Auglýsing

Ég kann að meta Sig­mund Dav­íð; hann er sann­ar­lega að hámarka það að vera for­sæt­is­ráð­herra. Það er eins og Sig­mund­ur, 5 ára, hafi verið spurður af Hemma Gunn: „Hvað mundir þú gera ef þú værir for­sæt­is­ráð­herra í einn dag?“

„Mmm, ég mundi eign­ast geggjað stórt hús, og ógeðs­lega flottan bíl, og gefa mömmu og pabba pen­inga…­nei, ÖLLUM pen­inga, mmm, og end­ur­reisa emb­ætti húsa­smíða­meist­ara rík­is­ins, og end­ur­hanna alla mið­borg­ina sjálf­ur, og borða perutertu hvenær sem ég vil!“

Hver dagur er nýr Ferris Buell­er­ískur frí­dagur af ótrú­legum ákvörð­un­um. Ég er búinn að liggja and­vaka síðan hann til­kynnti að hann ætl­aði að bretta upp ermarnar og end­ur­hanna allt Hafn­ar­torg sjálfur á þremur vik­um. Ég ímynda mér þetta ein­hvern veg­inn svona:

Auglýsing

---

Regnið bylur á mann­hæð­ar­há­um, myrkv­uðum glugga les­stofu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar í Garða­bæn­um. Eld­ing kveikir eitt and­ar­tak í himn­inum og lýsir upp fölt and­lit for­sæt­is­ráð­herra sem starir brúna­þungur út í húm­ið. Skyndi­lega er hurð­inni að her­berg­inu lokið upp. Í gætt­inni stendur hold­vot­ur, másandi og drull­ugur Matth­ías Ims­land – í fangi hans hvílir óræður hlut­ur, vaf­inn inn í rautt silki. 

„Það tók­st…“

Klukku­stund áður stóð Matth­ías í svart­nætti Hóla­valla­kirkju­garð­ar. Upp úr gegn­drepa úlpu­vas­anum dró hann krump­aðan miða. Hann pírði augun og reyndi að lesa eigin rit­hönd; blátt kúlu­penna­blekið byrj­aði strax að skol­ast til í hönd­unum á hon­um: „Reitur M-0415“ muldr­aði hann með sjálfum sér.

Matth­ías skreið á milli leiða. Leit­andi. Öll virt­ust eins; gamlir líp­ar­ít­steinar með máðu letri. Regnið hýddi á honum bakið líkt og svipa róm­versks her­manns. Hann féll loks örmagna nið­ur; von­ar­neist­inn dofn­andi í aug­un­um. Hann hugs­aði með sjálfum sér. „Hvað er ég að gera hérna? Ég var for­stjóri flug­fé­lags. Kannski ekk­ert frá­bærs flug­fé­lags, en flug­fé­lags!“ Eld­ing lýsti upp garð­inn. Bros lædd­ist fram á varir Matth­í­as­ar. Í þessu and­ar­taki af full­kominni birtu sá hann loks­ins þessi tvö orð, meit­luð í stein, sem hann hafði skriðið í gegn um myrkvaðan kirkju­garð­inn til þess að finna: „Guð­jón Sam­ú­els­son“.

Í þann mund sem Matth­ías þrýsti niður fyrstu skóflustung­unni skall þruman á garð­in­um.

Og nú hafði hann snúið aftur til meist­ara síns. Sig­mundur réttir fram hendur sínar og Matth­ías leggur silki­vaf­inn vönd­ul­inn var­færn­is­lega í arma hans eins og reifað barn. Sig­mundur lítur ekki einu sinni framan í aðstoð­ar­mann sinn: „Farðu Matth­í­as. Það sem ger­ist hér næst er aðeins ætlað mínum aug­um.“

Dyrnar lok­ast. Sig­mundur er einn.

Hinum megin í bæn­um, í rými sem best væri hægt að lýsa sem blöndu af satanísku hofi og ódýrri klám­mynda­leik­mynd, stendur Ásmundur Frið­riks­son rauður og þrút­inn og öskrar vers úr bibl­í­unni á ein­hvern titr­andi hlekkj­aðan aum­ingja sem á þann draum einn heitastan að verða með­limur í Odd­fell­ow-­regl­unni. Honum hafði fund­ist skrýtið að vera læstur inni í kassa með bibl­í­unni, og honum hafði fund­ist pínu und­ar­legt að vera hlekkj­aður á hönd­unum og skoð­aður af hópi karl­manna eins og hann væri að taka þátt í hunda­sýn­ingu.

En það var lík­lega lík­kistan sem olli honum mestu hug­ar­angri. Opna lík­kistan sem í lá nokkuð heil­leg beina­grind. Þar var hann lát­inn krjúpa á meðan Ásmund­ur, vara­stór­sír og áhuga­maður um inn­flytj­end­ur, stóð yfir honum kufl­klæddur og þrum­aði ein­hverja sturl­aða þulu.

Það er nátt­úru­lega ótrú­legt að innan í sér­trúa­söfn­uði mið­aldra, ríkra kap­ít­alista sé pottur brot­inn í bók­halds­gerð. Jafn ótrú­legt og að mið­aldra, ríkir kap­ít­alistar hafi selt öðrum mið­aldra, ríkum kap­ít­alistum fjár­mála­fyr­ir­tæki á grín­verði. Hver hefði haldið að þessi þjóð­fé­lags­hópur bæri ekki hags­muni þjóð­ar­innar fyrir brjósti?

