Er öllum drullusama um Morgunblaðið?

Auglýsing

Einu sinni var ég í rokk­hljóm­sveit sem kom reglu­lega fram á tón­leika­stöðum í mið­borg Reykja­vík­ur. Á sama tíma starf­aði ég á dag­blaði sem er ekki lengur til og fáir sakna. Ein­hvern tíma hélt hljóm­sveitin mín tón­leika á Grand rokki og til að láta fólk vita af því þurfti að hengja upp plaköt og senda til­kynn­ingar á fjöl­miðla. Þetta var áður en Face­book safn­aði öllum lands­mönnum saman í mið­lægan gagna­grunn sem hefur í seinni tíð auð­veldað þessa vinnu umtals­vert.

Í krafti aðstöðu minnar skrif­aði ég orð­send­ingu um vænt­an­lega tón­leika og birti á áber­andi stað í aft­ari hluta blaðs­ins. Það var svo fullt út úr dyrum á tón­leik­unum og við skrif­uðum í kjöl­farið undir útgáfu­samn­ing við amer­ískan plöturisa, náðum fjórum lögum á topp Bill­bo­ar­d-list­ans og eyddum næstu árum í tón­leika­ferða­lög heim­inn. Djók. Í alvöru tal­að, þá má eflaust finna alvar­legra dæmi um mis­notkun á íslenskum fjöl­miðli. Ég braut engu að síður siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands þar sem kemur meðal ann­ars fram að blaða­manni beri að var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi.

Talandi um hags­muni. Þeg­ar mbl.is var með beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stofu Dav­íðs Odds­sonar um dag­inn fannst mér vef­ur­inn fara óvænt yfir ákveðið strik. Ég hef lengi klórað mér í höfð­inu yfir Morg­un­blaði Dav­íðs Odds­sonar en fund­ist tónn­inn sem sleg­inn er á mbl.is frá­brugð­inn þeim sem ómar til dæmis í Reykja­vík­ur­bréfum prent­aða móð­ur­skips­ins. Það kom alla­vega ekki á óvart þegar hanskinn var tek­inn upp fyrir for­seta­fram­bjóð­and­ann Davíð í leið­ara Mogg­ans um dag­inn — sama Mogga og birti fjórar blað­síður af sagn­fræði­legum skemmti­staða­sleik Hann­esar Hólm­steins og rit­stjór­ans viku áður en verst geymda leynd­ar­mál lands­ins var afhjúpað og for­seta­fram­boðið gert opin­bert.

Auglýsing

En ég trúði samt ekki að mbl.is yrði beitt til að draga taum rit­stjór­ans í kosn­inga­bar­átt­unni, nú þegar hann hefur boðið sig fram. Og ég trúi því ekki enn. Þetta hlýtur að vera ein­hver mis­skiln­ing­ur. 

Kannski geta allir for­seta­fram­bjóð­endur óskað eftir því að mbl.is setji upp beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stof­anna þeirra? Kannski var Davíð bara sá eini sem fatt­aði það vegna þess að hann veit að Morg­un­blaðið á allt til alls til að setja upp beinar útsend­ing­ar? Kannski fannst Davíð beina útsend­ingin á mbl.is óþægi­leg í ljósi stöðu sinnar en lét sig hafa það vegna þess að vef­ur­inn er sá mest sótti á Íslandi og kynn­ingin því góð?

… Og kannski var Júl­íus Víf­ill bara að geyma pen­ing­ana fyrir systk­ini sín á Tortóla.

Auð­vitað er þetta alveg skelfi­lega vand­ræða­legt. Það er nefni­lega meira. Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una. 

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það. 

Þetta snýst um að mbl.is birti bein­línis ranga frétt sem kemur sér vel fyrir for­seta­fram­boð rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Auð­vitað þarf vef­ur­inn að fjalla um fram­boð Dav­íðs eins og ann­arra og það hvílir engin skylda á herðum hans að gæta ein­hvers konar jafn­ræð­is. En ég skil ekki af hverju svona góður fjöl­mið­ill gefur högg­stað á sér með því að setja upp beina útsend­ingu frá kosn­inga­skrif­stofu rit­stjór­ans síns og birta um hann vafa­samar áróð­urs­frétt­ir.

Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá skil ég minna. 

Ég skil ekki af hverju þau halda ekki bara áfram að nota Reykja­vík­ur­bréfin og leið­ar­ana undir þetta bull og ég skil ekki af hverju blaða­menn mbl.is eru settir í þá stöðu að svara fyrir þetta. Síst af öllu skil ég af hverju stjórn fyr­ir­tæk­is­ins lætur þetta við­gang­ast í ljósi þess að hlut­verk hennar er að gæta hags­muna fyr­ir­tækis hvers verð­mætasta eign heit­ir mbl.is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None