Auglýsing

Um dag­inn var ég stödd lengst inni í stórri verslun með þriggja ára son minn sem skyndi­lega leið eitt­hvað illa. Búð­ar­ferðin hafði gengið ágæt­lega fram að þessu en allt í einu varð áreitið í umhverf­inu of mikið fyrir hann. Hvers vegna? Jú, sonur minn er með ein­hverfu og eins og margir vita getur of mikið áreiti reynst börnum með ein­hverfu erfitt. 

Með dreng­inn í fang­inu (hann er 20 kíló og ég hef ekki farið í rækt­ina síðan aldrei) spurði ég starfs­mann hvort ég mætti fara út um neyð­ar­út­gang­inn sem ég stóð við hlið­ina á. Ég vissi, miðað við stigið sem grát­ur­inn var kom­inn á og lík­ams­tján­ingu sonar míns, að við yrðum að kom­ast út úr aðstæð­unum sem fyrst. En starfs­mað­ur­inn hristi haus­inn og vís­aði okkur ein­hverja styttri leið út sem virk­aði samt eins og tíu kíló­metrar miðað við ástandið á barn­inu og mér. 

Þegar ég kom að kass­an­um, löngu búin að leggja frá mér vör­urnar sem ég ætl­aði að kaupa, bræddi sonur minn end­an­lega úr sér, lagð­ist í gólf­ið, öskr­aði og barð­ist um. Ég, mátt­laus í hönd­unum eftir burð­inn, gat ekk­ert gert nema að krjúpa niður til hans, tala rólega við hann og vona að þannig næði ég til hans. Allt í einu tók ég eftir því að ein­hver stóð yfir okk­ur. Þar voru á ferð örygg­is­vörður og annar starfs­maður versl­un­ar­innar en hvor­ugur sagði nokk­uð, þeir bara horfðu á okkur í hálf­gerðri við­bragðs­stöðu. Við þetta fóru aðrir auð­vitað að horfa líka. Þið vit­ið. Ég var konan með „brjál­aða barn­ið” við kass­ann og ofan á allt leit senan út eins og hand­taka væri yfir­vof­and­i. 

Auglýsing

Ég reyndi að úti­loka alla þessa athygli, sem í aðstæð­unum virk­aði eins og enn meira áreiti fyrir son minn, og hélt áfram að reyna að ná til hans. Ekk­ert gekk og eina ráðið var að bera hann öskr­andi út um leið og ég hafði safnað nógu miklum kröftum til að geta haldið á hon­um. Á leið­inni út stóðu hjón álengd­ar, bentu á okkur og hlógu. Ég heyrði ungan mann segja við afgreiðslu­mann: „Er alltaf svona brjálað hérna?” Þegar ég komst loks­ins út í bíl sagði dreng­ur­inn minn snökt­andi: „Bú­ið” og „fyr­ir­gefð­u”. 

Ég hef tals­vert langa reynslu af því að ala upp börn á ein­hverfu­róf­inu. Og ég hef ágætis sam­an­burð frá því fyrir tíu árum þegar eldri sonur minn greind­ist og nú fyrir réttu ári þegar yngri sonur minn greind­ist. Það hefur orðið veru­leg vit­und­ar­vakn­ing meðal almenn­ings um til­vist ein­hverfu og hvað í því felst þegar barn er með ein­hverfu eða á ein­hverfu­róf­inu. Ég þarf til dæmis ekki lengur að útskýra fyrir fólki hvað ein­hverfa er, eins og ég þurfti iðu­lega að gera hér fyrir tíu árum síð­an. Fólk er með á nót­un­um, fólk er almennt séð opið, skiln­ings­ríkt og umburð­ar­lynt og það er frá­bært. En það er eitt sem hefur ekki breyst og það er ákveðið við­horf sem ég finn iðu­lega fyrir þegar ég fer með barnið mitt út á almanna­færi. Við­horf sem ég finn frá fólki þegar barnið mitt hagar sér ekki nákvæm­lega eins og það „á” að gera eða eins og „allir hin­ir” ger­a. 

Nú gætu ein­hverjir hugsað hvað ég sé að spá að fara með barnið í búð­ir. Get ég ekki bara fengið pössun þegar ég þarf að díla við hluti eins og inn­kaup og aðrar athafnar þar sem við þurfum að vera innan um fólk? Er ég ekki með nógu góðan „stuðn­ing”? 

En hérna kemur það, punkt­ur­inn sem mér finnst vera aug­ljós en virð­ist enn vefj­ast fyrir ein­hverj­um, þar á meðal starfs­fólki versl­ana: Sam­fé­lagið allt á að vera stuðn­ing­ur. Við eigum að taka börn­unum okkar eins og þau eru og það á ekki bara við í orði heldur líka á borði. Alveg sama hvaða grein­ingu þau kunna að hafa. Alveg sama hvernig þau bregð­ast við til­teknum aðstæð­um. Alveg sama hvernig þau haga sér og hvenær.

Það er ekki nóg að hafa heyrt að þeir sem eru á ein­hverfu­róf­inu geti verið við­kvæm­ari fyrir áreiti og óvæntum upp­á­kom­um. Það þarf líka að skilja að þar með gæti slíkt barn brætt út sér, til dæmis í búð við hlið­ina á þér þegar þú ert að velja þér fiski­bollur eða lampa. Og þá er mik­il­vægt að gera ekki sjálf­krafa ráð fyrir því við­kom­andi barn hljóti að vera í „frekjukast­i”. 

Skynúr­vinnsla ein­hverfra er ólík þeirra sem ekki eru með ein­hverfu. Hljóð úr óvæntri átt, ný leið í leik­skól­ann, skært eða blikk­andi ljós, geta verið nóg til að setja allt úr skorðum hjá ein­hverfu barni þannig að því fer skyndi­lega að líða alveg óbæri­lega illa. Þetta er sér­stak­lega erfitt hjá börnum sem hafa ekki náð þeim þroska að geta tjá sig með orð­um, eins og sonur minn. Þau geta ekki látið í ljós óþæg­indi sín eða van­líðan öðru­vísi en með gráti, öskrum, spörkum og annarri lík­ams­tján­ing­u. 

Hér kemur að lokum vin­sam­leg ábend­ing: Næst þegar þið sjáið fólk glotta, benda, hneyksl­ast eða hlæja að „brjál­uðu” barni og bug­uðu for­eldri þess í búð þá mana ég ykkur til að skipta ykkur af. Jebb, hendið ykkur bara í þetta. Próf­iði að fara til for­eldr­is­ins og bjóða fram aðstoð eða bara segja: „Úff, þú stendur þig vel” eða „Get ég eitt­hvað gert til að hjálp­a?” Ég lofa, þessi örfáu orð munu veita styrk og stuðn­ing á erf­iðri stund­u. 

Og er ein­hver starfs­maður í stór­verslun að lesa þennan pistil? Ef já: Næst þegar mann­eskja með barn í fang­inu biður þig um hjálp við að yfir­gefa búð­ina auð­veld­lega og án króka­leiða, þá máttu alveg gera ráð fyrir að það sé mik­il­væg ástæða fyrir bón­inni og segja já. 

Búið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None