Auglýsing

Skoð­an­ir. Oj. Það er offram­boð af skoð­un­um. Allir eru með skoð­anir á öllum hlut­um; verða að æla þeim út úr sér yfir alla sem þeir geta á sem flestum miðl­um. Stundum fæ ég svo mikið ógeð á eigin skoð­unum að ég lofa sjálfum mér að skrifa aldrei aftur neitt á inter­net­ið. 

Hér eru fjórar skoð­an­ir.

1. Ras­istar eru ras­istar

Ásmundur Frið­riks­son er ras­isti. Ekki hafa áhyggj­ur, það er allt í lagi að segja það.

Hann vill reyndar ekki kann­ast við það sjálf­ur, sem er heil­kenni sem virð­ist fylgja ras­istum svona almennt: „Ég er ekki hald­inn kyn­þátta­for­dóm­um, en mér þykir mjög mik­il­vægt að við mis­munum fólki á grund­velli kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða og/eða þjóð­ern­is.“ 

Auglýsing

Hið nýja stjórn­mála­afl Íslenzka þjóð­fylk­ingin reynir það sama; stefnu­málin sem voru kynnt eru meðal ann­ars and­staða við fjöl­menn­ingu og flokks­menn segj­ast „…al­farið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi eins og þegar er gert í mörgum ríkj­u­m“. Þegar gengið er á Helga Helga­son, for­mann flokks­ins, um hvort þetta sé ras­ista­flokkur er umsvifa­laust dregið í land, hann slær sér á lær og segir „Sussu nein­ein­ei, þetta snýst fyrst og fremst um harða afstöðu gagn­vart lóða­út­hlut­un­um“. Þetta er ekki ras­is­mi, heldur skipu­lags­mál. 

Sam­tökin Soldi­ers of Odin segj­ast meira að segja ekki vera ras­istar, heldur félags­skapur sem umhugað er um öryggi íslensku þjóð­ar­inn­ar. Góð­leg­ir, krúnurak­aðir menn í her­manna­buxum sem hjálpa gömlum konum yfir götur og múslimum beint aftur „heim til sín“.

Sorrí ras­istar, þið eruð ras­ist­ar. Það er ekki hægt að hafa full­kom­lega rasískar skoð­anir og verða svo sárir þegar ein­hver segir það upp­hátt. Þið getið ekki átt hvítu, blá­eygðu kök­una ykkar og borðað hana lík­a. 

2. Kjósum Ást­þór. Kannski.

Ég ber virð­ingu fyrir Ást­þóri Magn­ús­syni. Ég er alltaf að sjá myndir af honum að safna und­ir­skrift­um; á skemmti­stöð­um, í mennta­skól­um, á elli­heim­il­um, í mat­vöru­versl­unum – meira að segja í fimm­tugs­af­mæli ein­hverrar aum­ingja konu í veislu­sal á Höfða­bakk­an­um. Hann er búinn að vera að þessu í 20 ár. 

Með fullri virð­ingu fyrir öllum hinum 35 fram­bjóð­end­unum þá langar Ást­þór mest af öllum að verða for­seti; mig grunar að hann sé til­bú­inn að gera nán­ast hvað sem er. 

Þetta minnir mig á fal­legu YouTu­be-­sög­una af ein­hverfa bolta­stráknum hjá McElwa­y-­mennta­skól­anum í New York-­fylki. Allt árið hjálpar hann til við að sækja bolta, gefa leik­mönn­unum vatn – dáist að þeim úr fjar­lægð með þann draum heitastan að fá sjálfur að spila. Í síð­asta leik árs­ins ákveður þjálf­ari liðs­ins að leyfa honum að spila. Þegar fjórar mín­útur eru eftir er honum skipt inn á, bara upp á grín­ið, og viti menn – okkar maður setur niður sex þrista á þessum fjórum mín­út­u­m. 

Þannig að kannski, bara kannski, setur Ást­þór niður sex þrista fyrir íslensku þjóð­ina ef við bara gefum honum séns.

