Auglýsing

Ég vakn­að­i ­upp­gef­inn í morgun - augun blóð­hlaup­in, maginn eins og hann væri að éta sjálfan ­sig. Ég er þunn­ur. Þunnur eins og ég hafi drukkið heilan líter af tinda­vodka og ælt bak við rúmið mitt. Hvað gerð­ist eig­in­lega í gær?

Spól­u­m að­eins til baka. Á Aust­ur­velli komu saman 22.000 ein­stak­lingar að hrópa, syngja og kasta nokkrum eggj­um. Heild­ar­upp­lifunin var ekki sorg og reiði - held­ur ­spenna; eins og fólk upp­lifði að það væri vor í loft­inu. Öll sam­an, til þess að ­stað­festa hið óum­flýj­an­lega; til­vist þess­arar rík­is­stjórnar var lok­ið. Við vorum bara þarna til þess að kveðja hana.

Í auga ­storms­ins óskuðum við nefni­lega og trúðum að við værum að fara að upp­lifa rétt­u frá­sögn­ina. For­sæt­is­ráð­herra, sem hafði verið opin­ber­aður og nið­ur­lægður fyr­ir­ augum alþjóðar deg­inum fyrr, yrði neyddur til þess að auð­mýkja sig, stíga nið­ur­ og láta sig hverfa út í mistr­ið. Hann mundi kannski ekki segja af sér sjálf­ur, en póli­tískt klók­ari aflands­bróðir hans Bjarni Bene­dikts­son mundi hins­veg­ar ­gera það eina sem hann gæti gert til þess að bjarga eigin póli­tískri æru sem væri að ann­að­hvort neyða Sig­mund til að slíta þingi eða sam­þykkja van­traust á eigin rík­is­stjórn - senda okkur í kosn­ingar og koma sjálfur út eins og smá al­þýðu­hetja eftir að hafa sjálfur verið með haus­inn í snör­unni. Sjálf­stæð­is­menn hefðu þá afsökun til að fylkj­ast á bak við for­mann­inn sinn og flokk­ur­inn í fínni stöðu til þess að end­ur­nýja umboð sitt sem spilltur auð­valds­flokkur í næstu rík­is­stjórn.

Auglýsing

Þetta var ­tíma­línan sem við sáum öll fyrir okk­ur. Nema þetta er ekki það sem gerð­ist.

Í skammta­fræði er kenn­ing sem segir að allar mögu­legar nið­ur­stöður úr öll­u­m ­mögu­legum aðstæðum séu raun­veru­legar í hlið­stæðum veru­leika; allt sem mögu­lega ­getur hafa gerst gerð­ist á ann­ari tíma­línu. Í bestu tíma­lín­unni erum við öll ­með stöðuga rað­full­næg­ingu á úrslita­leik EM þar sem við erum að vinna Dani 5-0 rétt eftir að við unnum öll saman í Vík­inga­lottó­inu, sem skipti okkur samt ekki það miklu máli því við erum öll búin að ná spi­ritúal­ískri upp­ljómun og þurf­um ekki ver­ald­legar eignir leng­ur.

En við erum að upp­lifa myrkustu, verstu tíma­lín­una.

Í stað­inn ­fyrir að Sig­mundur Davíð mundi finna í sér smá reisn eða auð­mýkt gagn­vart eig­in ­þjóð ákvað hann að betri kostur væri að missa vit­ið. Hann ákvað að ger­ast eins ­manns her, hefnd­ar­eng­ill með þann eina til­gang að brenna póli­tíska til­veru sína til grunna. Hann byrjar á þvi að sparka upp hurð­inni hjá Bjarna Bene­dikts­syn­i og til­kynna honum að ann­að­hvort verði hann for­sæt­is­ráð­herra áfram eða hann kveiki í sjálfum sér. Þegar það gengur ekki sparkar hann upp hurð­inni á Bessa­stöðum og til­kynnir for­seta að hann verði að slíta þing­inu ellegar kveik­i hann í sjálfum sér. Það gengur ekki held­ur. Eftir þetta endar hann á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins, reynir að kveikja í sjálfum sér, en mis­tekst það líka. Situr bara kjökrandi á gólf­inu, löðr­andi í bens­íni þeg­ar ­svartur kæf­andi skuggi fær­ist yfir hann, það er Sig­urður Ingi, rauður og ­þrút­inn eins og kofa­reykt bjúga, stand­andi yfir honum glott­andi.

