og flótta­mönnum frá öðrum menn­ing­ar­heimi; hvers virði eru þau ­gildi þegar þau geta ekki einu sinni borið ábyrgð á eigin hlut í þeim heimi sem við viljum kalla okkur fram­sýnan hluta af?

En það er ekki hægt að skilja okkur sjálf frá þeirri stefn­u ­sem stjórn­völd reka eða þeim veru­leika sem blasir við næstu ára­tug­ina. Ég er ­sjálfur svo mik­ill sóði að ég þori varla að að tala um það. Ég fer í 6-7 ­sjóð­andi heit böð í viku, læt bæði heitt og kalt vatn renna þótt ég sé var­la heima, á gríð­ar­lega erfitt með að flokka pappír og plast frá öðru sorpi og hendi svona ⅕ af öllum mat sem ég kaupi. Þegar ein­hverjir af vinum mínum ákveða op­in­ber­lega að reyna að sporna við þeirri sturluðu sóun sem við upp­lifum á deg­i hverjum sem svo­kallað vel­ferð­ar­sam­fé­lag með því að ger­ast græn­metisætur eða tala um skipu­lagða minnkun á einka­neyslu þá verð ég pirr­að­ur; hugsa með mér­: „Hvernig voga þau sér að þykj­ast vera betri en ég?“ Fyrir það eitt að sýna ein­hvers konar sam­á­byrgð. Hversu miklu er ég raun­veru­lega til­bú­inn að fórna?

Ég ímynda mér að hug­tök eins og „góða fólk­ið“ spretti upp­ úr þess­ari til­finn­ingu; fólk sem þolir ekki að ein­hver vogi sér að þykj­ast ver­a ein­hvers konar yfir­burða­þegn í sam­fé­lagi manna. Þegar við heyrum að við þurf­um að brenna minna rusl eða skjóta færri hvali eða virkja færri fossa heyr­is­t alltaf sama gargið um aðför að sjálf­stjórn­ar­rétti okk­ar; eins og við séum barn í frekjukasti yfir að vera skammað fyrir að kasta steinum í bíla, eða fulli frænd­inn í jóla­boð­inu sem kallar þig komm­ún­ista af því að þú nennir ekki að hlusta á ein­ræðu um hversu hættu­legir múslimar séu. Ef við ætlum að vera svona ó­geðs­lega léleg í lýð­ræði þá eigum við eig­in­lega ekki skilið að hafa það.

Við erum nefni­lega að kom­ast að þrot­mörk­um. Það er ekki ­lengur hægt að þykj­ast vera partur af hömlu­lausri neyslu og ein­hvers konar þegn í með­vit­uðu sam­fé­lagi. Það er ekki hægt að baða kött­inn sinn upp úr bens­íni og klóra sér svo í hausnum yfir því að hann hlaupi log­andi og mjálm­andi nið­ur­ ­göt­una. Á ein­hverjum tíma­punkti verðum við að ákveða hvers konar sam­fé­lag við viljum vera. Taka ábyrgð á því að ekki sé enda­laust hægt að gera það sem við viljum og ætl­ast til þess að eft­ir­köstin séu eng­in. Við þurfum ekki að skjóta hvali eða leggja á Lauga­veg­inum eða brenna sorp frekar en við þurfum að horfa á The Bill Cosby Christmas Speci­al.

Eða við getum bara sleppt því og fagnað hömlu­laust þeg­ar Norð­ur­póll­inn bráðnar nægi­lega til þess að öll kaup­skip jarðar geti loks­ins ­siglt í gegnum okkar land­helgi. Við getum orðið Hong Kong norð­urs­ins þar sem allri þeirri olíu sem hægt verður að dæla upp úr Dreka­svæð­inu verður land­að. Ólafur Ragnar verður búinn að éta svo mikið af stofn­frumum að hann mun lifa að ei­lífu, við vinnum öll á norskum olíu­bor­p­alli sem er búið að breyta í spila­vít­i og það eina sem mun standa eftir er Elliði Vign­is­son, stand­andi á fjall­há­um haug af log­andi rusli íklæddur brynju úr gömlu dekkjagúmmíi, písk­andi áfram emj­andi hjörð af nátt­úru­vernd­ar­sinnum sem eru tjóðraðir við Herj­ólf og draga hann skref fyrir skref út úr Land­eyja­höfn eins og egypskir þrælar að hlaða pýramídana í Gísa. En við höfum svosem talað um það áður.

Ég er í það minnsta búinn að kolefn­is­jafna mig svo vel með­ þessum pistli að ég get með góðri sam­visku borðað smjör­steiktar franskar anda­bringur með syk­ur­brún­uðum kart­öfl­um, opnað nokkra tugi þús­unda í jóla­gjöf­um og svo jafn­vel séð Star Wars einu sinni til tvisvar í við­bót án þess að hafa nokkrar áhyggjur af hnignun jarð­ar. Í versta falli planta ég eins og einu tré.

Gleði­leg jól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None