Foreldralaust Píratapartý

Auglýsing

Ég man vel eftir því þegar Birgitta Jóns­dóttir skreið rykug og átta­villt upp úr rústum þess sem einu sinni hét Hreyf­ingin eða Borg­ara­hreyf­ingin eða mögu­lega eitt­hvað fleira líka – eng­inn man það – og til­kynnti um stofnun nýs stjórn­mála­flokks. Þetta var í júlí 2012, eftir að Borg­ara­hreyf­ingin hafði klofnað svo oft að hún vissi ekki lengur sjálf hvað hún hét eða hverjir til­heyrðu henni og Lilja Mós­es­dótt­ir, sem ég man í alvör­unni ekki hvort var ein­hvern tím­ann liðs­maður Hreyf­ing­ar­innar eða ekki, hafði stofnað Sam­stöðu með Sigga stormi, sem var greini­lega með besta póli­tíska nefið af öllum í flokknum af því að hann forð­aði sér úr honum nokkurn veg­inn dag­inn eft­ir.

Þetta var frá­leitur tími til að stofna stjórn­mála­flokk. Þjóðin var eig­in­lega öll í maníu – annar hver Íslend­ingur var sann­færður um að hann nyti nægi­legs per­sónu­fylgis til að leiða óánægju­fram­boð til Alþing­is, jafnt Þor­valdur Gylfa­son sem Pétur Gunn­laugs­son. Ég hafði á þessum tíma heyrt eitt­hvað af sjó­ræn­ingja­flokk­unum í Evr­ópu, jað­ar­flokkum með upp­lýs­inga­frelsi sem sitt meg­in­stefnu­mál, og fannst þeir svo sem ekki galn­ir. 

Mín fyrstu við­brögð við frétt­unum af stofnun þess sem þá var kallað „Píratap­artý­ið“ báru þess hins vegar ekki merki að ég hefði áhuga á stefnu­málum Birgittu og félaga: það eina sem komst að hjá mér var nafnið á flokkn­um, sem mér fannst svo frámuna­lega asna­legt að ég skrif­aði um það lít­inn diss­dálk í Frétta­blað­ið, í veikri von um að það mundi kannski skila mér sjátáti í Mál­farsmolum Eiðs Guðna­son­ar. Það eina sem ég upp­skar hins vegar var stutt­legt svar frá inn­an­búð­ar­manni í flokknum sem brást við á Face­book-­síðu sinni með orð­un­um: „Það besta við að hafa nafnið „Píratap­artý­ið“ er að það storkar mál­vit­und þeirra sem vilja stjórna því hvernig fólk hugs­ar[...]“

Auglýsing

Touché – ég hef farið lægra með alræð­is­hneigðir mínar síð­an. Eflaust var nokkuð til í þessu svari, og það var vissu­lega í anda pönk­slikj­unnar sem Birgitta hafði hjúpað flokk­inn með, en það breytir því ekki að þegar á hólm­inn kom lét Píratap­artýið duga að bjóða fram undir nafn­inu „Pírat­ar“. Og það var lík­lega ágætt af því að þessa dag­ana er eitt­hvað lítið um partý hjá okkar fólki.

Þvotta­hús­fund­ur­inn

Ég er til­tölu­lega átaka­fæl­inn mað­ur. Ég legg lykkju á leið mína til að koma í veg fyrir að ég lendi í óþægi­legum kring­um­stæð­um, þótt þær séu smá­vægi­leg­ar. Ég er til dæmis hættur að svara heima­síma­núm­erum sem ég þekki ekki, vegna þess að í 99,5 pró­sentum til­vika ætlar mann­eskjan á hinni lín­unni að reyna að selja mér eitt­hvað. Ég er líka meira og minna hættur að fara til dyra ef bjöll­unni er hringt óvænt, aðal­lega af því að yfir­leitt er ég ekki í buxum og ég veit að ef þetta væri ein­hver sem ég þekkti, eða ein­hver sem þyrfti nauð­syn­lega að hitta á mig, þá mundi við­kom­andi ein­fald­lega hringja. Ég er sannur nútíma­maður – kvíð­inn og léleg­ur.

