Auglýsing

Morg­un­blaðið birti í vik­unni á vef sínum ansi merki­legar myndir af fálka að éta máv sem hann drap á Akur­eyri. Í frétt­inni kemur fram að fálkar séu ekki algeng sjón í bænum og að hann hafi haft mávinn undir eftir mik­inn slag. Mynd­irnar voru því að mörgu leyti ein­stakar ásamt því að vera mjög flott­ar. Sem­sagt, gæða­efni fyrir vef­inn enda deildu hund­ruð manns frétt­inni.

Frétt­inni var að sjálf­sögðu dreift á Face­book-­síðu mbl.is og þar skildi fjöldi fólks eftir athuga­semd­ir. Í stað­inn fyrir að hrósa ljós­mynd­ar­anum eða miðl­inum fyrir skemmti­legt og frum­legt efni virt­ust sumir ósáttir við frétta­matið sem varð til þess að fréttin var birt á þessum fjöl­sóttasta vef­miðli lands­ins. „Hvað er frétt­næmt við þetta?“ spurði ungur maður með ætt­ar­nafn og „SO?“ spurði yfir­læt­is­full eldri kona. Að lokum kom svo stóra spurn­ingin frá mið­aldra konu í Nor­egi; hæl­krókur netheima — upp­gjaf­ar­takið sjálft: „Er þetta frétt?“

… 

Ég reyni stundum að átta mig á því hvað vakir fyrir fólki sem nöldrar yfir til­teknum fréttum og þá sér­stak­lega frétta­mati. Frétt­irnar eru ekki rangar heldur ein­fald­lega ekki nógu merki­legar í hugum fólks­ins sem þó les þær, skilur eftir athuga­semd­ir, dreifir á Face­book og ræðir um við vini sína. Mögu­lega velti ég þessu fyrir mér meira en aðrir vegna þess að ég rek lít­inn vef­miðil og finnst eig­in­lega allt frétt­næmt, bara mis­mik­ið. Frétta­mat er nefni­lega full­kom­lega afstætt. Ein­hverjum finnst frétt um að Kim Kar­dashian sé loks­ins búin að ljóstra upp leynd­ar­mál­inu á bak­við brjósta­skor­una sína mjög merki­leg (lím­band og mikið af því) en hefur aldrei heyrt um Borg­un­ar­mál­ið. Aðrir vilja alltaf vita hvað Bigga löggu finnst um hita­málin en er drullu­sama um deilu Kára Stef­áns og Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur vil ég alltaf vita hvað Kára finnst og þarf eig­in­lega að heyra í honum varð­andi troðslu­keppn­ina í NBA.

Auglýsing

Að mis­líka eitt­hvað og finn­ast að öllum öðrum eigi líka að vera mis­boðið er mjög sér­stök teg­und af frekju. „Mér er alveg sama um þetta. Af hverju er verið að fjalla um þetta?“ Þetta er í besta falli hlægi­leg afstaða en hún er furðu­lega útbreidd og leið­in­lega hávær. Svona eins og mót­or­hjól í mið­bænum á sumr­in.

Sam­fé­lags­miðl­arnir gáfu öllum rödd og það eru furðu­margir að nota þessa rödd til að frekj­ast. Vef­miðlar gefa fólki tæki­færi til að tjá sig um fréttir og koma skoð­unum sínum ræki­lega á fram­færi. Þennan mögu­leika mætti til dæmis nýta til að koma nýjum upp­lýs­ingum um til­tekin mál áleiðis en það ger­ist eig­in­lega aldrei. Í stað­inn kemur saman hópur fólks sem lýsir van­þóknun sinni á frétta­mat­inu, sem er afstætt og dissar við­mæl­and­ann, sem það þekkir ekki. 

Þetta er galið!

Spáið líka í að fólk noti inter­netið til að koma þessum skoð­unum á fram­færi. Fólk virð­ist vera að nota inter­netið án þess að hafa hug­mynd um hvað það er — eins og það viti ekki að allar upp­lýs­ingar í heim­inum eru aðeins einum leit­ar­streng í burtu. Ef fréttir falla ekki undir áhuga­svið þeirra eru mögu­leik­arnir á því að sækja eitt­hvað annað efni bók­staf­lega enda­laus­ir. Upp­lýs­ing­ar, fróð­leik­ur, skemmt­un, jafn­vel mennt­un! tæki­færin eru enda­laus en í stað­inn ákveður fólk að til­kynna opin­ber­lega, að fréttin sem þau lásu hafi ekki verið þeim að skapi, að við­mæl­and­inn sé fífl og blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði hana sé sið­laus fávit­i. 

Þau hefði getað nýtt tíma sinn í eitt­hvað upp­byggi­legt eins og að kynna sér sögu lest­ar­kerf­is­ins í Þýska­landi. Eða sækja nýja upp­skrift. Þannig hefðu þau getað komið sínum nán­ustu á óvart með ilm­andi brauði og óvæntum upp­lýs­ingum um fyrstu járn­braut­ar­lest­ina í Þýska­landi sem fór milli Núrn­berg og Fürth árið 1835.

En það þarf frekar að spyrja: „Er þetta frétt?“ í millj­ón­asta skipti. Spurn­ing sem hefur ekk­ert svar því eng­inn hatar sjálfan sig nógu mikið til að svara henni. Spurn­ing sem á ekki heima í kommenta­kerf­unum fjöl­miðla. Spurn­ing sem á hvergi heima, nema ef til vill uppi í rass­gat­inu á þér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None