---

Í les­stofu foræt­is­ráð­herra fellur rauður silki­vafn­ingur í gólf­ið; í höndum Sig­mundar er höf­uð­kúpa.

Sig­mundur strýkur henni um aðra augn­tóft­ina, lygnir sjálfur aftur aug­unum og byrjar að kyrja:

„Laug­ar­nes­kirkja, Þjóð­leik­hús­ið, Sund­höll Seyð­is­fjarð­ar­...“

Drun­ur. Viskíglösin skrölta í míní­barn­um.

„..Hótel Borg, Lista­safn Íslands, Aðal­bygg­ing Land­spít­al­ans, Reykja­vík­ur­apó­tek...“

Það hringlar í krist­als­ljósakrónu. Olíu­mál­verk af Gunn­laugi Sig­munds­syni slæst utan í vegg­inn. Sig­mundur hækkar róm­inn.

„Krists­kirkja! Hér­aðs­skól­inn á Laug­ar­vatni! Mjólk­ur­sam­lagið í Borg­ar­nesi! Hall­gríms­kirkja!“

Þá dettur á dúna­logn. Eitt and­ar­tak virð­ist eilíft í þrúg­andi þögn­inni þangað til allar rúð­urnar springa með ofsa­fengnu gler­regni. Krist­als­ljósakrónan hrynur úr loft­inu og splundr­ast. Olíu­máluð augu Gunn­laugs sortna þar til þau verða tvö brunnin göt.

Hósti. Þurr og ónátt­úru­leg­ur. Á skrif­borð­inu situr höf­uð­kúpan – holdi klædd. Var­irnar skræln­að­ar, augn­lokin visnuð. Húðin papp­ír. Hún hóstar upp ryki og ösku. Guð­jón Sam­ú­els­son.

---

Í Kópa­vog­inum stendur Ingó Veð­urguð í pontu brenni­merktri sjálf­stæð­is­fálk­an­um, heldur á lélegri útprentun af Jackson Poll­ock-­mál­verki og veltir fyrir sér hvernig það geti kostað 140 millj­ón­ir.

Við getum auð­vitað sjálfum okkur um kennt. Ekki það að lista­manna­laun og umbætur á kerf­inu í kringum úthlutun á þeim megi ekki ræða. Það er frekar hverja við veljum til þess að ræða þetta. Við bjuggum Einar Mik­ael til. Í kvik­mynd­inni Fifth Elem­ent var óværan hreinn massi af illsku – því fleiri kjarn­orku­sprengjum sem var skotið inn í hann því meira nærð­ist hann og stækk­að­i. Einar Mik­ael er eins; hann þrífst á hreinni athygli. Ég er jafn­sekur og hver ann­ar. Þetta hefði bara getað verið einn Face­book-­póstur með gölnum hug­leið­ingum um hversu margar bækur Einar Mik­ael gæti skrifað á lista­manna­launum (fyrir 5 millj­ónir á mán­uði gæti hann skrifað 50 bækur á ári, fyrir 50 millj­ónir 500 bæk­ur). En svo varð það að frétt sem varð að útvarps­við­tali sem varð að frétta­til­kynn­ingu sem varð að pistli. Núna er þetta orðið þannig að ég get ekki smellt á frétt inni á Vísi án þess að það sé sturluð hug­leið­ing eftir Einar Mik­a­el. Eina leiðin til þess að stöðva þetta er að hætta að lesa; hætta að trúa. Þá visnar hann og hverfur aftur ofan í pípu­hatt­inn sinn. Ef ekki mun hann stækka að eilífu þangað til hann gleypir allt sól­kerf­ið. Ef þú starir nógu lengi inn í Einar Mik­ael mun Einar Mik­ael stara til baka inn í þig. Hann er búinn að stækka um 20 cm bara út af þess­ari máls­grein.

---

Garða­bær­inn.

Sig­mundur rís sótugur upp úr brak­inu, augun sindr­andi af eft­ir­vænt­ingu. Hann ávarpar Guð­jón:

„Al­fað­ir. Ég er þegn þinn. Segðu mér hvað ég þarf að gera til að þókn­ast þér.“

Búk­laust höf­uðuð byrjar að hvísla. Sig­mundur færir sig nær þar til eyra hans liggur þétt að skorpn­uðum vör­un­um.

„Þú skalt reisa mér hof. Það skal hvorki standa of hátt né of lágt. Það skal falla að borg­ar­mynd 3. ára­tugar síð­ustu ald­ar, hvorki fyrri né síð­ari. Það skal end­ur­spegla íslenska þjóð­menn­ingu og þjóð­leg gildi okkar og standa við sjó. Þú hefur þrjár vikur til að hefj­ast handa. Þá, og aðeins þá, mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ast aftur yfir 10 pró­sentum í fylgiskönn­unum MMR.“

Við þessi orð breyt­ist höfuð Guð­jóns Sam­ú­els­sonar í sand og fýkur út um glugg­ann.

Eitt fána­litað tár rennur niður vanga for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None