Er öllum drullusama um Morgunblaðið?

Einu sinni var ég í rokk­hljóm­sveit sem kom reglu­lega fram á tón­leika­stöðum í mið­borg Reykja­vík­ur. Á sama tíma starf­aði ég á dag­blaði sem er ekki lengur til og fáir sakna. Ein­hvern tíma hélt hljóm­sveitin mín tón­leika á Grand rokki og til að láta fólk vita af því þurfti að hengja upp plaköt og senda til­kynn­ingar á fjöl­miðla. Þetta var áður en Face­book safn­aði öllum lands­mönnum saman í mið­lægan gagna­grunn sem hefur í seinni tíð auð­veldað þessa vinnu umtals­vert.

Í krafti aðstöðu minnar skrif­aði ég orð­send­ingu um vænt­an­lega tón­leika og birti á áber­andi stað í aft­ari hluta blaðs­ins. Það var svo fullt út úr dyrum á tón­leik­unum og við skrif­uðum í kjöl­farið undir útgáfu­samn­ing við amer­ískan plöturisa, náðum fjórum lögum á topp Bill­bo­ar­d-list­ans og eyddum næstu árum í tón­leika­ferða­lög heim­inn. Djók. Í alvöru tal­að, þá má eflaust finna alvar­legra dæmi um mis­notkun á íslenskum fjöl­miðli. Ég braut engu að síður siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands þar sem kemur meðal ann­ars fram að blaða­manni beri að var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi.

Talandi um hags­muni. Þeg­ar mbl.is var með beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stofu Dav­íðs Odds­sonar um dag­inn fannst mér vef­ur­inn fara óvænt yfir ákveðið strik. Ég hef lengi klórað mér í höfð­inu yfir Morg­un­blaði Dav­íðs Odds­sonar en fund­ist tónn­inn sem sleg­inn er á mbl.is frá­brugð­inn þeim sem ómar til dæmis í Reykja­vík­ur­bréfum prent­aða móð­ur­skips­ins. Það kom alla­vega ekki á óvart þegar hanskinn var tek­inn upp fyrir for­seta­fram­bjóð­and­ann Davíð í leið­ara Mogg­ans um dag­inn — sama Mogga og birti fjórar blað­síður af sagn­fræði­legum skemmti­staða­sleik Hann­esar Hólm­steins og rit­stjór­ans viku áður en verst geymda leynd­ar­mál lands­ins var afhjúpað og for­seta­fram­boðið gert opin­bert.

Auglýsing

En ég trúði samt ekki að mbl.is yrði beitt til að draga taum rit­stjór­ans í kosn­inga­bar­átt­unni, nú þegar hann hefur boðið sig fram. Og ég trúi því ekki enn. Þetta hlýtur að vera ein­hver mis­skiln­ing­ur. 

Kannski geta allir for­seta­fram­bjóð­endur óskað eftir því að mbl.is setji upp beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stof­anna þeirra? Kannski var Davíð bara sá eini sem fatt­aði það vegna þess að hann veit að Morg­un­blaðið á allt til alls til að setja upp beinar útsend­ing­ar? Kannski fannst Davíð beina útsend­ingin á mbl.is óþægi­leg í ljósi stöðu sinnar en lét sig hafa það vegna þess að vef­ur­inn er sá mest sótti á Íslandi og kynn­ingin því góð?

… Og kannski var Júl­íus Víf­ill bara að geyma pen­ing­ana fyrir systk­ini sín á Tortóla.

Auð­vitað er þetta alveg skelfi­lega vand­ræða­legt. Það er nefni­lega meira. Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una. 

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það. 

Þetta snýst um að mbl.is birti bein­línis ranga frétt sem kemur sér vel fyrir for­seta­fram­boð rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Auð­vitað þarf vef­ur­inn að fjalla um fram­boð Dav­íðs eins og ann­arra og það hvílir engin skylda á herðum hans að gæta ein­hvers konar jafn­ræð­is. En ég skil ekki af hverju svona góður fjöl­mið­ill gefur högg­stað á sér með því að setja upp beina útsend­ingu frá kosn­inga­skrif­stofu rit­stjór­ans síns og birta um hann vafa­samar áróð­urs­frétt­ir.

Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá skil ég minna. 

Ég skil ekki af hverju þau halda ekki bara áfram að nota Reykja­vík­ur­bréfin og leið­ar­ana undir þetta bull og ég skil ekki af hverju blaða­menn mbl.is eru settir í þá stöðu að svara fyrir þetta. Síst af öllu skil ég af hverju stjórn fyr­ir­tæk­is­ins lætur þetta við­gang­ast í ljósi þess að hlut­verk hennar er að gæta hags­muna fyr­ir­tækis hvers verð­mætasta eign heit­ir mbl.is.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira úr sama flokkiKjaftæði