Auglýsing

Morg­un­blaðið birti í vik­unni á vef sínum ansi merki­legar myndir af fálka að éta máv sem hann drap á Akur­eyri. Í frétt­inni kemur fram að fálkar séu ekki algeng sjón í bænum og að hann hafi haft mávinn undir eftir mik­inn slag. Mynd­irnar voru því að mörgu leyti ein­stakar ásamt því að vera mjög flott­ar. Sem­sagt, gæða­efni fyrir vef­inn enda deildu hund­ruð manns frétt­inni.

Frétt­inni var að sjálf­sögðu dreift á Face­book-­síðu mbl.is og þar skildi fjöldi fólks eftir athuga­semd­ir. Í stað­inn fyrir að hrósa ljós­mynd­ar­anum eða miðl­inum fyrir skemmti­legt og frum­legt efni virt­ust sumir ósáttir við frétta­matið sem varð til þess að fréttin var birt á þessum fjöl­sóttasta vef­miðli lands­ins. „Hvað er frétt­næmt við þetta?“ spurði ungur maður með ætt­ar­nafn og „SO?“ spurði yfir­læt­is­full eldri kona. Að lokum kom svo stóra spurn­ingin frá mið­aldra konu í Nor­egi; hæl­krókur netheima — upp­gjaf­ar­takið sjálft: „Er þetta frétt?“

… 

Ég reyni stundum að átta mig á því hvað vakir fyrir fólki sem nöldrar yfir til­teknum fréttum og þá sér­stak­lega frétta­mati. Frétt­irnar eru ekki rangar heldur ein­fald­lega ekki nógu merki­legar í hugum fólks­ins sem þó les þær, skilur eftir athuga­semd­ir, dreifir á Face­book og ræðir um við vini sína. Mögu­lega velti ég þessu fyrir mér meira en aðrir vegna þess að ég rek lít­inn vef­miðil og finnst eig­in­lega allt frétt­næmt, bara mis­mik­ið. Frétta­mat er nefni­lega full­kom­lega afstætt. Ein­hverjum finnst frétt um að Kim Kar­dashian sé loks­ins búin að ljóstra upp leynd­ar­mál­inu á bak­við brjósta­skor­una sína mjög merki­leg (lím­band og mikið af því) en hefur aldrei heyrt um Borg­un­ar­mál­ið. Aðrir vilja alltaf vita hvað Bigga löggu finnst um hita­málin en er drullu­sama um deilu Kára Stef­áns og Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur vil ég alltaf vita hvað Kára finnst og þarf eig­in­lega að heyra í honum varð­andi troðslu­keppn­ina í NBA.

Auglýsing

Að mis­líka eitt­hvað og finn­ast að öllum öðrum eigi líka að vera mis­boðið er mjög sér­stök teg­und af frekju. „Mér er alveg sama um þetta. Af hverju er verið að fjalla um þetta?“ Þetta er í besta falli hlægi­leg afstaða en hún er furðu­lega útbreidd og leið­in­lega hávær. Svona eins og mót­or­hjól í mið­bænum á sumr­in.

Sam­fé­lags­miðl­arnir gáfu öllum rödd og það eru furðu­margir að nota þessa rödd til að frekj­ast. Vef­miðlar gefa fólki tæki­færi til að tjá sig um fréttir og koma skoð­unum sínum ræki­lega á fram­færi. Þennan mögu­leika mætti til dæmis nýta til að koma nýjum upp­lýs­ingum um til­tekin mál áleiðis en það ger­ist eig­in­lega aldrei. Í stað­inn kemur saman hópur fólks sem lýsir van­þóknun sinni á frétta­mat­inu, sem er afstætt og dissar við­mæl­and­ann, sem það þekkir ekki. 

Þetta er galið!

Spáið líka í að fólk noti inter­netið til að koma þessum skoð­unum á fram­færi. Fólk virð­ist vera að nota inter­netið án þess að hafa hug­mynd um hvað það er — eins og það viti ekki að allar upp­lýs­ingar í heim­inum eru aðeins einum leit­ar­streng í burtu. Ef fréttir falla ekki undir áhuga­svið þeirra eru mögu­leik­arnir á því að sækja eitt­hvað annað efni bók­staf­lega enda­laus­ir. Upp­lýs­ing­ar, fróð­leik­ur, skemmt­un, jafn­vel mennt­un! tæki­færin eru enda­laus en í stað­inn ákveður fólk að til­kynna opin­ber­lega, að fréttin sem þau lásu hafi ekki verið þeim að skapi, að við­mæl­and­inn sé fífl og blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði hana sé sið­laus fávit­i. 

Þau hefði getað nýtt tíma sinn í eitt­hvað upp­byggi­legt eins og að kynna sér sögu lest­ar­kerf­is­ins í Þýska­landi. Eða sækja nýja upp­skrift. Þannig hefðu þau getað komið sínum nán­ustu á óvart með ilm­andi brauði og óvæntum upp­lýs­ingum um fyrstu járn­braut­ar­lest­ina í Þýska­landi sem fór milli Núrn­berg og Fürth árið 1835.

En það þarf frekar að spyrja: „Er þetta frétt?“ í millj­ón­asta skipti. Spurn­ing sem hefur ekk­ert svar því eng­inn hatar sjálfan sig nógu mikið til að svara henni. Spurn­ing sem á ekki heima í kommenta­kerf­unum fjöl­miðla. Spurn­ing sem á hvergi heima, nema ef til vill uppi í rass­gat­inu á þér.

Arnar Þór aðstoðar Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn.
18. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa þöggunarmenningu og að ferlar til að taka á slíkum málum séu gallaðir og komi niður á þolendum.
18. janúar 2018
Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið
Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.
18. janúar 2018
Jón Gunnar Borgþórsson
Eru þjóðarframleiðsla og framleiðni ekki lengur góðir mælikvarðar á þróun hagkerfa?
18. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Hismið
Hismið
Hismið – Joe and the Juice væðing grasreykinga
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None