Fyrir fáeinum miss­erum var ég á leið út úr íbúð­inni sem ég bjó þá í, en stað­næmd­ist þegar ég greip í hurð­ar­hún­inn og heyrði að frammi stóð yfir hávaðarifr­ildi. Ég greindi ekki almenni­lega orða skil en inni á milli brýndi fólk raustina þannig að ég heyrði slitrur úr sam­ræð­unum og varð þá ljóst að þarna sat leigusal­inn minn ásamt nágrönnum á æsi­legum hús­fundi og ein­hverra hluta vegna hafði þvotta­húsið við hlið­ina á inn­gang­inum að íbúð­inni minni orðið fyrir val­inu sem fund­ar­staður – lík­lega hefur það þótt heppi­leg­ast sem hlut­laus víg­völl­ur. 

Þau voru að ríf­ast um ein­hverja fram­kvæmd sem ekki allir höfðu gefið leyfi fyr­ir, en mig varð­aði ekk­ert um það; mig lang­aði bara að kom­ast út – gott ef ég var ekki að verða of seinn á fót­bolta­leik – en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að storma hálf­part­inn inn í miðja orr­ust­una og minna þau þannig á til­vist mína og jafn­framt skjóta þeirri hug­mynd í koll­inn á þeim að mögu­lega hefði ég legið þarna á hleri í óra­tíma. Þannig að ég beið. Og ég beið og beið og von­aði að þessum fjand­ans fundi færi nú að ljúka. Sem gerð­ist ekki, þannig að á end­anum þurfti ég að bíta á jaxl­inn og opna hurð­ina. Þau þögn­uðu eitt and­ar­tak, litu á mig, heilsuðu og héldu svo fund­inum áfram. Ekk­ert hræði­legt gerð­ist en ég hef aldrei verið jafn­feg­inn að þurfa ekki að sitja hús­fundi.

Pirat­festen

Stundum líður mér eins og í þessum aðstæðum þegar ég fylgist með inn­an­meinum Pírata breiða úr sér í beinni útsend­ingu – eins og ég sé að verða vitni að ein­hverju sem komi mér ekki við, en komi mér samt smá við, bara ekki nóg til að ég nenni að koma mér upp áhuga á því. Gagn­sæið í starfi Pírata er orðið svo mikið að við erum öll að horfa á þá breyt­ast í mjög erf­iða bíó­mynd eftir Thomas Vinter­berg þar sem fólk notar orð og frasa á borð við „bitra reið­i“, „fórn­ar­lambs­stell­ing­ar“, „of­beld­is­sam­band“ og „ótta­stjórn­un“.

Hvað veit ég, kannski er þetta til fyr­ir­mynd­ar. Kannski hefði Sam­fylk­ingin einmitt gott af því að opna „Sam­fylk­ing­ar­spjall­ið“. Ég mundi samt alltaf flýja út um glugga fram hjá því þvotta­húsi.

En Píratar eru bara að lenda í því óhjá­kvæmi­lega: þeir eru að átta sig á því að þeir eru búnir að breyt­ast í stjórn­mála­flokk þvert gegn vilja sínum – stóran stjórn­mála­flokk. Og einn dag­inn vökn­uðu þeir, lásu yfir Pírata­spjallið og fött­uðu að þeir eru ekki sam­mála nema einum af hverjum tíu sem telja sig til flokks­manna, sem er fylgi­fiskur þess að verða skyndi­lega vin­sælt stjórn­mála­afl, sem hefur auk þess þá stefnu að vera leið­toga­laust og án form­festu og að faðm­ur­inn skuli vera opinn öll­um. Það getur bara endað eins og for­eldra­lausa partýið í bók­inni Allt í sleik eftir Helga Jóns­son, og eins og þeir muna sem lásu þá bók þá voru afleið­ing­arnar af því partýi næstum jafnslæmar og bókin sjálf.

Og allt er þetta sér­stak­lega mikið vanda­mál þegar þú veist að fyrr en síðar muntu þurfa að stilla yfir 100 fram­bæri­legum kandídötum upp á fram­boðs­lista – þú getur svo sem gert það blind­andi eins og Fram­sókn í borg­inni en þá eru svona 85% líkur á að þú endir með Gústaf Níels­son í ein­hverri óheppi­legri fagnefnd.

Já, það er erfitt að vera stjórn­mála­flokkur og þetta er rétt að byrja hjá Píröt­um. Þeir eiga til dæmis alveg eftir að díla við það að Guð­mundur Stein­gríms­son skipti yfir í þá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None