Morg­un­blaðið birti í vik­unni á vef sínum ansi merki­legar myndir af fálka að éta máv sem hann drap á Akur­eyri. Í frétt­inni kemur fram að fálkar séu ekki algeng sjón í bænum og að hann hafi haft mávinn undir eftir mik­inn slag. Mynd­irnar voru því að mörgu leyti ein­stakar ásamt því að vera mjög flott­ar. Sem­sagt, gæða­efni fyrir vef­inn enda deildu hund­ruð manns frétt­inni.

Frétt­inni var að sjálf­sögðu dreift á Face­book-­síðu mbl.is og þar skildi fjöldi fólks eftir athuga­semd­ir. Í stað­inn fyrir að hrósa ljós­mynd­ar­anum eða miðl­inum fyrir skemmti­legt og frum­legt efni virt­ust sumir ósáttir við frétta­matið sem varð til þess að fréttin var birt á þessum fjöl­sóttasta vef­miðli lands­ins. „Hvað er frétt­næmt við þetta?“ spurði ungur maður með ætt­ar­nafn og „SO?“ spurði yfir­læt­is­full eldri kona. Að lokum kom svo stóra spurn­ingin frá mið­aldra konu í Nor­egi; hæl­krókur netheima — upp­gjaf­ar­takið sjálft: „Er þetta frétt?“

… 

Ég reyni stundum að átta mig á því hvað vakir fyrir fólki sem nöldrar yfir til­teknum fréttum og þá sér­stak­lega frétta­mati. Frétt­irnar eru ekki rangar heldur ein­fald­lega ekki nógu merki­legar í hugum fólks­ins sem þó les þær, skilur eftir athuga­semd­ir, dreifir á Face­book og ræðir um við vini sína. Mögu­lega velti ég þessu fyrir mér meira en aðrir vegna þess að ég rek lít­inn vef­miðil og finnst eig­in­lega allt frétt­næmt, bara mis­mik­ið. Frétta­mat er nefni­lega full­kom­lega afstætt. Ein­hverjum finnst frétt um að Kim Kar­dashian sé loks­ins búin að ljóstra upp leynd­ar­mál­inu á bak­við brjósta­skor­una sína mjög merki­leg (lím­band og mikið af því) en hefur aldrei heyrt um Borg­un­ar­mál­ið. Aðrir vilja alltaf vita hvað Bigga löggu finnst um hita­málin en er drullu­sama um deilu Kára Stef­áns og Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur vil ég alltaf vita hvað Kára finnst og þarf eig­in­lega að heyra í honum varð­andi troðslu­keppn­ina í NBA.

Auglýsing

Að mis­líka eitt­hvað og finn­ast að öllum öðrum eigi líka að vera mis­boðið er mjög sér­stök teg­und af frekju. „Mér er alveg sama um þetta. Af hverju er verið að fjalla um þetta?“ Þetta er í besta falli hlægi­leg afstaða en hún er furðu­lega útbreidd og leið­in­lega hávær. Svona eins og mót­or­hjól í mið­bænum á sumr­in.

Sam­fé­lags­miðl­arnir gáfu öllum rödd og það eru furðu­margir að nota þessa rödd til að frekj­ast. Vef­miðlar gefa fólki tæki­færi til að tjá sig um fréttir og koma skoð­unum sínum ræki­lega á fram­færi. Þennan mögu­leika mætti til dæmis nýta til að koma nýjum upp­lýs­ingum um til­tekin mál áleiðis en það ger­ist eig­in­lega aldrei. Í stað­inn kemur saman hópur fólks sem lýsir van­þóknun sinni á frétta­mat­inu, sem er afstætt og dissar við­mæl­and­ann, sem það þekkir ekki. 

Þetta er galið!

Spáið líka í að fólk noti inter­netið til að koma þessum skoð­unum á fram­færi. Fólk virð­ist vera að nota inter­netið án þess að hafa hug­mynd um hvað það er — eins og það viti ekki að allar upp­lýs­ingar í heim­inum eru aðeins einum leit­ar­streng í burtu. Ef fréttir falla ekki undir áhuga­svið þeirra eru mögu­leik­arnir á því að sækja eitt­hvað annað efni bók­staf­lega enda­laus­ir. Upp­lýs­ing­ar, fróð­leik­ur, skemmt­un, jafn­vel mennt­un! tæki­færin eru enda­laus en í stað­inn ákveður fólk að til­kynna opin­ber­lega, að fréttin sem þau lásu hafi ekki verið þeim að skapi, að við­mæl­and­inn sé fífl og blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði hana sé sið­laus fávit­i. 

Þau hefði getað nýtt tíma sinn í eitt­hvað upp­byggi­legt eins og að kynna sér sögu lest­ar­kerf­is­ins í Þýska­landi. Eða sækja nýja upp­skrift. Þannig hefðu þau getað komið sínum nán­ustu á óvart með ilm­andi brauði og óvæntum upp­lýs­ingum um fyrstu járn­braut­ar­lest­ina í Þýska­landi sem fór milli Núrn­berg og Fürth árið 1835.

En það þarf frekar að spyrja: „Er þetta frétt?“ í millj­ón­asta skipti. Spurn­ing sem hefur ekk­ert svar því eng­inn hatar sjálfan sig nógu mikið til að svara henni. Spurn­ing sem á ekki heima í kommenta­kerf­unum fjöl­miðla. Spurn­ing sem á hvergi heima, nema ef til vill uppi í rass­gat­inu á þér.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiKjaftæði