Ég byrja á þér, Ásmundur Einar

Auglýsing

Segjum að þú sért eig­andi og fram­kvæmda­stjóri lít­illar sjoppu. Starfs­maður í sjopp­unni stendur sig ekki nógu vel þannig að þú neyð­ist til að segja honum upp og ráða nýj­an, svona eins og gengur og ger­ist í sjoppu­brans­an­um. Nýi starfs­mað­ur­inn stendur sig því miður ekki heldur vel. Hann er dóna­leg­ur, mætir reglu­lega seint og skortir þjón­ustu­lund sem er nauð­syn­leg í afgreiðslu­starfi sem þessu. 

Þú missir loks þol­in­mæð­ina og ákveður að veita starfs­mann­inum til­tal. Þið setj­ist niður saman eftir martraða­kennda vakt þar sem hann var með allt á hornum sér, var dóna­legur við við­skipta­vini, klúðr­aði nokkrum ísum og enn fleiri pylsum ásamt því að taka sér allt of langar pásur. Eftir að þú telur upp það sem miður hefur farið und­an­farna daga bregst hann ókvæða við. 

Í fyrsta lagi vill hann ekki kann­ast við að hafa gert neitt rangt, heldur kennir for­vera sínum um allt sem miður hefur farið í sjopp­unni und­an­farna daga. Ef pylsa datt á gólfið var það for­vera hans að kenna vegna þess að hann gekk svo illa frá pyls­unum á sínum tíma. Og ef íssósan sull­ast út um allt hefði for­ver­inn átt að fyr­ir­byggja að slíkt gæti gerst.

Auglýsing

Hann tekur sem­sagt ekki ábyrgð á neinu, þrátt fyrir að hafa gert ótal aug­ljós mis­tök. Vissu­lega stóð for­veri hans í starfi sig illa, svo illa að hann hrökkl­að­ist úr starfi en mis­tökin sem hafa átt sér stað síð­ustu daga skrif­ast ein­göngu á klaufa­skap, van­kunn­áttu og metn­að­ar­leysi nýja starfs­manns­ins.

Það er því aug­ljóst hvað þú þarft að gera til að tryggja fram­tíð­ar­rekstur sjopp­unn­ar: Alls ekki neitt. Þú semur við hann til alla­vega fjög­urra ára, kross­leggur fing­urna og vonar að hann standi sig bet­ur… 

Eða hvað?

Dæmi­sagan hér fyrir ofan fjallar hvorki um rekstur lít­illa fyr­ir­tækja né mannauðs­stjórn­un. Hún fjallar um stjórn­mál og það sem stendur þeim fyrir þrif­um. Ég veit ekki hversu oft stjórn­mála­fólk hefur svarað gagn­rýni með því að benda á for­vera sinn und­an­farið en ég hætti að telja þegar ég var byrj­aður að upp­lifa grát­girni, trufl­aða til­finn­inga­stjórnun og per­sónu­leika­breyt­ing­ar.

Þetta bull hefur í alvöru staðið í vegi fyrir mik­il­vægum málum und­an­farin ár og það er ekk­ert sem bendir til þess að ástandið batni. Úr verður menn­ing sem elur upp póli­tíska lúsera sem þora ekki að taka ákvarð­anir af ótta við dóm kollega sinna, sem taka að öllum lík­indum við valda­kefl­inu innan fárra ára.

Tökum dæmi:

  • Það þarf að byggja nýjan Land­­spít­­ala og þá eru tekin tíu ár í að ríf­­ast um hvar hann á að vera. Þegar það hefur loks­ins verið ákveðið og heil­brigð­is­ráð­herra er varla byrj­­aður að naga siggið úr lófum sínum eftir fyrstu skóflustung­una er byrjað að velta upp nýjum val­­kost­­um. Rifr­ildið hefst svo á ný.
  • Allt bendir til þess að milljón ferða­­menn séu vænt­an­­legir til lands­ins. Í stað­inn fyrir að hefja taf­­ar­­laust ein­hvers konar gjald­­töku og sjá til þess að túrist­­arnir geti migið og skitið ein­hvers staðar og gengið um án þess að troða niður ómet­an­­legar nátt­úruperlur, þá er rif­ist um hvernig slík gjald­­taka á að fara fram. Á meðan ger­ist auð­vitað ekki neitt og ringl­aðir ferða­­menn greiða 400 kall fyrir krana­­vatn á Hótel AdaM og umgang­­ast Reyn­is­­fjöru eins og strönd á Tenerife.
  • Fjár­­­mála­­kerfið hrynur og eng­inn treystir sér til að reisa íbúð­­ar­hús­næði í nokkur ár. Eft­ir­­spurn eykst umfram fram­­boð, leig­u­verð rýkur upp í takt við hús­næð­is­verð og allt í einu á heil kyn­slóð í stök­­ustu vand­ræðum með að koma sér upp þaki yfir höf­uð­ið. Í stað­inn fyrir að hjóla í málið er rif­ist um gölluð úrræði á Alþingi. Á meðan leggur full­­trúi kyn­slóð­­ar­innar sem á ekki neitt fram til­­lögu um að nýta líf­eyr­is­­sjóðs­­kerfið til að fjár­­­magna íbúða­­kaup en hug­­myndin varð ekki til í Lauf­­skála­rétt eða á ein­hverju þrot­uðu flokks­­þingi þannig að hún kemur ekki til greina.

Ef það er eitt­hvað sem ég sakna meira en auð­mýkt á Alþingi þá er það fram­tíð­ar­sýn. Í haust verður von­andi kosið og flokk­ur­inn sem sýnir okkur hvernig verður að búa á Íslandi næstu 10, 20 — helst 50 ár vinn­ur.

Ég veit ekki með ykkur en ef ég heyri einn stjórn­mála­mann í við­bót rétt­læta afglöp sín með gjörðum póli­tískra and­stæð­inga þá fer ég inn á Alþingi og bróka hvern ein­asta stjórn­mála­mann sem ég sé svo illa að það sem verður eftir af nær­bux­unum þeirra þarf að koma fram í hags­muna­skrán­ingu Alþing­is.

Og ég byrja á þér, Ásmundur Ein­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None