Auglýsing

Ég á ekki börn en ég veit að vetr­ar­frí í grunn­skól­anna geta reynst mörgum for­eldrum erf­ið. Vinnu­veit­endur eru ekki allir jafn sveigj­an­legir og það getur því verið mik­ill haus­verkur að finna eitt­hvað að gera fyrir börn­in. Sumir taka þau með í vinn­una, sem hljómar í fyrstu spenn­andi í eyrum barn­anna en reyn­ist svo skelfi­leg lífs­reynsla þar sem tím­inn líður hægar en fyrir hádegi á aðfanga­dag. 

Alþing­is­menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. Í ár voru þeir sendir í frí á meðan vetr­ar­fríið stóð yfir svo þeir gætu eytt tíma með börn­unum sín­um. Helgi Bern­ód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, sagði á Eyj­unni að það hafi komið ein­dregin ósk frá nokkrum þing­mönnum um að það yrði tekið til­lit til þess að vetr­ar­frí væri í reyk­vískum skól­um. Sem var því gert.

Auglýsing

Þegar ég heyri svona fréttir líður mér eins og að það séu tvær þjóðir í land­inu: Við og þau. Það yrði aldrei hlustað á búð­ar­fólk ef það myndi í sam­ein­ingu óska eftir að versl­unum yrði lokað svo það gæti varið tíma með börn­unum sín­um. Þetta er bara hægt á Alþingi. Óskil­virkasta vinnu­stað lands­ins.

En að vera Alþing­is­maður er samt örugg­lega hræði­legt. Dag­skráin er oft illa skipu­lögð og þing­fundir standa stundum fram á nótt. Þeir þurfa að lesa mikið af leið­in­legum skýrslum og hitta margt leið­in­legt fólk sem ætl­ast til þess að þeir þjóni hags­munum þess. Ofan á það eru virkir í athuga­semdum með ein­hvers konar eilífð­ar­skot­leyfi á Alþings­menn ásamt frægu fólki, konum og auð­vitað nem­endum í Verzl­un­ar­skóla Íslands.

Þetta er örugg­lega glatað en það er samt eitt frá­bært við að vera Alþing­is­mað­ur: Frí­in. Þau eru löng.

Þing­setn­ing var 8. sept­em­ber á síð­asta ári og eftir þrjá erf­iða mán­uði var síð­asti þing­fundur fyrir jól áætl­aður 11. des­em­ber. Næsti þing­fundur var svo ekki áætl­aður fyrr en 19. jan­ú­ar, rúmum mán­uði síð­ar. Páska­fríið hefst svo 18. mars og stendur í tæpar þrjár vikur til 4. apr­íl. Loks stendur til að fresta þingi 31. maí en þá tekur við þriggja og hálfs mán­aðar sum­ar­fríi þangað til þing hefst á ný 13. sept­em­ber. 

Ofan á þetta bætt­ust svo tveir vetr­ar­frís­dagar um dag­inn.

Ég held að þetta sé hluti af ástæð­unni fyrir því að þingið virki svona illa. Ástæðan fyrir því að við hleyptum milljón ferða­mönnum til lands­ins áður en við fött­uðum að setja við­vör­un­ar­skilti í Reyn­is­fjöru og ástæðan fyrir því að við erum að fatta núna að hús­næð­is­mál séu ekki í góðum mál­um, þrátt fyrir að það hafi ekki sést bygg­ing­ar­krani á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fjögur ár eftir hrun. 

Það er hægt að gera þetta bet­ur. Það er til dæmis hægt að stýra land­inu jafnt yfir árið — ekki í törnum þar sem allir öskra hver á annan vegna þess að það eru allt of mörg mál á dag­skrá miðað við hvað er stutt í næsta frí. Í stað­inn fyrir að taka þrjá og hálfan mánuð í sum­ar­frí mætti taka fimm vik­ur, eins og gengur og ger­ist, og stytta bæði jóla- og páska­frí. Þannig væri hægt að dreifa álag­inu yfir fleiri daga og koma miklu í verk.

En tveggja þjóða vanda­málið ristir dýpra. Í vik­unni var til dæmis greint frá því að vel­­ferð­ar­ráðu­neytið verði flutt úr Hafn­­ar­hús­inu við Tryggva­götu í Reykja­vík inn­­an tíðar vegna þess að það tókst ekki að upp­ræta myglu­svepp í hús­in­u. 

Ég man ekki hvað það er langt síðan umræðan um myglu­svepp hófst á Land­spít­al­an­um. Umræðan er alla­vega búin að vera í gangi svo lengi að myglu­sveppur sem hefði verið alinn upp sem maður þegar hún hófst væri að ljúka lækna­námi í dag. Hann hefði meira að segja haft tíma til að fjár­magna námið með sjón­varps­þátt­unum Myglu­sveppi og Auddi.

Ekki mis­skilja mig. Ég vil að fólk fái tíma til að eyða með börn­unum sínum og starf í hús­næði sem er laust við myglu­svepp. Þetta snýst bara for­gangs­röð­un. Eitt­hvað sem ríkið þarf að til­einka sér miðað við umfjöllun Kast­ljóss­ins í gær um opin­ber útgjöld. Stétta­skipt sam­fé­lag er óum­flýj­an­legt. Mér dettur ekki í hug að hafna því og ætla að kaupa Teslu um leið og ég hef efni á henni. En rík­is­styrkt stétta­skipt­ing er hins vegar ein­hvers konar skil­grein­ing á ósann­girni: Allir borga fyrir eitt­hvað sem sumir njóta.

Ég vil losna við þetta allt; í rass­gat með kónga­fólk. Í rass­gat með lúx­us­bíla handa emb­ætt­is­mönn­um, í rass­gat með opin­berar ferðir á Saga Class og djúpt, djúpt í rass­gat með slæma for­gangs­röðun á tíma og fjár­munum hins opin­ber­a. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None