Það sem að ­Sig­mundur Davíð gerði með þessu sóða­lega póli­tíska sjálfs­morði sínu var að ­setja af stað skelfi­lega atburða­rás. Hann gaf Bjarna Bene­dikts­syni og Ólöf­u Nor­dal skjól frá því að vera tekin póli­tískt af lífi með hon­um. Í öllum maníska hasarnum stökk hann alveg óvart fyrir kúl­una sem var ætluð þeim. Hann gaf Ólafi Ragn­ari tæki­færi til þess að eiga hetju­lega heim­komu til lands­ins, láta and­ar­takið snú­ast um eigin per­sónu og lík­lega hætta við að hætta sem for­set­i. Hann gaf hinum full­kom­lega sam­seka Fram­sókn­ar­flokki líka tæki­færi til þess að af­neita sér, aftengja sig for­mann­inum og þvo hendur sínar af hon­um. Ekki aðeins end­aði hann vina­laus einn eftir í gólf­inu, heldur opn­aði hann glufu fyr­ir­ ­stjórn­ar­sam­starf, sem í öllum eðli­legum sam­fé­lögum væri dautt, en fann sér í stað­inn minnstu mögu­legu syllu til að hanga á.

Nú þeg­ar rykið fellur til jarðar er nið­ur­staða eins stærsta skandals íslenskra ­stjórn­mála­sögu og fjöl­menn­ustu mót­mæla lýð­veld­is­sög­unnar því eft­ir­far­andi:

     Sig­urður Ingi Jóhann­es­son, einn helsti stuðn­ings­maður Sig­mundar Dav­íðs og mann­legt bjúga er að verða ­for­sæt­is­ráð­herra.

     Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, ó­vin­sæl­asti stjórn­mála­maður Íslands, er enn þing­maður og for­mað­ur­ ­stjórn­ar­flokks.

     Bjarni Bene­dikts­son er enn ráð­herra og for­maður stjórn­ar­flokks.

     Rík­is­stjórn sem 22.000 manns mót­mælt­u er enn rík­is­stjórn.

     Ólafur Ragnar Gríms­son, sem við héldum að við værum loks­ins búin að losna við, er alveg pott­þétt að fara að ­bjóða sig fram.

Þetta hefð­i ­getað farið öðru­vísi. Eina sem Sig­mundur Davíð hefði þurft að gera var að sýna smá auð­mýkt. Eina sem Bjarni Bene­dikts­son hefði þurft að gera væri að sýna smá kjark. Gefa okkur þann sögu­þráð sem við vildum öll - ekki þennan ömur­lega, ó­trú­verð­uga reyfara.

Ok, þetta er kannski ekki myrkasta tíma­lín­an. Í myrk­ustu tíma­lín­unni komumst við aldrei á EM, höfum aldrei fengið full­næg­ingu - hvað þá rað­full­næg­ingu. Þegar við lítum í spegil erum við öll Sig­urður Ingi. Mamma okkar er Sig­urður Ingi, makar okk­ar eru Sig­urður Ingi. Sam­starfs­fólk, vin­ir, frænkur, frænd­ur, leið­in­legi gaur­inn ­sem var með þér í mennta­skóla - allt Sig­urður Ingi. Allir rýt­andi eins og svínið Napól­eon í Dýra­bæ, reyn­andi að láta hvort annað skrifa undir ömur­lega ­bú­vöru­samn­inga.



Það er myrkasta tíma­lín­an. Tíma­línan sem við erum að upp­lifa núna er bara svona fjórða verst. Hjúkket.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None