Ég byrja á þér, Ásmundur Einar

Auglýsing

Segjum að þú sért eig­andi og fram­kvæmda­stjóri lít­illar sjoppu. Starfs­maður í sjopp­unni stendur sig ekki nógu vel þannig að þú neyð­ist til að segja honum upp og ráða nýj­an, svona eins og gengur og ger­ist í sjoppu­brans­an­um. Nýi starfs­mað­ur­inn stendur sig því miður ekki heldur vel. Hann er dóna­leg­ur, mætir reglu­lega seint og skortir þjón­ustu­lund sem er nauð­syn­leg í afgreiðslu­starfi sem þessu. 

Þú missir loks þol­in­mæð­ina og ákveður að veita starfs­mann­inum til­tal. Þið setj­ist niður saman eftir martraða­kennda vakt þar sem hann var með allt á hornum sér, var dóna­legur við við­skipta­vini, klúðr­aði nokkrum ísum og enn fleiri pylsum ásamt því að taka sér allt of langar pásur. Eftir að þú telur upp það sem miður hefur farið und­an­farna daga bregst hann ókvæða við. 

Í fyrsta lagi vill hann ekki kann­ast við að hafa gert neitt rangt, heldur kennir for­vera sínum um allt sem miður hefur farið í sjopp­unni und­an­farna daga. Ef pylsa datt á gólfið var það for­vera hans að kenna vegna þess að hann gekk svo illa frá pyls­unum á sínum tíma. Og ef íssósan sull­ast út um allt hefði for­ver­inn átt að fyr­ir­byggja að slíkt gæti gerst.

Auglýsing

Hann tekur sem­sagt ekki ábyrgð á neinu, þrátt fyrir að hafa gert ótal aug­ljós mis­tök. Vissu­lega stóð for­veri hans í starfi sig illa, svo illa að hann hrökkl­að­ist úr starfi en mis­tökin sem hafa átt sér stað síð­ustu daga skrif­ast ein­göngu á klaufa­skap, van­kunn­áttu og metn­að­ar­leysi nýja starfs­manns­ins.

Það er því aug­ljóst hvað þú þarft að gera til að tryggja fram­tíð­ar­rekstur sjopp­unn­ar: Alls ekki neitt. Þú semur við hann til alla­vega fjög­urra ára, kross­leggur fing­urna og vonar að hann standi sig bet­ur… 

Eða hvað?

Dæmi­sagan hér fyrir ofan fjallar hvorki um rekstur lít­illa fyr­ir­tækja né mannauðs­stjórn­un. Hún fjallar um stjórn­mál og það sem stendur þeim fyrir þrif­um. Ég veit ekki hversu oft stjórn­mála­fólk hefur svarað gagn­rýni með því að benda á for­vera sinn und­an­farið en ég hætti að telja þegar ég var byrj­aður að upp­lifa grát­girni, trufl­aða til­finn­inga­stjórnun og per­sónu­leika­breyt­ing­ar.

Þetta bull hefur í alvöru staðið í vegi fyrir mik­il­vægum málum und­an­farin ár og það er ekk­ert sem bendir til þess að ástandið batni. Úr verður menn­ing sem elur upp póli­tíska lúsera sem þora ekki að taka ákvarð­anir af ótta við dóm kollega sinna, sem taka að öllum lík­indum við valda­kefl­inu innan fárra ára.

Tökum dæmi:

  • Það þarf að byggja nýjan Land­­spít­­ala og þá eru tekin tíu ár í að ríf­­ast um hvar hann á að vera. Þegar það hefur loks­ins verið ákveðið og heil­brigð­is­ráð­herra er varla byrj­­aður að naga siggið úr lófum sínum eftir fyrstu skóflustung­una er byrjað að velta upp nýjum val­­kost­­um. Rifr­ildið hefst svo á ný.
  • Allt bendir til þess að milljón ferða­­menn séu vænt­an­­legir til lands­ins. Í stað­inn fyrir að hefja taf­­ar­­laust ein­hvers konar gjald­­töku og sjá til þess að túrist­­arnir geti migið og skitið ein­hvers staðar og gengið um án þess að troða niður ómet­an­­legar nátt­úruperlur, þá er rif­ist um hvernig slík gjald­­taka á að fara fram. Á meðan ger­ist auð­vitað ekki neitt og ringl­aðir ferða­­menn greiða 400 kall fyrir krana­­vatn á Hótel AdaM og umgang­­ast Reyn­is­­fjöru eins og strönd á Tenerife.
  • Fjár­­­mála­­kerfið hrynur og eng­inn treystir sér til að reisa íbúð­­ar­hús­næði í nokkur ár. Eft­ir­­spurn eykst umfram fram­­boð, leig­u­verð rýkur upp í takt við hús­næð­is­verð og allt í einu á heil kyn­slóð í stök­­ustu vand­ræðum með að koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið. Í stað­inn fyrir að hjóla í málið er rif­ist um gölluð úrræði á Alþingi. Á meðan leggur full­­trúi kyn­slóð­­ar­innar sem á ekki neitt fram til­­lögu um að nýta líf­eyr­is­­sjóðs­­kerfið til að fjár­­­magna íbúða­­kaup en hug­­myndin varð ekki til í Lauf­­skála­rétt eða á ein­hverju þrot­uðu flokks­­þingi þannig að hún kemur ekki til greina.

Ef það er eitt­hvað sem ég sakna meira en auð­mýkt á Alþingi þá er það fram­tíð­ar­sýn. Í haust verður von­andi kosið og flokk­ur­inn sem sýnir okkur hvernig verður að búa á Íslandi næstu 10, 20 — helst 50 ár vinn­ur.

Ég veit ekki með ykkur en ef ég heyri einn stjórn­mála­mann í við­bót rétt­læta afglöp sín með gjörðum póli­tískra and­stæð­inga þá fer ég inn á Alþingi og bróka hvern ein­asta stjórn­mála­mann sem ég sé svo illa að það sem verður eftir af nær­bux­unum þeirra þarf að koma fram í hags­muna­skrán­ingu Alþing­is.

Og ég byrja á þér, Ásmundur Ein­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None