Lík­lega ekki samt.

3. Reykja­vík Viku­blað er ekki gott áróð­urs­rit

Þegar Björn Ingi Hrafns­son keypti Reykja­vík Viku­blað, ásamt ell­efu öðrum viku­blöð­um, og réð Björn Jón Braga­son sem rit­stjóra var nokkuð ljóst hvert mark­miðið var. Björn Jón hafði enga reynslu af blaða­mennsku aðra en að láta taka myndir af sér þar sem hann lítur út eins og blaða­maður á 3. ára­tugn­um. Hann hefur hins vegar víð­tæka reynslu af því að starfa fyrir sam­tök á borð við Sam­tök kaup­manna við Lauga­veg­inn og Félag hóp­ferða­leyf­is­hafa þar sem hann starf­aði fyrst og fremst við að þvo fætur nið­ur­settra öku­tækja í 101. 

Hið nýja og end­ur­bætta Reykja­vík Viku­blað end­ur­speglar áhuga­mál nýs rit­stjóra. Greinar um slæmt aðgengi öku­tækja í mið­bæn­um, mik­il­vægi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, enda­lausar aðfarir borg­ar­stjórnar að verslun í mið­borg­inni og við­töl við fólk um hversu mikið betri hlut­irnir voru í gamla daga. Til að fylla upp í eru pistlar eftir gamla sjálf­stæð­is­menn, nýja sjálf­stæð­is­menn og brot úr predik­unum og And­rík­is­grein­um. Ein­staka sinnum rofar til í eitt and­ar­tak og úr flokkspóli­tíska fret­mystr­inu svífur einn gagn­legur grein­ar­stubbur um Gull­mót KR í sundi eða Goethe-tón­leika í Gerðu­bergi. En þau and­ar­tök eru eins og minn­ingar í höfði langt leidds Alzheimser­sjúk­lings; hverful og skamm­vinn. Og áður en þú veist af ertu kom­inn rak­leitt í skoð­anapistil eftir Markús Örn Ant­ons­son.

Ég skil vel að það sé heill­andi að eiga sitt eigið áróð­urs­rit – en hvers virði er það þegar það er svona mikið drasl?

4. Skoð­anir eru ógeð, en samt ekki.

Ég verð oft hneyksl­aður á ein­hverju sem mér finn­ast heimsku­leg­ar, ljótar eða illa inn­rættar skoð­anir og skrifa þá oft heimsku­leg tweet sem ég sé eft­ir, unin­stalla Twitter af sím­anum mínum og sofna hugs­andi um að flytja einn í kofa á mið­há­lend­inu þar sem eng­inn getur fundið eða náð í mig aft­ur. 

Fólk segir eða gerir eitt­hvað sem ein­hverjum þykir hneyksl­an­legt. Annað fólk hneyksl­ast. Enn annað fólk hneyksl­ast á hneyksl­un­inni og enn stærra mengi ver rétt frum-hneykslar­ans til að hneyksl­ast.

Þetta er hringrás skoð­ana­skipta. Krafan um að fólk sé almennt mál­efna­legt er hvorki raunsæ né sér­stak­lega skemmti­leg.

Ein­hver segir eitt­hvað og fólk gagn­rýnir og þá gagn­rýna þeir þá sem gagn­rýna og þá gagn­rýna þeir gagn­rýndu þá fyrir að gagn­rýna aðra fyrir að gagn­rýna, og þannig stöndum við öll í risa­vöxnum hring og rúnkum hvort öðru takt­fast með eigin skoð­un­um, enda­laust, því að aldrei spraut­ast úr okkur ein­hver algildur sann­leik­ur.

Og það er allt í lag­i. 

Gildi okkar og sam­eig­in­legt sið­ferði fæð­ist ekki í tómi, heldur átökum – rifr­ildum um eitt­hvað sem ætti að vera hug­lægt mat, eins stór­kost­lega heimsku­lega og það hljóm­ar. Hneyksl­umst og ríf­umst og rúnkum og sníp­sjúgum okkur í átt að sam­fé­lags­legum við­miðum hvers tíma. Þau eru svo auð­vitað ekk­ert alltaf betri en gömlu við­mið­in. Samt oft­ast.

