Auglýsing

Morg­un­blaðið birti í vik­unni á vef sínum ansi merki­legar myndir af fálka að éta máv sem hann drap á Akur­eyri. Í frétt­inni kemur fram að fálkar séu ekki algeng sjón í bænum og að hann hafi haft mávinn undir eftir mik­inn slag. Mynd­irnar voru því að mörgu leyti ein­stakar ásamt því að vera mjög flott­ar. Sem­sagt, gæða­efni fyrir vef­inn enda deildu hund­ruð manns frétt­inni.

Frétt­inni var að sjálf­sögðu dreift á Face­book-­síðu mbl.is og þar skildi fjöldi fólks eftir athuga­semd­ir. Í stað­inn fyrir að hrósa ljós­mynd­ar­anum eða miðl­inum fyrir skemmti­legt og frum­legt efni virt­ust sumir ósáttir við frétta­matið sem varð til þess að fréttin var birt á þessum fjöl­sóttasta vef­miðli lands­ins. „Hvað er frétt­næmt við þetta?“ spurði ungur maður með ætt­ar­nafn og „SO?“ spurði yfir­læt­is­full eldri kona. Að lokum kom svo stóra spurn­ingin frá mið­aldra konu í Nor­egi; hæl­krókur netheima — upp­gjaf­ar­takið sjálft: „Er þetta frétt?“

… 

Ég reyni stundum að átta mig á því hvað vakir fyrir fólki sem nöldrar yfir til­teknum fréttum og þá sér­stak­lega frétta­mati. Frétt­irnar eru ekki rangar heldur ein­fald­lega ekki nógu merki­legar í hugum fólks­ins sem þó les þær, skilur eftir athuga­semd­ir, dreifir á Face­book og ræðir um við vini sína. Mögu­lega velti ég þessu fyrir mér meira en aðrir vegna þess að ég rek lít­inn vef­miðil og finnst eig­in­lega allt frétt­næmt, bara mis­mik­ið. Frétta­mat er nefni­lega full­kom­lega afstætt. Ein­hverjum finnst frétt um að Kim Kar­dashian sé loks­ins búin að ljóstra upp leynd­ar­mál­inu á bak­við brjósta­skor­una sína mjög merki­leg (lím­band og mikið af því) en hefur aldrei heyrt um Borg­un­ar­mál­ið. Aðrir vilja alltaf vita hvað Bigga löggu finnst um hita­málin en er drullu­sama um deilu Kára Stef­áns og Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur vil ég alltaf vita hvað Kára finnst og þarf eig­in­lega að heyra í honum varð­andi troðslu­keppn­ina í NBA.

Auglýsing

Að mis­líka eitt­hvað og finn­ast að öllum öðrum eigi líka að vera mis­boðið er mjög sér­stök teg­und af frekju. „Mér er alveg sama um þetta. Af hverju er verið að fjalla um þetta?“ Þetta er í besta falli hlægi­leg afstaða en hún er furðu­lega útbreidd og leið­in­lega hávær. Svona eins og mót­or­hjól í mið­bænum á sumr­in.

Sam­fé­lags­miðl­arnir gáfu öllum rödd og það eru furðu­margir að nota þessa rödd til að frekj­ast. Vef­miðlar gefa fólki tæki­færi til að tjá sig um fréttir og koma skoð­unum sínum ræki­lega á fram­færi. Þennan mögu­leika mætti til dæmis nýta til að koma nýjum upp­lýs­ingum um til­tekin mál áleiðis en það ger­ist eig­in­lega aldrei. Í stað­inn kemur saman hópur fólks sem lýsir van­þóknun sinni á frétta­mat­inu, sem er afstætt og dissar við­mæl­and­ann, sem það þekkir ekki. 

Þetta er galið!

Spáið líka í að fólk noti inter­netið til að koma þessum skoð­unum á fram­færi. Fólk virð­ist vera að nota inter­netið án þess að hafa hug­mynd um hvað það er — eins og það viti ekki að allar upp­lýs­ingar í heim­inum eru aðeins einum leit­ar­streng í burtu. Ef fréttir falla ekki undir áhuga­svið þeirra eru mögu­leik­arnir á því að sækja eitt­hvað annað efni bók­staf­lega enda­laus­ir. Upp­lýs­ing­ar, fróð­leik­ur, skemmt­un, jafn­vel mennt­un! tæki­færin eru enda­laus en í stað­inn ákveður fólk að til­kynna opin­ber­lega, að fréttin sem þau lásu hafi ekki verið þeim að skapi, að við­mæl­and­inn sé fífl og blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði hana sé sið­laus fávit­i. 

Þau hefði getað nýtt tíma sinn í eitt­hvað upp­byggi­legt eins og að kynna sér sögu lest­ar­kerf­is­ins í Þýska­landi. Eða sækja nýja upp­skrift. Þannig hefðu þau getað komið sínum nán­ustu á óvart með ilm­andi brauði og óvæntum upp­lýs­ingum um fyrstu járn­braut­ar­lest­ina í Þýska­landi sem fór milli Núrn­berg og Fürth árið 1835.

En það þarf frekar að spyrja: „Er þetta frétt?“ í millj­ón­asta skipti. Spurn­ing sem hefur ekk­ert svar því eng­inn hatar sjálfan sig nógu mikið til að svara henni. Spurn­ing sem á ekki heima í kommenta­kerf­unum fjöl­miðla. Spurn­ing sem á hvergi heima, nema ef til vill uppi í rass­gat­inu á þér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None