Vissir þú þetta um áfengi?

Auglýsing

Hér eru nokkrar áhuga­verðar stað­reyndir um áfengi:

  • Árlega deyja 110.000 Íslend­ingar áfeng­is­dauða í veislu­sölum um lengri eða skemmri tíma.



  • Áður en orðið áfengi kom til skjal­anna voru gör­óttar veigar ýmist kall­aðar vín, öl eða Sæmund­ar­vatn, það síð­asta með vísan í landskunna gam­an­sögu af Sæmundi fróða Sig­fús­syni. Upp­runi orðs­ins áfengi er óþekktur en tvær kenn­ingar eru lífseigastar: ann­ars vegar sú að um og eftir alda­mótin 1500 hafi ung­menni sem „gerð­ust losta­full með víni, eins og títt var, verið sögð á fengi­tím­anum, sem síðan stýfð­ist í slang­ur­yrð­ing­una á fengi“. Það hafi síðan sam­lag­ast og tekið sér yfir­færða merk­ingu. Hin kenn­ingin segir að þegar Þýska öldin hafi verið að líða undir lok á ofan­verðri 16. öld hafi þýskt slangur rutt sér mjög til rúms í íslensku – ekki síst hafi menn gert sér að leik að skjóta þýskum for­setn­ingum inn í mál sitt í stað íslenskra. Orðið áfengi sé þannig komið úr orða­sam­band­inu auf engi, sem vís­aði til þess að undir áhrifum áfengis hafi menn gjarnan verið algjör­lega úti á túni, eins og nú er sagt. Báðar kenn­ing­arnar bera í sér þau almæltu sann­indi að áfengi ræni fólk vit­glór­unni.

Auglýsing

  • Áfeng­is­próf­anir á dýrum sem gerðar voru í Japan á öðrum ára­tug 20. aldar benda til þess að bein fylgni sé á milli stærðar dýra­teg­unda og vímu­á­hrifa. Þar skera krókó­dílar og hestar sig þó úr. Jafn­framt kom í ljós að hestar deyja áfeng­is­dauða stand­andi.



  • Þrátt fyrir ítrek­aðar varn­að­ar­her­ferðir hefur aldrei tek­ist að sýna fram á að áfeng­is­neysla hafi áhrif á hæfni manna til að stjórna öku­tæki í snjó.



  • Öll morð í Sví­þjóð árið 2013 voru framin í áfeng­is­vímu.



  • Um leið og áfengis hefur verið neytt verður það, að íslenskum lög­um, hluti af lík­ama þess sem það inn­byrðir og er við­kom­andi í kjöl­farið frjálst að halda því sem hluta af lík­ama sínum þar til þess ger­ist ekki lengur þörf og/eða vilji stendur ekki lengur til þess.



  • Adolf Hitler frá­bað sér vín alla tíð en þegar hann var rúm­lega tví­tugur brugg­aði hann hins vegar bjór í kjall­ara­kytru sem hann hafði til afnota og hand­mál­aði sér­hvern flösku­miða sjálfur – á þeim gaf að sögn að líta dauða akur­hænu og setn­ing­una Krieg änd­ert sich nie. Engin flaska hefur varð­veist. Og hvar skyldi litla brug­ger­íið hins vín­hatandi Hitlers hafa verið stað­sett? Jú, auð­vitað í Vín. Bittinú!



  • Í afskekktasta hluta Amazon-frum­skóg­ar­ins býr smár ætt­bálkur frum­byggja sem ekki aðeins hefur aldrei bragðað áfengi heldur hefur aldrei heyrt um það held­ur. Þar eru lífslíkur með þeim mestu á svæð­inu, en á hinn bóg­inn ná fæstir 160 senti­metra hæð.



  • Aqu­arius hefur ekki alltaf verið opin­ber svala­drykkur Ólymp­íu­leik­anna. Á leik­unum í Banda­ríkj­unum og Bret­landi 1904 og 1908 drukku kepp­endur flösku eftir flösku af Dr. Green's Lemonale, gerj­uðum sítrónu­drykk sem var haldið við lík­ams­hita til að íþrótta­menn­irnir töp­uðu ekki orku við að væta kverkarnar og inni­hélt hvorki meira né minna en 3% áfengi. Þar féllu sam­an­lagt 21 heims­met.



  • Börn í móð­ur­kviði eru 350% lík­legri til að þróa með sér áfeng­is­sýki en fólk á miðjum aldri.



  • Manna­nafna­nefnd hafn­aði árið 2010 beiðni um að eig­in­nafnið Áfengi yrði fært á manna­nafna­skrá með þeim rökum að það gæti illa beygst í karl­kyni. For­eldr­arnir voru ekki af baki dottnir og sendu lít­il­lega breytt erindi — sonur þeirra heitir nú Júl­íus Áfangi. Frá árinu 2012 hafa tvö íslensk stúlku­börn verið skírð Víma.



  • Tappa­tog­arar með örmum voru fundnir upp í Ráð­stjórn­ar­ríkj­unum fyrir um 100 árum. Til að sporna við ofneyslu áfengis voru þeir hann­aðir þannig að ill­mögu­legt var að opna flösk­una án þess að valda sjálfum sér sárum skaða á höndum í leið­inni. Þessu hefur síðan verið breytt.



  • Vís­inda­mönnum hefur tek­ist að rækta hænur sem verpa áfengum eggjum ef þær eru ein­göngu aldar á vín­berj­um.



  • Upp úr miðri 19. öld var Borð­eyri þekkt sem áfeng­is­höf­uð­borg norð­urs­ins, enda var bær­inn mik­il­vægur póstur á sigl­inga­leiðum milli heims­álfa með vín og spír­it­us. Haft var á orði að ekki í neinni höfn yrðu önnur eins afföll af farm­inum eins og í Hrúta­firð­inum og Sig­urður Eggerz for­sæt­is­ráð­herra sagði iðu­lega frá því að hann hefði komið undir í veislu sem slegið var upp í einni „án­ing­unn­i“.



  • Frá því að áfengi var fundið upp fyrir sjö­þús­und árum hefur hag­vöxtur í heim­inum auk­ist í réttu hlut­falli við sölu þess.

------------------------------------------------------------------------------------

Von­andi hjálpar þetta fólki að gera upp hug sinn til áfeng­is­frum­varps­ins sem liggur fyrir Alþingi. (Ég ætla núna að fara og sækja um aft­ur­virk lista­manna­laun fyrir að hafa skrifað þennan pistil.)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None