Ég setti mig í sam­band við Þórð Snæ Júl­í­us­son, ­rit­stjóra Kjarn­ans, fyrir rúm­lega mán­uði og sagði honum að ég gæti ekki skil­að pistli næst þegar kæmi að mér í röð­inni – það væri búið að vera bölvað álag á mér, ég væri orð­inn lúinn og hug­mynda­brunn­ur­inn svo gott sem þurrausinn, að minnsta kosti í bili. Ég þyrfti að fá ofur­lítið næði til að taka á mót­i frels­inu í líf mitt og umfaðma það.

Ég sagð­ist gera mér grein fyrir því að þetta væri lík­lega ekki það sem les­endur vildu, ég hefði jú skrifað pistla hjá þeim manna ­lengst, hefði með skrifum mínum und­an­farin ár svo gott sem end­ur­skil­grein­t pist­laformið og að það væri eflaust erfitt fyrir þau á Kjarn­an­um, sem og fyr­ir­ dygga les­endur hans, að sætta sig við – eða yfir­höfuð finna – jafn­hæfan stað­gengil.

„Ertu orð­inn eitt­hvað rugl­að­ur?“ spurð­i ­rit­stjór­inn.

Auglýsing

Ég reyndi að full­vissa hann um að það væri eng­in á­stæða til að örvænta eða æsa sig. Þetta yrði nú ekki svo mikið mál – það hefð­i marg­sýnt sig að áhug­inn á þátt­töku í lýð­ræð­is­legri umræðu á Íslandi væri feiki­legur og ég hefði gert mitt til að plægja jarð­veg­inn fyrir hvern þann sem þau fengju til að hlaupa í skarð­ið.

„Um hvað ertu að tala? Viltu sleppa pistl­inum í næsta mán­uði? Af hverju send­irðu mér ekki bara tölvu­póst og lést mig vita? Við erum ­með fullt af fólki á standbæ sem mundi vilja kom­ast að.“

Rit­stjór­inn var orð­inn pirr­að­ur. Ég sýndi því skiln­ing. Hann var auð­vitað að horfa fram á að missa spón úr aski sín­um. Þetta hafði komið alveg flatt upp á hann.

„Og má ég minna ­þig á að þú sagðir nákvæm­lega það sama síð­ast, en end­aðir á að senda okkur sam­t pistil tveimur dögum fyrir birt­ingu þegar við vorum búin að redda öðrum í stað­inn og heimt­aðir að við birtum hann af því að hann væri svo mikil negla – pistil sem fékk sama og engan lest­ur. Getum við treyst því að þú farir ekki að púlla eitt­hvað svona príma­donnu­kjaftæði aft­ur?“

Ég hló góð­lát­lega og skellti á án þess að kveðja. Ég geri það yfir­leitt þegar rit­stjór­inn þarf að­eins að kæla sig – ég kann lagið á honum eftir allan þennan tíma.

„WT­F??“ stóð í sms-skila­boð­unum sem ég fékk frá honum nokkrum sek­úndum síð­ar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann biður mig að sækja World Trade Forum fyrir mið­il­inn, en mér dugar pistla­höf­und­ar­hlut­verkið og þess vegna hef ég alltaf svarað með­ ein­földu „Nei, takk samt :)“.

Ég heyrði svo ekki aftur í rit­stjór­anum fyrr en seint í gær­kvöldi. Ég hafði farið að ókyrr­ast um miðjan mánuð þegar ég átt­aði mig á því að ég vissi ekk­ert hver mundi skrif­a pistil í minn stað eða um hvað sá pist­ill yrði. Hver vissi nema þar mund­u birt­ast skoð­anir sem yrðu jafn­vel á skjön við þær sem ég hefði alltaf haldið á lofti. Eftir dálitla yfir­legu komst ég að því að með því yrði les­endum gerð­ur­ ­mik­ill óleik­ur, enda vissi ég sem var að þeir vildu skrif eins og mín – mér­ hafði ítrekað verið hrósað fyrir þau. Ég kann ein­fald­lega að skrifa pist­la, en það kunna aðrir síð­ur.

Þannig að ég hringdi í rit­stjór­ann undir mið­nætti og sagði að í ljósi óvissunnar sem ríkt­i um næsta pistil og efni hans væri ég byrj­aður á einum til birt­ingar í dag til­ að höggva á hnút­inn.

„Þú ert nú meiri ­djöf­uls­ins fávit­inn,“ hreytti rit­stjór­inn út úr sér og ég sá hann fyrir mér­ brosa mildi­lega. Ég hef alltaf haft gaman af því hvað fjöl­miðla­menn eru ­kjaft­forir þegar þeir lýsa yfir ánægju sinni með eitt­hvað.

„Við erum kom­in lang­leið­ina með að velja pistil í þetta pláss – við héldum sam­keppni á með­al­ les­enda og allt! Eigum við bara að henda öllu því efni fyrir enn eina lang­lok­una frá þér?“

Ég svar­að­i ját­andi, en bætti við að í þetta skipti væri reyndar óvíst hvort ég næði að ­klára pistil­inn og að ég áskildi mér rétt til að hætta í honum miðj­um.

„Ertu að fokk­ing grínast? Þú sagðir þetta líka síð

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None