Er öllum drullusama um Morgunblaðið?

Auglýsing

Einu sinni var ég í rokk­hljóm­sveit sem kom reglu­lega fram á tón­leika­stöðum í mið­borg Reykja­vík­ur. Á sama tíma starf­aði ég á dag­blaði sem er ekki lengur til og fáir sakna. Ein­hvern tíma hélt hljóm­sveitin mín tón­leika á Grand rokki og til að láta fólk vita af því þurfti að hengja upp plaköt og senda til­kynn­ingar á fjöl­miðla. Þetta var áður en Face­book safn­aði öllum lands­mönnum saman í mið­lægan gagna­grunn sem hefur í seinni tíð auð­veldað þessa vinnu umtals­vert.

Í krafti aðstöðu minnar skrif­aði ég orð­send­ingu um vænt­an­lega tón­leika og birti á áber­andi stað í aft­ari hluta blaðs­ins. Það var svo fullt út úr dyrum á tón­leik­unum og við skrif­uðum í kjöl­farið undir útgáfu­samn­ing við amer­ískan plöturisa, náðum fjórum lögum á topp Bill­bo­ar­d-list­ans og eyddum næstu árum í tón­leika­ferða­lög heim­inn. Djók. Í alvöru tal­að, þá má eflaust finna alvar­legra dæmi um mis­notkun á íslenskum fjöl­miðli. Ég braut engu að síður siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands þar sem kemur meðal ann­ars fram að blaða­manni beri að var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi.

Talandi um hags­muni. Þeg­ar mbl.is var með beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stofu Dav­íðs Odds­sonar um dag­inn fannst mér vef­ur­inn fara óvænt yfir ákveðið strik. Ég hef lengi klórað mér í höfð­inu yfir Morg­un­blaði Dav­íðs Odds­sonar en fund­ist tónn­inn sem sleg­inn er á mbl.is frá­brugð­inn þeim sem ómar til dæmis í Reykja­vík­ur­bréfum prent­aða móð­ur­skips­ins. Það kom alla­vega ekki á óvart þegar hanskinn var tek­inn upp fyrir for­seta­fram­bjóð­and­ann Davíð í leið­ara Mogg­ans um dag­inn — sama Mogga og birti fjórar blað­síður af sagn­fræði­legum skemmti­staða­sleik Hann­esar Hólm­steins og rit­stjór­ans viku áður en verst geymda leynd­ar­mál lands­ins var afhjúpað og for­seta­fram­boðið gert opin­bert.

Auglýsing

En ég trúði samt ekki að mbl.is yrði beitt til að draga taum rit­stjór­ans í kosn­inga­bar­átt­unni, nú þegar hann hefur boðið sig fram. Og ég trúi því ekki enn. Þetta hlýtur að vera ein­hver mis­skiln­ing­ur. 

Kannski geta allir for­seta­fram­bjóð­endur óskað eftir því að mbl.is setji upp beina útsend­ingu frá opnun kosn­inga­skrif­stof­anna þeirra? Kannski var Davíð bara sá eini sem fatt­aði það vegna þess að hann veit að Morg­un­blaðið á allt til alls til að setja upp beinar útsend­ing­ar? Kannski fannst Davíð beina útsend­ingin á mbl.is óþægi­leg í ljósi stöðu sinnar en lét sig hafa það vegna þess að vef­ur­inn er sá mest sótti á Íslandi og kynn­ingin því góð?

… Og kannski var Júl­íus Víf­ill bara að geyma pen­ing­ana fyrir systk­ini sín á Tortóla.

Auð­vitað er þetta alveg skelfi­lega vand­ræða­legt. Það er nefni­lega meira. Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una. 

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það. 

Þetta snýst um að mbl.is birti bein­línis ranga frétt sem kemur sér vel fyrir for­seta­fram­boð rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Auð­vitað þarf vef­ur­inn að fjalla um fram­boð Dav­íðs eins og ann­arra og það hvílir engin skylda á herðum hans að gæta ein­hvers konar jafn­ræð­is. En ég skil ekki af hverju svona góður fjöl­mið­ill gefur högg­stað á sér með því að setja upp beina útsend­ingu frá kosn­inga­skrif­stofu rit­stjór­ans síns og birta um hann vafa­samar áróð­urs­frétt­ir.

Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá skil ég minna. 

Ég skil ekki af hverju þau halda ekki bara áfram að nota Reykja­vík­ur­bréfin og leið­ar­ana undir þetta bull og ég skil ekki af hverju blaða­menn mbl.is eru settir í þá stöðu að svara fyrir þetta. Síst af öllu skil ég af hverju stjórn fyr­ir­tæk­is­ins lætur þetta við­gang­ast í ljósi þess að hlut­verk hennar er að gæta hags­muna fyr­ir­tækis hvers verð­mætasta eign heit­ir mbl.is.

Arnar Þór aðstoðar Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn.
18. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa þöggunarmenningu og að ferlar til að taka á slíkum málum séu gallaðir og komi niður á þolendum.
18. janúar 2018
Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið
Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.
18. janúar 2018
Jón Gunnar Borgþórsson
Eru þjóðarframleiðsla og framleiðni ekki lengur góðir mælikvarðar á þróun hagkerfa?
18. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Hismið
Hismið
Hismið – Joe and the Juice væðing grasreykinga
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None