Auglýsing

Ég setti mig í sam­band við Þórð Snæ Júl­í­us­son, ­rit­stjóra Kjarn­ans, fyrir rúm­lega mán­uði og sagði honum að ég gæti ekki skil­að pistli næst þegar kæmi að mér í röð­inni – það væri búið að vera bölvað álag á mér, ég væri orð­inn lúinn og hug­mynda­brunn­ur­inn svo gott sem þurrausinn, að minnsta kosti í bili. Ég þyrfti að fá ofur­lítið næði til að taka á mót­i frels­inu í líf mitt og umfaðma það.

Ég sagð­ist gera mér grein fyrir því að þetta væri lík­lega ekki það sem les­endur vildu, ég hefði jú skrifað pistla hjá þeim manna ­lengst, hefði með skrifum mínum und­an­farin ár svo gott sem end­ur­skil­grein­t pist­laformið og að það væri eflaust erfitt fyrir þau á Kjarn­an­um, sem og fyr­ir­ dygga les­endur hans, að sætta sig við – eða yfir­höfuð finna – jafn­hæfan stað­gengil.

„Ertu orð­inn eitt­hvað rugl­að­ur?“ spurð­i ­rit­stjór­inn.

Auglýsing

Ég reyndi að full­vissa hann um að það væri eng­in á­stæða til að örvænta eða æsa sig. Þetta yrði nú ekki svo mikið mál – það hefð­i marg­sýnt sig að áhug­inn á þátt­töku í lýð­ræð­is­legri umræðu á Íslandi væri feiki­legur og ég hefði gert mitt til að plægja jarð­veg­inn fyrir hvern þann sem þau fengju til að hlaupa í skarð­ið.

„Um hvað ertu að tala? Viltu sleppa pistl­inum í næsta mán­uði? Af hverju send­irðu mér ekki bara tölvu­póst og lést mig vita? Við erum ­með fullt af fólki á standbæ sem mundi vilja kom­ast að.“

Rit­stjór­inn var orð­inn pirr­að­ur. Ég sýndi því skiln­ing. Hann var auð­vitað að horfa fram á að missa spón úr aski sín­um. Þetta hafði komið alveg flatt upp á hann.

„Og má ég minna ­þig á að þú sagðir nákvæm­lega það sama síð­ast, en end­aðir á að senda okkur sam­t pistil tveimur dögum fyrir birt­ingu þegar við vorum búin að redda öðrum í stað­inn og heimt­aðir að við birtum hann af því að hann væri svo mikil negla – pistil sem fékk sama og engan lest­ur. Getum við treyst því að þú farir ekki að púlla eitt­hvað svona príma­donnu­kjaftæði aft­ur?“

Ég hló góð­lát­lega og skellti á án þess að kveðja. Ég geri það yfir­leitt þegar rit­stjór­inn þarf að­eins að kæla sig – ég kann lagið á honum eftir allan þennan tíma.

„WT­F??“ stóð í sms-skila­boð­unum sem ég fékk frá honum nokkrum sek­úndum síð­ar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann biður mig að sækja World Trade Forum fyrir mið­il­inn, en mér dugar pistla­höf­und­ar­hlut­verkið og þess vegna hef ég alltaf svarað með­ ein­földu „Nei, takk samt :)“.

Ég heyrði svo ekki aftur í rit­stjór­anum fyrr en seint í gær­kvöldi. Ég hafði farið að ókyrr­ast um miðjan mánuð þegar ég átt­aði mig á því að ég vissi ekk­ert hver mundi skrif­a pistil í minn stað eða um hvað sá pist­ill yrði. Hver vissi nema þar mund­u birt­ast skoð­anir sem yrðu jafn­vel á skjön við þær sem ég hefði alltaf haldið á lofti. Eftir dálitla yfir­legu komst ég að því að með því yrði les­endum gerð­ur­ ­mik­ill óleik­ur, enda vissi ég sem var að þeir vildu skrif eins og mín – mér­ hafði ítrekað verið hrósað fyrir þau. Ég kann ein­fald­lega að skrifa pist­la, en það kunna aðrir síð­ur.

Þannig að ég hringdi í rit­stjór­ann undir mið­nætti og sagði að í ljósi óvissunnar sem ríkt­i um næsta pistil og efni hans væri ég byrj­aður á einum til birt­ingar í dag til­ að höggva á hnút­inn.

„Þú ert nú meiri ­djöf­uls­ins fávit­inn,“ hreytti rit­stjór­inn út úr sér og ég sá hann fyrir mér­ brosa mildi­lega. Ég hef alltaf haft gaman af því hvað fjöl­miðla­menn eru ­kjaft­forir þegar þeir lýsa yfir ánægju sinni með eitt­hvað.

„Við erum kom­in lang­leið­ina með að velja pistil í þetta pláss – við héldum sam­keppni á með­al­ les­enda og allt! Eigum við bara að henda öllu því efni fyrir enn eina lang­lok­una frá þér?“

Ég svar­að­i ját­andi, en bætti við að í þetta skipti væri reyndar óvíst hvort ég næði að ­klára pistil­inn og að ég áskildi mér rétt til að hætta í honum miðj­um.

„Ertu að fokk­ing grínast? Þú sagðir þetta líka síð

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None