Nokkrar bón­us­skoð­anir

  • Ég held að stærsta ástæðan fyrir því að við höfum minni sympa­tíu fyrir fiskum en spen­dýrum sé sú að þeir eru ekki með augn­lok. Það er svo ómann­eskju­legt og sál­ar­laust að blikka ekki.



  • Ég veit ekki hvað mér finnst um borg­ara­laun. Mér finnst pæl­ingin í sjálfu sér alveg nett. Ég veit hins vegar líka að ég mundi mjög lík­lega enda freð­inn og atvinnu­laus. Ég er ekki að segja að aðrir myndu enda freðnir og atvinnu­laus­ir, en ég mundi mjög lík­lega vera bæði freð­inn og atvinnu­laus.



  • Sem ég stóð fyrir framan knippi eftir knippi af dökk­grænum bön­unum inni í Bónus í gær hugs­aði ég með mér að ég væri ekki svona pirr­aður yfir þessu ef fyr­ir­tækið Ban­anar hefði ekki greitt fimm millj­arða í arð inn í Haga á síð­ustu fjórum árum. Hvað á ég að gera við þessa full­kom­lega óþrosk­uðu ban­ana? Kaupa þá og sitja svo í tvær vikur og bíða eftir að þeir verði ætir? Þarf ég að byrja að ákveða margar vikur fram í tím­ann hvenær ég vil borða ban­ana? Setja calendar event í sím­ann fyrir 3. mars sem segir „Kaupa ban­ana til að borða 18. mar­s“?



  • Ég skil ekki hvernig fót­bolta­hag­fræði virk­ar. Opin­bert man­sal ein­stak­linga fyrir ótrú­legar upp­hæð­ir. Af hverju er þetta ekki svona á öðrum stöðum í atvinnu­líf­inu? „Guð­geir Hann­es­son hag­fræð­ingur seldur frá Sam­herja til Straums Burða­r­áss fyrir 590 millj­ónir að því gefnu að hann stand­ist lækn­is­skoð­un.“



  • Ég stóð á rauðu ljósi á verstu gatna­mótum Reykja­vík­ur, þar sem Kringlu­mýr­ar­braut mætir Borg­ar­tún­inu. Á rauðu ljósi stöðv­aði bíll. Inni í honum sat Her­bert Guð­munds­son. Hann lyfti upp hönd­inni og veif­aði mér. Ég veit ekki af hverju Her­bert Guð­munds­son ætti að veifa mér. Nú upp­lifi ég mig ein­staka sinnum sem ein­hvers konar jað­ar­-celebrity á inter­net­inu; kannski er ég loks­ins kom­inn í þann afmark­aða klúbb frægra sem veifa öðrum fræg­um.



    Ég var mjög upp með mér og veif­aði til baka.



    Her­bert Guð­munds­son var ekki að veifa mér. Her­bert Guð­munds­son var að laga sól­skyggnið í bílnum sín­um. Eitt and­ar­tak mætt­ust augu okkar í gegn um rós­ar­auð gler­augun hans. Bíll­inn keyrði af stað. Ég stóð stjarfur eftir á ljós­un­um. Það varð grænt, og aftur rautt.



    Rest­inni af deg­inum eyddi ég sitj­andi einn í myrkvaðri íbúð og hugs­aði: „Her­bert Guð­munds­son heldur að þú sért fáviti. Hann veit að þú ert fávit­i.“



    Þetta er ekki beint skoð­un. Ég vildi bara segja: Her­bert, ef þú ert að lesa þetta: Vær­irðu til í að senda mér línu á Face­book? Segja mér að þetta sé allt í lagi, að ég sé flottur strákur og að allir geri mis­tök. Ann­ars mun þetta sitja í mér að eilífu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None